Ferill 316. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 899 – 316. mál.Svarviðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um laxveiðiferðir stjórnenda ríkis viðskiptabankanna og Seðlabanka.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hve margar laxveiðiferðir hafa stjórnendur ríkisviðskiptabankanna og Seðlabanka farið árlega sl. fimm ár og hver var árlegur kostnaður við þær, sundurliðaður eftir út gjöldum við laxveiðileyfin annars vegar og öðrum útgjöldum hins vegar?
     2.      Hver var tilgangur og tilefni ferðanna, hverjir voru þátttakendur í þeim og hver tekur ákvörðun um slíkar ferðir?
     3.      Í hvaða laxveiðiár var farið og hve oft í hverja þeirra hvert árið um sig?
     4.      Hverjir eru leigutakar þessara laxveiðiáa?


    Svar við fyrirspurn þessari er byggt á upplýsingum sem ráðuneytinu bárust frá Lands banka Íslands, Búnaðarbanka Íslands og Seðlabanka Íslands.
    Við undirbúning svarsins hefur verið höfð hliðsjón af sjónarmiðum um persónuvernd. Einnig hefur þess verið gætt að svör við fyrirspurninni hafi ekki að geyma upplýsingar sem skaðað geti hagsmuni umræddra stofnana af samkeppnis- eða viðskiptaástæðum.

Fjöldi laxveiðiferða stjórnenda ríkisviðskiptabankanna og Seðlabanka síðastliðin fimm ár og árlegur kostnaður við þær.

Landsbanki Íslands.
    Kostnaður Landsbankans af laxveiðiferðum er sem hér segir:

1993 1994 1995 1996 1997
Veiðileyfi 4.346.000 2.124.000 3.783.000 1.955.000 2.138.975
Önnur útgjöld 807.990 642.380 1.332.011 594.000 585.739
Samtals 5.153.990 2.766.380 5.115.011 2.549.000 2.724.714

    Samkvæmt upplýsingum bankans var farið að jafnaði í fjórar ferðir á ári.

Búnaðarbanki Íslands.
    Kostnaður við laxveiðiferðir Búnaðarbankans hefur verið sem hér segir:

1993 1994 1995 1996 1997
Veiðileyfi 2.177.000 1.730.400 924.000 966.000 987.000
Önnur útgjöld 1.058.985 920.121 809.003 599.355 610.680
Samtals 3.235.985 2.650.521 1.733.003 1.565.355 1.597.680

    Samkvæmt upplýsingum bankans var farið í tvær veiðiferðir hvort árið 1993 og 1994 en síðan hefur verið farið einu sinni á sumri.

Seðlabanki Íslands.
    Kostnaður við laxveiðiferðir Seðlabankans hefur verið sem hér segir:

1993 1994 1995 1996 1997
Veiðileyfi 1.287.000 1.287.000 1.338.000 1.152.000 1.197.000
Önnur útgjöld 546.000 1.117.000 928.000 803.000 707.000
Samtals 1.833.000 2.404.000 2.266.000 1.955.000 1.904.000

    Samkvæmt upplýsingum bankans var farið í veiðiferðir tvisvar á ári á árunum 1993–95 og einu sinni á ári undanfarin tvö ár.

Tilgangur og tilefni ferðanna, þátttakendur og ákvörðun um ferðirnar.
    Samkvæmt upplýsingum Landsbanka Íslands hefur tilefni ferðanna verið að viðhalda og afla nýrra viðskiptasambanda með því að bjóða innlendum og erlendum viðskiptamönnum bankans í slíkar ferðir. Hefur bankastjórn annast móttökurnar.
    Samkvæmt upplýsingum Búnaðarbanka Íslands hefur tilgangur ferðanna verið sá að kynn ast erlendum og innlendum gestum sem boðið hefur verið í ferðirnar. Þátttakendur af hálfu bankans hafa aðallega verið þeir stjórnendur bankans sem hafa haft erlend samskipti á sinni könnu. Sá bankastjóri sem fer með erlend samskipti hefur tekið ákvörðun um þessar móttök ur og ferðir.
    Samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Íslands hafa fulltrúar ýmissa erlendra fjármálastofn ana sem bankinn á náin samskipti við verið gestir bankans. Telur bankinn þessar ferðir vera gagnlegar til að efla viðskiptaleg sambönd bankans og þar með þjóðarinnar við erlendar fjár málastofnanir. Bankastjórar Seðlabankans, ýmist allir eða færri, hafa verið gestgjafar. Bankastjórar Seðlabankans taka ákvarðanir um ferðirnar.

Laxveiðiár.
    Samkvæmt upplýsingum Landsbanka Íslands var árið 1993 farið í Vatnsdalsá, Selá, Hrútafjarðará og Þverá. Árið 1994 var farið í Vatnsdalsá, Selá, Laxá í Þingeyjarsýslu og Hrútafjarðará. Árið 1995 var farið í sömu ár. Árið 1996 var farið í Selá, Hrútafjarðará, Laxá í Þingeyjarsýslu og Grímsá. Árið 1997 var farið í Selá, Hrútafjarðará og Laxá í Þing eyjarsýslu. Að jafnaði var farin ein ferð á ári í hverja á.
    Af hálfu Búnaðarbanka Íslands hefur verið farið í veiðiferð í Þverá öll árin og Laxá í Döl um árin 1993 og 1994.
    Samkvæmt upplýsingum fór Seðlabankinn í veiðiferðir í Vatnsdalsá árin 1993–96, í sam vinnu við Landsbankann á árunum 1993–95. Árið 1997 var farið í Þverá.

Leigutakar umræddra laxveiðiáa.
    Af hálfu Landsbanka Íslands voru veiðileyfi í umræddum laxveiðiám keypt af Sporði hf., Lóni sf., Bálki hf. og Laxárfélaginu. Af hálfu Búnaðarbanka voru veiðileyfi í Laxá í Dölum keypt af bændum og í Þverá af Sporði ehf. Af hálfu Seðlabankans voru veiðleyfi í Vatnsdalsá keypt af Lóni hf. og í Þverá af Sporði ehf.