Ferill 501. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 861 – 501. mál.



Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um endurgreiðslu þungaskatts.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



     1.      Á hvaða forsendum fá sérleyfishafar 70% endurgreidd af þeim þungaskatti sem þeir greiða vegna aksturs á sérleiðum?
     2.      Ráða sérleyfishafarnir sjálfir hve mikið þeir aka á endurgreiðsluskyldum leiðum eða leggur ráðuneytið mat á „þörf“ fyrir samgöngur og tíðni þeirra á tilteknum svæðum? Óskar ráðuneytið upplýsinga um rekstur, umfang eða áætlanir sérleyfishafa áður en endurgreiðsla fer fram?
     3.      Hverjar eru heildargreiðslurnar og hve mikið hefur komið í hlut hvers sérleyfishafa undanfarin fimm ár?


Skriflegt svar óskast.