Ferill 679. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1172 – 679. mál.Fyrirspurntil viðskiptaráðherra um útlánatöp hjá Landsbanka og Búnaðarbanka.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.     1.      Hve mikil voru árleg útlánatöp Landsbanka og Búnaðarbanka á sl. fimm árum?
     2.      Hvernig sundurliðast árleg útlánatöp sl. fimm ár milli einstaklinga og lögaðila hjá Landsbanka og Búnaðarbanka?
     3.      Hve há voru hæstu útlánatöp hjá þeim tíu fyrirtækjum og tíu einstaklingum sem mest var afskrifað hjá, sundurliðað eftir árum, á þessu tímabili, innbyrðis milli einstaklinga og fyrirtækja og hvors banka um sig, hvaða ábyrgðir voru fyrir þessum lánveitingum og í hvaða atvinnugreinum voru fyrirtækin sem afskrifað var hjá?


Skriflegt svar óskast.