Ferill 563. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 955 – 563. mál.



Frumvarp til laga



um barnabætur.

Flm.: Pétur H. Blöndal, Vilhjálmur Egilsson.



1. gr.

    Markmið laganna er að gera tekjulágum foreldrum kleift að ala upp börn sín.

2. gr.

    Með hverju barni innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sem heimilisfast er hér á landi og er á framfæri þeirra sem skattskyldir eru skv. 1. gr. laga nr. 75/1981, skal ríkissjóður greiða barnabætur til framfæranda barnsins. Framfærandi telst sá aðili sem hefur barnið hjá sér og annast framfærslu þess í lok tekjuársins. Sá er greiðir meðlag með barni telst ekki framfær andi í þessu sambandi. Hjón teljast bæði framfærendur og skiptast barnabætur milli þeirra til helminga. Sama gildir um sambúðarfólk sem hafa sama lögheimili.     Fyrir barn sem öðlast heimilisfesti hér á landi á tekjuárinu skal einungis greiða barnabæt ur í hlutfalli við dvalartíma þess hér á landi á því ári. Þannig skal fjárhæð barnabóta skv. 3. mgr. og skerðingarmörk vegna tekna, sbr. 4. mgr., ákvarðast í hlutfalli við dvalartímann.     Óskertar barnabætur skulu árlega nema 102.436 kr. með fyrsta barni en 121.932 kr. með hverju barni umfram eitt. Fyrir börn yngri en sjö ára skulu barnabætur vera 30.176 kr. hærri en framangreindar fjárhæðir. Óskertar barnabætur með börnum einstæðra foreldra skulu vera 170.614 kr. með fyrsta barni. Með börnum umfram eitt skulu barnabæturnar vera 175.014 kr., en þó 30.176 kr. hærri sé barnið yngra en sjö ára. Búi framfærandi barns í óvígðri sam búð skal hann ekki teljast einstætt foreldri í þessu sambandi.     Barnabætur skv. 3. mgr. skerðast í jöfnu hlutfalli við tekjuskattsstofn umfram 1.141.042 kr. hjá hjónum og umfram 570.521 kr. hjá einstæðu foreldri. Með tekjuskattsstofni í þessu sambandi er átt við tekjur skv. II. kafla laga nr. 75/1981, þó ekki tekjur skv. 3. tölul. C-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, að teknu tilliti til frádráttar skv. 5. tölul. A-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr. og frádráttar skv. 31. gr laga nr. 75/1981. Skerðingarhlutfallið skal vera 5% með einu barni, 9% með tveimur börnum og 11% með þremur börnum eða fleiri.     Barnabætur vegna hvers barns á framfæri hjóna skerðast um 1,5% af því sem eignar skattsstofn hvors hjóna fer fram úr 4.174.466 kr. uns þær falla niður. Á sama hátt skerðast barnabætur vegna hvers barns á framfæri einstæðra foreldra um 3% af því sem eignarskatts stofn foreldris fer fram úr 6.262.219 kr. uns þær falla niður.     Fjárhæð barnabóta skal skerða um þær barnabætur eða hliðstæðar bætur sem framfærandi hefur fengið erlendis frá á sama tekjuári vegna barnsins.     Komi í ljós að maður hefur ranglega notið barnabóta eða að barnabætur hafa verið ákv arðaðar of hátt skal skattstjóri leiðrétta þær. Um slíka leiðréttingu gilda ákvæði 95. og 96. gr. laga nr. 75/1981, eftir því sem við getur átt.     Barnabætur skulu ákveðnar við álagningu tekjuskatts, sbr. X. kafla laga nr. 75/1981. Nánari reglur, m.a. um fyrirframgreiðslu og útborgun barnabóta, innheimtu ofgreiddra barnabóta og skuldajöfnun barnabóta á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga, þar á meðal um forgangsröð, skulu settar í reglugerð.

3. gr.

    Lög þessi öðlast strax gildi.

Greinargerð.

    Frumvarp þetta er samhljóða ákvæðum 68. gr. laga nr. 75/198, um tekjuskatt og eignar skatt. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að ákvæði tekjuskattslaganna um barnabætur verði felld brott úr þeim lögum og sett í sérlög um barnabætur þess í stað. Frumvarp þetta er flutt sem fylgifrumvarp með frumvarpi til breytinga á lögum nr. 75/1981 þar sem lagðar eru til ýmiss konar breytingar til einföldunar á skattkerfinu. Barnabætur eru hluti þess en þær til heyra frekar hinu félagslega kerfi en tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs. Um frekari athugasemdir að baki þessum breytingum vísast til greinargerðar með því frumvarpi.
    Huga þyrfti að breytingum á barnabótum ef tekinn verður upp flatur tekjuskattur án pers ónuafsláttar. Sá munur sem er á barnabótum einstæðra foreldra og hjóna helgast aðallega af því að hjón geta samnýtt 80% af ónýttum persónuafslætti hvort annars. Þannig greiðir ein stætt foreldri með 150 þús. kr. tekjur á mánuði umtalsverða skatta en hjón með sömu tekjur greiða nánast engan skatt. Vandamálið er ef til vill í hnotskurn það að börn hafa ekki sjálf stæðan persónuafslátt. Ef tekin verður upp flatur tekjuskattur og húsnæðisbætur er hugsan lega óþarfi að greiða mismunandi barnabætur eftir hjúskaparstöðu foreldra.
    Sú stefna að láta sveitarfélögin í auknum mæli sjá um þá þjónustu sem snýr að borgurun um leiðir hugann að því hvort barnabætur og jafnvel húsnæðisbætur falli ekki betur að verk sviði sveitarfélaga. Þau fengju miklu betri yfirsýn yfir félagslega stöðu einstaklinganna. Slíkur tilflutningur verður auðveldari þegar sérlög gilda um barnabætur.