Ferill 608. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1030 – 608. mál.



Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um skipan héraðsdómara, sýslumanna og forstöðumanna stofnana á vegum dómsmálaráðuneytis.

Frá Ástu B. Þorsteinsdóttur.



     1.      Hversu margir
       a.      héraðsdómarar,
       b.      sýslumenn eða
       c.      forstöðumenn stofnana á vegum dómsmálaráðuneytis
        hafa verið skipaðir í embætti frá árinu 1991 eða í tíð núverandi ráðherra?
     2.      Hversu margar konur voru meðal umsækjenda? — Óskað er eftir sundurliðun eftir embættum.
     3.      Hversu margir þeirra sem skipaðir hafa verið eru konur? — Óskað er eftir sundurliðun eftir embættum.
     4.      Hversu margar voru taldar hæfar af dómnefnd eða stöðunefnd? — Óskað er eftir sundurliðun eftir embættum.
     5.      Hversu margar eru stöður
       a.      héraðsdómara og
       b.      hæstaréttardómara
        og hversu margar konur gegna þeim? — Óskað er eftir sundurliðun eftir embættisheiti.
     6.      Hvert er kynjahlutfall þeirra sem útskrifast hafa úr lagadeild Háskóla Íslands frá 1991 til dagsins í dag? — Óskað er eftir sundurliðun fyrir hvert ár.


Skriflegt svar óskast.