Ferill 685. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1185 – 685. mál.Skýrslafélagsmálaráðherra um þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem haldið var á árinu 1997.

(Lögð fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)
1. INNGANGUR


    Árið 1994 á 81. Alþjóðavinnumálaþinginu var þess minnst að liðin voru 75 ár frá stofnun Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). Á þessum tímamótum var litið um öxl og metinn ár angurinn af starfi stofnunarinnar. Ljóst er að hann er umtalsverður. Alþjóðavinnumálaþingið hefur afgreitt fjölda alþjóðasamþykkta sem óumdeilanlega hafa verið fyrirmynd laga og reglna sem snerta rétt þegnanna til félagslegs öryggis, t.d. til öruggrar afkomu, vinnuumhverfis sem er skaðlaust heilsu þeirra o.s.frv. Þær hafa einnig orðið stjórnvöldum hvatning til markvissrar stefnumótunar í vinnumálum sem hefur að markmiði að fjölga störfum og draga úr atvinnuleysi.
    Á afmælinu var einnig horft til framtíðar. Forstjóri alþjóðavinnumálaskrifstofunnar í Genf, Michel Hansenne, lagði fyrir þingið skýrslu þar sem hann gerði grein fyrir hugmyndum sínum um það efni. Í henni er reynt að meta afleiðingarnar af svonefndum GATT-viðræðum um víðtækar tollalækkanir. Bent er á að á vettvangi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar hafi um ræður um þetta efni snúist um að vara við að nota ríkjandi efnahagskreppu sem ástæðu til að skerða félagslegt réttlæti í heiminum. Að hinu leytinu er vakin athygli á því að samtenging efnahagslífsins í heiminum hafi valdið nýjum vandamálum á sviði félagsmála. Ójöfnuður innan ríkja og á milli ríkja hafi aukist vegna mismunandi getu þjóða til að laga sig að og standast aukna samkeppni í heimsviðskiptum. Veruleg hætta væri á því að mörg þeirra þró unarlanda sem standa tæpast verði undir í þessari samkeppni. Á sama tíma og nánari samvinna á sér stað á sviði heimsverslunar og viðskipta hafi veikleikar alþjóðasamþykkta um félagsleg réttindi komið í ljós.
    Skýrsla forstjóra alþjóðavinnumálaskrifstofunnar til 85. Alþjóðavinnumálaþingsins var í raun framhald umræðna á 75. afmælisþinginu árið 1994 um framtíðarhlutverk ILO. Í skýrslunni að þessu sinni rekur forstjórinn þróun umræðna um þessi mál. Hann bendir á að 81. Alþjóðavinnumálaþingið hafi endað á gagnkvæmum ásökunum um félagsleg undirboð og verndarstefnu í tollamálum. Umræðan hafi hins vegar orðið málefnalegri og enginn haldi því lengur fram að þróunarríkin eigi ekki að njóta þess forskots sem felst í lágum launum og fé lagslegri vernd sem er minni en í iðnríkjunum. Í skýrslunni kemur fram að eigi að túlka þessa afstöðu í framkvæmanlegri stefnu kalli það á viðurkenningu á vissum grundvallarréttindum launafólks: félagafrelsi og samningafrelsi, banni við nauðungarvinnu, þar með talinni nauðungarvinnu barna, jafnrétti og banni við mismunun og lágmarksaldri við vinnu. Þessi grundvallarréttindi þurfi að öðlast viðurkenningu og þau beri að virða hvar sem er í heiminum. Þetta sé sérstaklega mikilvægt með tilliti til alþjóðavæðingar efnahagsmála þar sem þau séu tæki launafólks til að krefjast réttmæts hluta af þeim arði sem skapast með auknu frjálsræði í heimsviðskiptum.
    Almennar umræður um skýrslu forstjórans til 85. Alþjóðavinnumálaþingsins snerust að verulegu leyti um framangreindar skoðanir. Fjölmargir ræðumenn lýstu yfir samþykki sínu við því að samin yrðu drög að yfirlýsingu sem lögð yrði fyrir 86. Alþjóðavinnumálaþingið. Með henni verði áréttaðar skuldbindingar sem leiðir af aðild að stofnuninni. Enn fremur felist í henni yfirlýsing um virðingu fyrir nokkrum framangreindum grundvallarréttindum launafólks. Unnið hefur verið að samningu slíkrar yfirlýsingar sem að öllum líkindum verður eitt af höfuðmálum næsta Alþjóðavinnumálaþings.
    Störf 85. Alþjóðavinnumálaþingsins fóru fram með svipuðum hætti og undanfarin ár. Breytt skipulag, stytting ræðutíma og notkun tölvubúnaðar við atkvæðagreiðslur á allsherjar þinginu hafa greitt fyrir þingstörfunum. Unnt hefur verið að draga þinghaldið saman og halda það á færri dögum með tilheyrandi sparnaði fyrir stofnunina og aðildarríkin.
    Ekki er á neinn hallað þótt fullyrt sé að ein af mikilvægustu nefndum Alþjóðavinnumála þingsins sé nefnd sem fjallar um framkvæmd alþjóðasamþykkta. Sífellt fleiri mál, sem snerta skuldbindingar aðildarríkja ILO, eru tekin til umfjöllunar í nefndinni. Í henni fara fram lífleg skoðanaskipti á milli fulltrúa þeirra þriggja hópa sem eiga fulltrúa á þinginu, þ.e. fulltrúa ríkisstjórna, atvinnurekenda og launafólks. Ef dæma á eftir umræðum í nefndinni er ljóst að á því er verulegur misbrestur að aðildarríkin virði skuldbindingar sem felast í stofnskrá og alþjóðasamþykktum ILO.
    Meðal dagskrármála þingsins var umræða um endurskoðun samþykktar nr. 96 frá árinu 1949, um vinnumiðlun á vegum einkaaðila. Um var að ræða framhald á umræðu sem átti sér stað á Alþjóðavinnumálaþinginu árið 1994 um skipulag vinnumiðlunar. Á því þingi var það samhljóða niðurstaða að samþykktin frá árinu 1949 væri ekki lengur í hátt við breytta tíma og brýnt að breyta henni. Bent var á að nauðsynlegt væri að afnema bannið við miðlun einkaaðila á vinnu. Samtímis þyrfti að semja reglur sem vernduðu launafólk gegn hugsanlegri mis neytingu og tryggja réttindi þess gagnvart vinnumiðlun einkaaðila. Loks var mælt með því að það yrði á valdi sérhverrar ríkisstjórnar að ákveða hvort vinnumiðlun yrði eingöngu á vegum opinberra aðila eða ekki og hvaða reglur giltu um miðlun vinnu á vegum einkaaðila. Alþjóðavinnumálaþingið afgreiddi nýja alþjóðasamþykkt um þetta efni.
    Málefni smárra og meðalstórra fyrirtækja hafa verið til umfjöllunar í ýmsum alþjóða stofnunum. Áhugi er á að efla viðgang þessara fyrirtækja, einkum í ríkjum sem búa við mikið atvinnuleysi. Bent hefur verið á að þau séu mannaflafrek og noti staðbundnar auðlindir. Af þessu leiði að með eflingu þeirra megi skapa ný störf tiltölulega fljótt. Enn fremur sé kostur þeirra sá að þau lagi sig fljótt að breyttum aðstæðum, þau séu framsækin og komi með nýstár legar lausnir á gömlum og nýjum viðfangsefnum. Á vinnumálaþinginu var gerð sérstök samþykkt um eflingu smárra og meðalstórra fyrirtækja.
    Verktaka einstaklinga eða launaverktaka og réttarstaða þeirra sem stunda slíka starfsemi á vinnumarkaði hefur verið töluvert til umfjöllunar, einkum í vestrænum iðnríkjum. Stjórn alþjóðavinnumálaskrifstofunnar ákvað að tímabært væri að taka þetta málefni til umfjöllunar á vettvangi Alþjóðavinnumálaþingsins og var það gert á 85. þinginu. Mörg aðildarríki hafa verið vantrúuð á réttmæti þess að settar yrðu alþjóðareglur um þetta efni. Ríkisstjórnir Norð urlandanna hafa verið í þeim hópi. Bent hefur verið á að af þeim kynni að leiða nýjan hóp á vinnumarkaði sem að hluta til væri í hlutverki atvinnurekanda en hefði að öðru leyti stöðu launamanns.
    Á undanförnum árum hefur vinnuhópur á vegum stjórnarnefndar ILO farið yfir fjölda eldri alþjóðasamþykkta stofnunarinnar. Hann komst að þeirri niðurstöðu að margar samþykktanna eigi ekki lengur við og þær beri að nema úr gildi. Af þessari ástæðu samþykkti stjórnarnefndin að leggja til við Alþjóðavinnumálaþingið að bætt yrði nýrri málsgrein við 9. gr. stofnskrár innar. Samkvæmt henni getur stjórnarnefnd ILO lagt til við Alþjóðavinnumálaþingið að felldar séu úr gildi alþjóðasamþykktir sem eru úreltar eða koma ekki lengur að gagni við að ná markmiðum stofnunarinnar. 85. Alþjóðavinnumálaþingið samþykkti með miklum meiri hluta tillöguna um framangreinda breytingu á stofnskránni. Það samþykkti einnig breytingar á þingsköpum sem kveða á um meðferð tillagna um þetta efni á vinnumálaþinginu.
    Af hagkvæmnisástæðum er nokkur grein gerð fyrir starfi félagsmálaráðuneytisins við fram kvæmd félagsmálasáttmála Evrópu í viðauka við skýrsluna. Þar er greint frá athugasemdum sem sérfræðinganefnd Evrópuráðsins hefur gert við framkvæmd Íslands á skuldbindandi ákvæðum sáttmálans á árunum 1992–94.
    Með vísan til 19. gr. stofnskrár Alþjóðavinnumálastofnunarinnar er hér með lögð fyrir Alþingi skýrsla um 85. Alþjóðavinnumálaþingið og birt alþjóðasamþykkt um einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur sem þingið afgreiddi. Ekki er lagt til á þessu stigi að Ísland fullgildi samþykktina.

2. 85. ALÞJÓÐAVINNUMÁLAÞINGIÐ 1997
2.1. SKIPULAG OG ÞÁTTTAKA

    Árlegt þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), Alþjóðavinnumálaþingið, hið 85. í röðinni, var formlega sett þriðjudaginn 3. júní 1997. Samtals tóku þátt í þinginu u.þ.b. 2.025 fulltrúar ríkisstjórna, atvinnurekenda og launafólks. Alls sendu 158 af 174 aðildarríkum ILO sendinefndir til þingsins. Ráðherrar fóru fyrir sendinefndum 117 aðildarríkja.
    Ráðherra vinnu-, félags- og fjölskyldumála í Slóvakíu, Olga Keltosova, var að þessu sinni kosin forseti Alþjóðavinnumálaþingsins.
    Kosnir voru varaforsetar úr röðum þeirra þriggja hópa sem eiga fulltrúa á þinginu: Ali Khalil, ríkisstjórnarfulltrúi frá Sýrlandi, L. Sasso-Mazzufferi, fulltrúi atvinnurekenda á Ítalíu, og F. Ramirez-Leon, fulltrúi launafólks í Venesúela.
    Sendinefnd Íslands skipuðu eftirtaldir:
    Frá félagsmálaráðuneyti: Gylfi Kristinsson deildarstjóri. Frá utanríkisráðuneyti: Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands hjá alþjóðastofnunum í Genf. Varamenn þeirra voru: Haukur Ólafsson sendiráðunautur og Guðmundur B. Helgason sendiráðsritari. Fulltrúar atvinnu rekenda: Hrafnhildur Stefánsdóttir, lögfræðingur Vinnuveitendasambands Íslands. Varamað ur hennar var Jón H. Magnússon, lögfræðingur VSÍ. Fulltrúar launafólks: Ástráður Haralds son, lögfræðingur Alþýðusambands Íslands. Varamaður hans var Hervar Gunnarsson, vara forseti ASÍ.
    Á dagskrá þingsins voru eftirtalin málefni:
     1.      Skýrsla forstjóra og stjórnarnefndar.
     2.      Framkvæmd fjárhags- og framkvæmdaáætlunar.
     3.      Framkvæmd alþjóðasamþykkta og tillagna.
     4.      Endurskoðun samþykktar nr. 96, um vinnumiðlun á vegum einkaaðila.
     5.      Aðgerðir til að fjölga störfum í litlum og meðalstórum fyrirtækjum.
     6.      Verktakavinna launafólks (fyrri umræða).
     7.      Tillaga um breytingar á stofnskrá Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.
     8.      Kjörbréf.
    Fyrirkomulagið, sem tekið var upp á 79. Alþjóðavinnumálaþinginu árið 1992, var óbreytt þetta þing. Í því felst að fulltrúar þeirra þriggja hópa, sem aðild eiga að þinginu, komu saman til óformlegra funda daginn fyrir formlega setningu Alþjóðavinnumálaþingsins. Á fundunum var gengið frá tilnefningum fulltrúa til setu í þingnefndum. Samþykkt var stofnun eftirtalinna þingnefnda: fjárhagsnefndar, nefndar um framkvæmd alþjóðasamþykkta og tillagna, nefndar um verktakavinnu einstaklinga, nefndar sem fjallaði um drög að alþjóðasamþykkt um vinnu miðlun á vegum einkaaðila, nefnd um atvinnusköpun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, þingskapanefndar og nefndar um framvindu þingsins. Fulltrúar Íslands tóku þátt í nefnd um framkvæmd alþjóðasamþykkta og fjárhagsnefnd.
    Sérstakur heiðursgestir forstjóra alþjóðavinnumálaskrifstofunnar, Michel Hansenne, og Alþjóðavinnumálaþingsins voru Hussein, konungur Jórdaníu, og James Wolfensohn, forseti Alþjóðabankans.

2.2. SKÝRSLA FORSTJÓRA

    Umræðuefni á allsherjarþingi Alþjóðavinnumálaþingsins var að þessu sinni Alþjóðavinnu málastofnunin; reglur á sviði félags- og vinnumála og alþjóðavæðing efnahagslífsins. Til grundvallar almennum umræðum var árleg skýrsla forstjóra til þingsins um þetta efni. Í raun var um að ræða framhald á umræðum sem hófust árið 1994 um afleiðingar af fyrirsjáanlegri niðurstöðu í svonefndum GATT-viðræðum um víðtækar tollalækkanir. Á vettvangi Alþjóða vinnumálastofnunarinnar snerist hún öðrum þræði um að vara við að nota ríkjandi efnahagskreppu sem ástæðu til að skerða félagslegt réttlæti í heiminum. Að hinu leytinu var vakin athygli á því að samtenging efnahagslífsins í heiminum hafi valdið nýjum vandamálum á sviði félagsmála. Ójöfnuður innan ríkja og á milli ríkja hafi aukist vegna mismunandi getu þjóða til að laga sig að og standast aukna samkeppni í heimsviðskiptum. Veruleg hætta væri á því að mörg þeirra þróunarlanda sem standa tæpast verði undir í þessari samkeppni. Á sama tíma og nánari samvinna á sér stað á sviði heimsverslunar og viðskipta hafi veikleikar alþjóðasamþykkta um félagsleg réttindi komið í ljós. Kjarasamningar sem hafa verið gerðir innan landamæra eins ríkis megni ekki að tryggja sanngjarna niðurstöðu vegna þess að fjölþjóðleg fyrirtæki geta flutt starfsemi frá einu landi til annars og hafa á stundum afgerandi markaðshlutdeild. Tækifæri einstakra ríkja til að hafa efnahagsleg áhrif hafi á undanförnum árum verið verulega takmörkuð með greiðari fjármagnsflutningum á milli landa og afnámi hafta á erlenda fjárfestingu. Niðurstaða 81. Alþjóðavinnumálaþingsins var sú að fela forstjóra og stjórnarnefnd að fjalla frekar um þetta málefni.
    Í skýrslunni að þessu sinni rekur forstjórinn þróun umræða um þessi mál. Hann bendir á að á 81. Alþjóðavinnumálaþinginu hafi hún endað á gagnkvæmum ásökunum um félagsleg undir boð og verndarstefnu í tollamálum. Umræðan hafi hins vegar orðið málefnalegri og enginn haldi því lengur fram að þróunarríkin eigi ekki að njóta þess forskots sem felst í lágum launum og takmarkaðri félagslegri stöðu miðað við iðnríkin. Í skýrslunni kemur fram að eigi að túlka þessa afstöðu í framkvæmanlegri stefnu kalli það á viðurkenningu á vissum grund vallarréttindum launafólks: félagafrelsi og samningafrelsi (alþjóðasamþykktir nr. 87 og nr. 98), banni við nauðungarvinnu, þar með talinni nauðungarvinnu barna (samþykktir nr. 29 og 105), jafnrétti og banni við mismunun (samþykktir nr. 100 og nr. 111) og lágmarksaldri við vinnu (samþykkt nr. 138). Þessi grundvallarréttindi þurfi að öðlast viðurkenningu og þau beri að virða hvar sem er í heiminum. Þetta sé sérstaklega mikilvægt með tilliti til alþjóðavæðingar efnahagsmála þar sem þau séu tæki launafólks til að krefjast réttmæts hluta af þeim arði sem skapast með auknu frjálsræði í heimsviðskiptum.
    Forstjóri alþjóðavinnumálaskrifstofunnar vekur á því athygli í skýrslunni að þátttakendur í oddvitafundi um þróun félagsmála, sem haldinn var í Kaupmannahöfn í mars 1995, hafi samþykkt nauðsyn þess að stuðla að viðurkenningu grundvallarsamþykkta ILO. Alþjóða vinnumálastofnunin hafi frá þeim tíma staðið fyrir ýmsum velheppnuðum aðgerðum til að fjölga fullgildingum á þessum samþykktum. Þar við bætist opinber viðurkenning ráðherra fundar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Singapúr sem hafi lýst yfir mikilvægi þessara grund vallarréttinda og að Alþjóðavinnumálastofnunin sé réttur aðili til að fjalla um málefni sem þeim tengjast.
    Í svarræðu sinni minnti Michel Hansenne á að með skýrslu sinni til 81. Alþjóðavinnu málaþingsins 1994 hafi verið lagður grunnur að umræðum um skipulagsbreytingar og undir búning fyrir viðfangsefni á nýrri öld. Hann kvað 314 ræðumenn, þar af 117 ráðherra, hafa tjáð sig um efni skýrslunnar. Umræðan hafi þannig haldið áfram og sýnilegur árangur hafi orðið á þessu 85. Alþjóðavinnumálaþingi. Hansenne sagði þann hluta skýrslu sinnar sem fjallar um grundvallarréttindi hafa valdið mestum umræðum og vitnaði til ummæla um að það sé ekki sjálfgefið að framförum í efnahagsmálum fylgi félagslegar umbætur. Margir ræðumenn hafi verið þessarar skoðunar. Það sýni víðtækan stuðning við aðgerðir sem hafi að markmiði styrkja grundvallarréttindi, ekki eingöngu vegna þess að þau snerti réttindi launafólks heldur vegna þess að þau skapa forsendur til þess að berjast fyrir öðrum réttindum sem taka mið af tækifærum og aðstæðum hverrar þjóðar um sig.
    Fulltrúi félagsmálaráðherra Íslands hélt ræðu undir þessum dagskrárlið þingsins. Í henni var tekið undir meginniðurstöðurnar í skýrslu forstjóra alþjóðavinnumálaskrifstofunnar. Jafn framt var vitnað til skýrslu sérfræðinganefndar ILO um framkvæmd alþjóðasamþykkta til 85. Alþjóðavinnumálaþingsins. Í skýrslu sinni vara sérfræðingarnir við því að vera sviptir tækifæri til að fylgjast með framkvæmd mikilvægra alþjóðasamþykkta með vísan til nauð synjar á aukinni framleiðni og samkeppnisgetu. Þetta geti stofnað í hættu heilbrigðu vinnu umhverfi og jafnvægi á vinnumarkaði. Einnig geti afleiðingin orðið sú að sjálfsvirðing launa fólks bíði hnekki og valfrelsi þess verði takmarkað. Niðurstaðan geti orðið almennt verri aðstæður fyrir launafólk. Fulltrúi Íslands taldi ástæðu til að hafa í huga þessi varnaðarorð sérfræðinganna við lestur skýrslu forstjórans. Hann benti á að heildarniðurstaða skýrslunnar væri sú að breytingar í atvinnu- og efnahagslífi heimsins geri það nauðsynlegt að taka starfs hætti Alþjóðavinnumálastofnunarinnar til endurmats með það að markmiði að laga þá að breyttum tímum. Hins vegar bæri að leggja á það áherslu að markmið ILO, eins og það er skilgreint í stofnskrá samtakanna og Fíladelfíuyfirlýsingunni, væri í fullu gildi. Fulltrúi ríkis stjórnar Íslands kvað ástæðu til þess að lýsa yfir sérstökum stuðningi við það viðhorf að af stofnskrá og aðild að ILO leiði skuldbindingar um að virða ákveðin grundvallarréttindi launafólks, ekki eingöngu á landsvísu heldur hvar sem er í heiminum. Þessi réttindi væru tryggð í nokkrum grundvallarsamþykktum ILO. Samstaða ríkir um hvaða samþykktir hér er að ræða. ILO bæri því að leggja áherslu á að fjölga fullgildingum á þessum tilteknu sam þykktum, enda þótt áfram væri unnið að samningu samþykkta sem tækju mið af breyttum eða nýjum aðstæðum.
    Fulltrúi ríkisstjórnar Íslands gerði að umtalsefni tillögu sem sett er fram í skýrslu for stjórans um að Alþjóðavinnumálaþingið samþykki sérstaka yfirlýsingu sem feli í sér að aðildarríkin endurnýja skuldbindingar sínar sem leiðir af aðild að stofnuninni. Hann kvað hér um að ræða athyglisverða tillögu sem ástæða væri til að styðja. Slík yfirlýsing þjónar þeim tilgangi að gera ljóst hver séu grundvallarréttindi launafólks, endurtaka stuðning við þau, draga athygli samfélags þjóðanna að hlutverki ILO í að skilgreina þessi réttindi og leggja traustan grunn að athugun á leiðum til að tryggja framkvæmd þeirra hvar sem er í heiminum.
    Fulltrúi íslenskra atvinnurekenda tók þátt í almennum umræðum um skýrslu forstjórans. Í ræðu hennar var einkum gert að umtalsefni starf vinnuhópsins sem fjallar um endurskoðun alþjóðasamþykkta. Vakin var athygli á að aðildarríkin fullgildi hlutfallslega fáar samþykktir. Það sé ekki endilega nauðsynlegt að sérhvert Alþjóðavinnumálaþing afgreiði nýja alþjóða samþykkt. Efni alþjóðasamþykkta eigi að mæta raunverulegum þörfum og þær eigi að vera þannig að aðildarríkin geti fullgilt þær, þ.e. ekki of ítarlegar eða sértækar. Val á viðfangs efnum sem fjallað sé um í alþjóðasamþykktum þurfi að vera markvissara. Lýst var yfir stuðn ingi við tillögu forstjórans um afgreiðslu tillagna í stað alþjóðasamþykkta. Tillögur geti orðið fyrirmynd löggjafar og stjórnsýslureglna. Tillögur forstjóra alþjóðavinnumálaskrifstofunnar geri ráð fyrir eftirlitskerfi hliðstæðu því sem gildir um eftirlit með framkvæmd samþykkta.

2.3. UMRÆÐUR UM KJÖRBRÉF

    Í kjörbréfanefnd eiga einungis sæti þrír fulltrúar. Hún er þar með fámennasta nefnd þings ins. Á 85. Alþjóðavinnumálaþinginu áttu eftirtaldir sæti í nefndinni: Matti Salmenperä, ríkis stjórnarfulltrúi frá Finnlandi, formaður, Funes de Rioja, fulltrúi atvinnurekenda í Argentínu, og C. Grey, fulltrúi launafólks í Bandaríkjum Norður-Ameríku.
    Í skýrslu til allsherjarþingsins vakti nefndin á því athygli að í sendinefndum sjö aðildarríkja væru einungis fulltrúar ríkisstjórna (Afganistan, Bosníu og Hersegóvínu, Kongó, Mið baugs-Gíneu, Georgíu, Kirgistan og Rúanda). Í þremur sendinefndum voru fulltrúar launa fólks en ekki atvinnurekenda (Tsjad, Sao Tomé og Principe). Í tveimur voru fulltrúar atvinnu rekenda en ekki launafólks (Lesótó og Malí). Hún lagði áherslu á að aðildarríkin virtu 3. gr. stofnskrá Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og sendu fullskipaðar sendinefndir til þingsins, þ.e. með fulltrúum ríkisstjórna, atvinnurekenda og launafólks.
    Kjörbréfanefndin vakti einnig athygli á ójafnvægi á milli fjölda ráðgjafa hópanna og einnig á milli fjölda ráðgjafa atvinnurekenda og launafólks. Af þessu tilefni hvatti nefndin ríkisstjórnir til að taka tillit til ákvæða í 1. og 2. mgr. 3. gr. stofnskrárinnar við skipun sendinefnda.
    Nefndin varð sammála um að telja öll fram komin kjörbréf gild. Þegar nefndin er sammála er niðurstaða hennar afgreidd án umræðu af allsherjarþinginu.

2.4. FJÁRMÁL

    Fjallað er um fjármál Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í sérstakri þingnefnd, fjárhagsnefnd sem í eiga sæti fulltrúar ríkisstjórna aðildarríkjanna. Friðsælla hefur verið í nefndinni síðustu árin og tekist víðtæk samstaða um afgreiðslu starfs- og fjárhagsáætlunar. Bandaríkjamenn hafa einkum haldið uppi gagnrýni. Þetta þarf ekki að koma á óvart þar sem árgjald Bandaríkjanna er fjórðungur af heildarárgjöldum aðildarríkjanna. Þeim er það mikið hags munamál að útgjöldum sé stillt í hóf. Hagstætt gengi Bandaríkjadals gagnvart svissneska frankanum hefur vafalaust átt sinn þátt í því að niðurstaða fékkst sem allir gátu sætt sig við. Samanburður á milli ára skýrir þetta. Fjárhagsáætlunin fyrir árin 1996–97 var 579,5 milljónir Bandaríkjadala en tillagan fyrir árin 1998–99 hljóðaði upp á 481 milljón Bandaríkjadala. Mælt í svissneskum frönkum var um að ræða örlitla hækkun á fjárhagsáætluninni á milli ára (úr 672 milljónum svissneskra franka 1996–97 í 702 milljónir svissneskra franka 1998–99).
    Þess skal getið að hlutdeild Íslands í árgjöldunum er 0,03%. Árgjald Íslands á árinu 1998 verður samkvæmt því 101.573 svissneskir frankar.

2.5. FRAMKVÆMD SAMÞYKKTA OG TILLAGNA

    Nefnd um framkvæmd alþjóðasamþykkta er fjölmennasta nefnd Alþjóðavinnumálaþings ins. Á 85. Alþjóðavinnumálaþinginu sátu í nefndinni 237 fulltrúar með atkvæðisrétti; 117 full trúar ríkisstjórna, 32 fulltrúar atvinnurekenda og 88 fulltrúar launafólks. Auk þess sátu 161 áheyrnarfulltrúi fundi nefndarinnar. Samtals áttu 44 alþjóðasamtök áheyrnarfulltrúa í henni. Þannig sátu oft á tíðum vel á fimmta hundrað fulltrúar nefndafundi.
    Formaður var kosinn Callorda Salvo, fulltrúi ríkisstjórnar Úrúgvæ. Varaformenn voru kosnir þeir sömu og undanfarin vinnumálaþing: Alfred Wisskirchen, fulltrúi atvinnurekenda í Þýskalandi, og Willy Peirens, fulltrúi launafólks í Belgíu. Af hálfu Íslands sátu í nefndinni Gylfi Kristinsson, Ástráður Haraldsson og Hrafnhildur Stefánsdóttir.
    Umræður í nefndinni byggjast á skýrslu sérfræðinganefndar Alþjóðavinnumálastofnunar innar um framkvæmd alþjóðasamþykkta og tillagna. Skýrsla sérfræðinganna til vinnumála þingsins hefur vaxið mjög að umfangi síðustu árin. Í skýrslunni gerir sérfræðinganefndin al mennt grein fyrir framvindu mála varðandi framkvæmd samþykkta og tillagna sem hafa verið afgreiddar af Alþjóðavinnumálaþinginu. Stærsti hluti skýrslu sérfræðinganefndarinnar fjallar um framkvæmd einstakra aðildarríkja á samþykktum sem þau hafa fullgilt. Einnig er að finna upplýsingar um hvernig aðildarríkin uppfylla aðrar skuldbindingar, t.d. þá að kynna fyrir löggjafarsamkomu samþykktir Alþjóðavinnumálaþingsins og hvort alþjóðavinnumálaskrif stofunni í Genf hafa borist skýrslur um framkvæmd alþjóðasamþykkta eins og áskilið er í stofnskrá ILO.
    Störf þingnefndar um framkvæmd alþjóðasamþykkta hefst á umræðum um almennan hluta skýrslu sérfræðinganna. Yfirleitt eru fulltrúar ríkisstjórna í meiri hluta ræðumanna sem taka þátt í þessum hluta nefndarstarfsins. Margir gera að umtalsefni skoðanaskipti sem hafa átt sér stað um hlutverk annars vegar þingnefndarinnar um framkvæmd alþjóðasamþykkta og hins vegar sérfræðinganefndar ILO. Einnig var fjallað um fjölda fullgildinga, skýrslur um framkvæmd alþjóðasamþykkta og nokkur önnur atriði sem fram koma í almenna hluta skýrsl unnar. Í þessum hluta nefndarstarfsins er skipst á skoðunum um sérstaka úttekt sérfræðinga nefndarinnar á einhverri tiltekinni alþjóðasamþykkt. Að þessu sinni var það samþykkt nr. 150 og tillaga nr. 158 um stjórn vinnumála: hlutverk, starfsemi og skipulag. Að afloknum um ræðum um þessi atriði hófst athugun á framkvæmd einstakra aðildarríkja á fullgiltum alþjóðasamþykktum.
    Fulltrúi ríkisstjórnar Finnlands í nefndinni hafði að þessu sinni orð fyrir fulltrúum ríkis stjórna Norðurlanda í almennum umræðum. Hann hóf ræðu sína á því að þakka sérfræðinga nefndinni fyrir vel unna skýrslu. Hann minnti á að við umræður í stjórnarnefndinni um fjár hags- og starfsáætlun hafi hópur ríkisstjórnarfulltrúa lagt áherslu á það forgangsverkefni að fjölga fullgildingum á þeim samþykktum ILO sem fjalla um grundvallarmannréttindi. Enn fremur að eldri samþykktir verði endurskoðaðar með það að markmiði að einfalda þær og færa til nútímalegs horfs. Fulltrúinn lýsti stuðningi ríkisstjórna Norðurlandanna við þessi markmið. Hann taldi einnig mikilvægt að orðalag á nýjum samþykktum yrði sveigjanlegt þannig að ríki sem væru komin mislangt á þróunarbrautinni gætu fullgilt þær. Í ræðunni voru forstjóra alþjóðavinnumálaskrifstofunnar færðar þakkir fyrir aðgerðir til að fjölga fullgildingum. Einnig var fjallað um framkvæmd samþykktar nr. 122, um stefnu í atvinnumálum, og eftirlitskerfið með framkvæmd samþykkta. Á það var lögð áhersla að oddvitafundurinn í Kaupmannahöfn árið 1995, um þróun félagsmála, og ráðherrafundur Alþjóðaviðskipta málastofnunarinnar í Singapúr hafi áréttað að Alþjóðavinnumálastofnunin væri réttur aðili til að semja reglur um grundvallarréttindi í atvinnulífinu og gegndi því hlutverki að fylgjast með því að þær væru virtar.

Umfjöllun um framkvæmd einstakra aðildarríkja á alþjóðasamþykktum.

    Stærsti hluti starfa þingnefndar, sem fjallar um framkvæmd aðildarríkjanna á alþjóða samþykktum, fer í að ræða athugasemdir sem sérfræðinganefndin gerir við framkvæmd að ildarríkjanna á ákvæðum í stofnskrá Alþjóðavinnumálastofnunarinnar eða í samþykktum sem hafa verið afgreiddar af Alþjóðavinnumálaþinginu. Athugasemdirnar eru í árlegri skýrslu sérfræðinganefndarinnar til Alþjóðavinnumálaþingsins. Þar sem athugasemdirnar eru mun fleiri en nokkur kostur er að taka til umfjöllunar á þinginu vinnur þingnefndin eftir skrá yfir mál sem fulltrúar aðila vinnumarkaðarins koma sér saman um að tekin verði til athugunar í nefndinni. Þessi skrá hefur lengst með hverju ári. Á 85. þinginu voru tæplega 60 mál á skránni. Athugasemdirnar eru af ýmsu tagi. Vel er fylgst með því að nýjar alþjóðasamþykktir séu kynntar löggjafarsamkomum aðildarríkjanna innan tilskilins frests sem er eitt ár og í undan tekningartilvikum 18 mánuðir. Aðildarríkin eru krafin skýringa á því ef um óhóflegan drátt er að ræða á samningu skýrslna um framkvæmd fullgiltra alþjóðasamþykkta. Sérstök áhersla er lögð á skýrslur um framkvæmd alþjóðasamþykkta nr. 87, um félagafrelsi, og nr. 98, um samningafrelsi, en þær eru taldar meðal grundvallarsamþykkta ILO.
    Þótt flestar athugasemdirnar í skýrslu sérfræðinganna séu neikvæðar er þess getið sem vel er gert. Í skýrslunni er ætíð birt skrá yfir ríki sem hafa sýnt í verki að þau hafa tekið tillit til ábendinga sérfræðinganna. Að þessu sinni voru á skránni 28 aðildarríki, auk tveggja sjálfs stjórnarsvæða.

Sérstakar ábendingar.

    Ýmsum viðurlögum er beitt í þingnefndinni til að freista þess að fá aðildarríkin til að sjá að sér og bæta framkvæmd á ákvæðum alþjóðasamþykkta sem þau hafa brotið. Alþjóðavinnu málastofnunin getur ekki þvingað aðildarríkin með valdi til að fara eftir ábendingum sínum. Þess í stað er höfðað til heiðurs hlutaðeigandi og skapað viðhorf meðal annarra aðildarríkja til verknaðarins. Hörðustu viðurlögin felast í því að aðildarríkis er getið í svonefndum sérstaka hluta skýrslu nefndar um framkvæmd alþjóðasamþykkta til allsherjarþings vinnumálaþingsins. Á þinginu 1997 hlutu Íran, Marokkó og Svasíland þennan vafasama heið ur. Þennan hóp fylltu einnig eftirtalin ríki vegna viðvarandi alvarlegra brota:

Myanmar (Burma).

    Þingnefndin hefur árum saman rætt framkvæmd Myanmar á samþykkt nr. 87, um félaga frelsi. Í skýrslu sérfræðinganefndarinnar til Alþjóðavinnumálaþingsins kom fram að ríkis stjórnin hafi ekki gripið til neinna aðgerða til að tryggja að ákvæði samþykktarinnar væru virt. Þvert á móti eru réttindi stéttarfélaga í landinu fótum troðin. Fulltrúi ríkisstjórnar Noregs undirbjó ræðu í nafni ríkisstjórna Norðurlandanna um málið. Ræðan var kynnt á samráðsfundi vestrænna ríkja. Á honum óskuðu fulltrúar eftirtalinna ríkja eftir því að ræðan yrði einnig flutt í þeirra nafni: Austurríkis, Belgíu, Bretlands, Hollands, Sviss og Þýskalands. Í ræðunni var látin í ljós von um að ríkisstjórn Myanmar samþykkti að taka á móti sendinefnd frá Alþjóðavinnumálastofnuninni og sem fyrst yrði dagsett slík heimsókn. Enn fremur að ríkis stjórnin tryggði sendinefndinni nauðsynlegan aðgang að einstaklingum og félögum þannig að hún gæti gengið úr skugga um raunverulega framkvæmd samþykktarinnar.

Nígería.

    Nefnd um framkvæmd alþjóðasamþykkta fjallaði enn einu sinni um framkvæmd Nígeríu á alþjóðasamþykkt nr. 87, um félagafrelsi. Af skýrslu sérfræðinganefndar ILO er ljóst að staða mannréttindamála í landinu er mjög alvarleg. Fulltrúi ríkisstjórnar Íslands tók þátt í umræðunum og talaði í nafni ríkisstjórna Norðurlandanna og Sviss. Í ræðunni var vakin athygli á þeim mun sem er á lögum og framkvæmd í Nígeríu og ákvæðum samþykktarinnar. Ríkisstjórn Nígeríu var eindregið hvött til þess að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja að aðstæður í landinu verði í samræmi við kröfur samþykktar nr. 87, um félagafrelsi.

Súdan.

    Eitt þeirra mála sem eru fastur liður á dagskrá þingnefndarinnar um framkvæmd alþjóða samþykkta er framkvæmd Súdan á samþykkt nr. 29, um nauðungarvinnu. Fulltrúi bresku ríkis stjórnarinnar hélt ræðu um málið í nafni tíu ríkisstjórna, þar á meðal ríkisstjórnar Íslands. Í máli breska fulltrúans komu fram miklar áhyggjur yfir umfangsmiklu þrælahaldi í landinu. Skorað var á ríkisstjórn Súdan að vinda að því bráðan bug að uppræta þetta.

    Til viðbótar framangreindum málum voru athugasemdir sérfræðinganefndarinnar við fram kvæmd 21 ríkis teknar til efnislegrar umræðu í þingnefndinni. Ástæða er til að gera grein fyrir umræðum um tvö þessara mála:

Indónesía.

    Fjallað var um framkvæmd Indónesíu á samþykkt nr. 98, um samningafrelsi. Fulltrúi Ís lands flutti ræðu um málið í nafni ríkisstjórna Norðurlandanna, Bretlands og Hollands. Í henni var vitnað til skýrslu sérfræðinganefndar ILO um framkvæmd alþjóðasamþykkta. Í skýrslunni kemur fram að sérfræðinganefndin hefur áhyggjur af auknum fjölda kærumála þar sem stjórnvöld Indónesíu eru sökuð um mjög gróf brot á grundvallarreglum á vinnumarkaði, einkum þeim sem lúta að réttindum stéttarfélaga til að annast hagsmunagæslu fyrir hönd félagsmanna. Í ræðunni er tekið undir þessar áhyggjur sérfræðinganefndarinnar og skorað á ríkisstjórn Indónesíu að færa aðstæður til betra horfs. Enn fremur er vakin athygli á máli verkalýðsleiðtogans Muchtar Pakpahan og því beint til ríkisstjórnarinnar að hún virði borg araleg og stjórnmálaleg réttindi hans og ekki síst stöðu hans sem verkalýðsleiðtoga.
    Niðurstaða nefndarinnar var að lýsa yfir þungum áhyggjum yfir aðstæðum í landinu og var ríkisstjórnin hvött til að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að breyta löggjöf á þessu sviði.

Tyrkland.

    Framkvæmd ríkisstjórnar Tyrklands á samþykkt nr. 87 var tekin til umræðu. Í skýrslu sérfræðinganefndarinnar er bent á mörg dæmi þess að ákvæði samþykktarinnar hafi ekki verið virt. Þetta gildi ekki síst um löggjöf um starfsemi stéttarfélaga, gerð kjarasamninga, verkföll, verkbönn o.fl.
    Í því skyni að beita tyrknesk stjórnvöld þrýstingi var flutt ræða í nafni Norðurlandanna í þessu máli. Þar var ákvæði 52. gr. tyrknesku stjórnarskrárinnar gert að umtalsefni. Samkvæmt því eru felld úr gildi ákvæði sem bönnuðu afskipti stéttarfélaga af stjórnmálum. Í ræðunni var á það bent að enn eru í gildi fjöldamörg lagaákvæði sem banna eða takmarka ýmiss konar afskipti af stjórnmálum. Því var beint til tyrknesku ríkisstjórnarinnar að beita sér fyrir nauðsynlegum lagabreytingum þannig að ákvæði samþykktar nr. 87 yrðu að fullu virt.

Athugasemdir við framkvæmd Íslands á fullgiltum alþjóðasamþykktum.

    Ekki er fjallað um framkvæmd Íslands á alþjóðasamþykktum ILO í skýrslu sérfræðinga nefndar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar til 85. Alþjóðavinnumálaþingsins. Hins vegar kem ur fram í skýrslunni að ríkisstjórninni hafi verið sendar bréflega ábendingar og athugasemdir við framkvæmd samþykkta. Efnislega eru þessar athugasemdir eftirfarandi:

Alþjóðasamþykkt nr. 100, um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf.

    Sérfræðinganefnd ILO kveðst veita athygli niðurstöðum rannsóknar sem unnin var innan ramma framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar á sviði jafnréttismála á árunum 1993–94. Rannsóknin staðfestir niðurstöður annarra hliðstæðra rannsókna um að enn sé um að ræða umtalsverðan launamun kynjanna. Ekki virðist skipta máli hvort um sé að ræða hrein dag vinnulaun (konur eru með 78% af hreinum dagvinnulaunum karla) eða dagvinnulaun og aukagreiðslur (konur eru með 70% af launum karla) eða jafnaðarkaup (konur eru með 68% af launum karla). Niðurstöður sýna að menntun leiðir til launahækkunar bæði hjá konum og körlum en hún leiðir til meiri launahækkunar hjá körlum. Launamunur kynjanna hverfur því ekki þegar tillit er tekið til menntunar fólks. Á þessa þróun er bent í skýrslu Íslands til fjórðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (Beijing 1995) þar sem fram kemur að tímakaup greitt konum sem hlutfall af tímakaupi greiddu körlum hafi lækkað úr 88,1% árið 1980 í 83,1% árið 1993. Í mars 1994 hafi kona í þjónustu hins opinbera fengið 75% af grunnlaunum karla en einungis 65% af heildarlaunagreiðslum karlanna. Í skýrslunni eru nefndar ýmsar skýringar á þessari þróun: hlutfall kvenna í hlutastörfum, konur eru í verr launuðum störfum eða gegna lægri stöðum, enn er litið á karla sem fyrirvinnu fjölskyldunnar.
    Sérfræðinganefndin getur þess að í skýrslu Íslands komi fram að viðbrögð félagsmála ráðherra við þessum tölulegu upplýsingum hafi verið skipun nefndar sem hafi fjallað um starfsmat sem leið til að minnka kynbundinn launamun. Nefndin hafi lokið störfum í ársbyrjun 1996 og mælt með tilraunaverkefni á þessu sviði þar sem notað verði kerfi til röðunar í launaflokka í nokkrum fyrirtækjum og stofnunum á almennum og opinberum vinnumarkaði. Markmiðið væri að huga sérstaklega að svonefndum hefðbundunum karla- og kvennastörfum. Nefndin lýsir ánægju með verkefni af þessu tagi og vekur á því athygli að í 3. gr. sáttmálans er m.a. lagt til að beitt sé starfsmati sem leið til að draga úr kynbundnum launamun. Nefndin kveðst bíða með áhuga eftir niðurstöðunum af þessu verkefni.
    Í skýrslu sérfræðinganefndarinnar kemur fram að hún hafi veitt athygli upplýsingum um að niðurstöður rannsókna á kynbundnum launamun hafi valdið umræðum í íslensku samfélagi fyrir síðustu kosningar til Alþingis. Skýrsla Íslands til 4. ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna séu þessu til vitnis, svo og jafnréttisþing Jafnréttisráðs. Nefndin óskar eftir upplýsingum um þingið sem haldið var árið 1996 og hafði laun sem eitt af aðalvið fangsefnunum.

Alþjóðasamþykkt nr. 159, um starfsendurhæfingu og atvinnumál fatlaðra.


    Sérfræðinganefnd ILO kveðst gefa af áhuga gaum að upplýsingum sem veittar eru í fyrstu og annarri skýrslu ríkisstjórnarinnar, einkum að því er varðar samþykkt laga um málefni fatlaðra, nr. 59/1992. Fram kemur að hún taki einnig eftir upplýsingum í skýrslunni um að hlutfallslega fáir fatlaðir einstaklingar séu ráðnir til starfa á almennum vinnumarkaði og hátt hlutfall þeirra sé að störfum á vernduðum vinnustöðum. Hún kveðst verða ríkisstjórninni þakklát fyrir upplýsingar um aðgerðir sem gripið hefur verið til í því skyni að skapa fötluðum atvinnutækifæri á almennum vinnumarkaði í samræmi við 3. gr. samþykktarinnar. Nefndin óskar einnig eftir nánari upplýsingum um framkvæmd samþykktarinnar, til dæmis hagtölum, útdráttum úr skýrslum (sbr. skýrslu nefndar um atvinnumál fatlaðra sem starfaði á vegum félagsmálaráðuneytisins og vísað er til í skýrslu ríkisstjórnarinnar), rannsóknum og úttektum á málum sem samþykktin tekur til (til dæmis að því er varðar sérstök svið eða starfsgreinar eða hópa fatlaðra) eins og krafist er í V. hluta skýrsluformsins. Nefndin óskar eftir að fá niðurstöðu dóms Hæstaréttar sem vísað er til í fyrstu skýrslu (IV. hluta skýrsluformsins).

2.6. ENDURSKOÐUN SAMÞYKKTAR NR. 96,
UM EINKAREKNAR VINNUMIÐLUNARSKRIFSTOFUR

    Meðal dagskrármála þingsins var umræða um endurskoðun samþykktar nr. 96 frá árinu 1949, um vinnumiðlun á vegum einkaaðila. Um var að ræða framhald á umræðu sem átti sér stað á Alþjóðavinnumálaþinginu árið 1994 um skipulag vinnumiðlunar. Á því þingi var það samhljóða niðurstaða að samþykktin frá árinu 1949 væri ekki lengur í hátt við breytta tíma og brýnt að breyta henni. Bent var á að nauðsynlegt væri að afnema bannið við miðlun einkaaðila á vinnu. Samtímis þyrfti að semja reglur sem vernduðu launafólk gegn hugsanlegri mis neytingu og tryggja réttindi þess gagnvart vinnumiðlun einkaaðila. Loks var mælt með því að það yrði á valdi sérhverrar ríkisstjórnar að ákveða hvort vinnumiðlun yrði eingöngu á vegum opinberra aðila eða ekki og hvaða reglur giltu um miðlun vinnu á vegum einkaaðila.
    Um þetta málefni var fjallað í sérstakri þingnefnd sem í áttu sæti 175 þingfulltrúar, þar af voru 75 fulltrúar ríkisstjórna, 53 fulltrúar atvinnurekenda og 37 fulltrúar launafólks.
    Nefndin kaus á fyrsta fundi sínum Mauric Ramond, ríkisstjórnarfulltrúa frá Frakklandi, formann. Varaformaður var kosin Patricia O´Donovan frá Írlandi.
    Umræður í nefndinni byggðust fyrst og fremst á eftirfarandi skýrslum sem höfðu verið teknar saman af alþjóðavinnumálaskrifstofunni: Reports IV (1) og IV (2) Revision of the Fee-Charging Employment Agencies Convention (Revised), 1949 (No. 96). Í skýrslu IV (1) eru helstu vandamál brotin til mergjar og gerð grein fyrir niðurstöðum Alþjóðavinnumála þingsins árið 1994. Einnig er í skýrslunni spurningaskrá sem aðildarríkjunum er ætlað að svara. Í seinni skýrslunni er að finna svör aðildarríkjanna við spurningaskránni, drög að nýrri samþykkt og tillögu. Venjulega er fjallað um endurskoðun á alþjóðasamþykktum á tveimur þingum. Í þessu máli var því á annan veg farið og umræðu lokið á einu vinnumálaþingi.
    Starfsmaður alþjóðavinnumálaskrifstofunnar kynnti framangreindar skýrslur. Í máli hans kom fram að við samningu draga að nýrri alþjóðasamþykkt voru höfð í huga eftirtalin mark mið:
          að mæta nýjum kröfum sem skapast á virkum vinnumarkaði og skilgreina hlutverk hvers aðila um sig,
          að móta almennar reglur fyrir hvorn aðila fyrir sig, þ.e. opinberu vinnumiðlunina og einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur, og skilgreina samskiptin þeirra á milli og þjónustu sem þeim beri að veita,
          að semja almennar reglur til að vernda fólk gegn illri meðferð eða sviksamlegum starfsháttum, einkum erlent farandverkafólk,
          að setja einkareknum vinnumiðlunarskrifstofum almennar starfsreglur þannig að þjónusta þeirra verði árangursrík, og
          að tryggt verði að hlutaðeigandi stjórnvöld hafi frjálsar hendur að ákveða hvernig framangreindum markmiðum verði náð.
    Talsmaður launafólks í nefndinni vísaði til niðurstaðna Alþjóðavinnumálaþingsins árið 1994 og sagði það ekki hafa verið forgangsverkefni umbjóðenda sinna að endurskoða alþjóða samþykkt nr. 96. Af þeirra hálfu hafi það verið forsenda fyrir slíkri endurskoðun að nýjar reglur fælu í sér jafnræði á milli nauðsynjar þess að vinnumiðlunarskrifstofum á vegum einkaaðila yrðu settar starfsreglur og fólk í atvinnuleit nyti verndar gegn misneytingu af hálfu þeirra fyrrnefndu. Hún sagði það skoðun sína að þetta væri ekki nægilega vel tryggt í fyrirliggjandi drögum. Að auki væru drögin efnisrýr vegna óska um að sem flest aðildarríki gætu fullgilt samþykktina.
    Af hálfu talsmanns atvinnurekenda var lögð áhersla á að vinnumiðlunarskrifstofur á vegum einkaaðila gegndu mikilvægu hlutverki. Þess vegna væri nauðsynlegt af þremur ástæðum að endurskoða samþykkt nr. 96 frá árinu 1949. Í fyrsta lagi væri leigumiðlunum ætlað stærra hlutverk en þær hefðu samkvæmt gildandi samþykkt, í öðru lagi muni ný samþykkt taka mið af hagsmunum þeirra sem leita atvinnu með því að tryggja að vinnumiðlanir fylgi ákveðnum reglum í störfum sínum og í þriðja lagi muni ný samþykkt gefa hlutaðeigandi stjórnvöldum nægilegt svigrúm til að framkvæma framangreind markmið. Hann sagði það álit sitt að vinnu miðlunarskrifstofur á vegum einkaaðila væri fyrirbrigði sem hefði hlutverki að gegna í nútímasamfélagi. Við þeirri staðreynd yrði að bregðast á viðeigandi hátt, þ.e með endur skoðun samþykktarinnar.
    Í umræðum í nefndinni var fyrst tekist á um orðalag í drögum að samþykktinni sem tak markaði gildissviðið við fyrirtæki sem hafa vinnumiðlun, útleigu á starfskrafti og aðra þjón ustu tengda atvinnuleit sem meginviðfangsefni. Talsmenn launafólks óttuðust að orðalagið ylli því að reglur samþykktarinnar næði ekki yfir umtalsverðan fjölda fyrirtækja sem starfar á þessu sviði. Það kynni að gera samþykktina marklausa og réttarvernd launafólks yrði haldlítil. Talsmenn atvinnurekenda tóku undir þessa gagnrýni fulltrúa launafólks en byggðu hana á öðrum forsendum. Þeir héldu því fram að samþykktin yrði að taka til allra fyrirtækja á þessu sviði, að öðrum kosti væri hætta á að þau nytu ekki jafnræðis þar sem sumum en öðrum ekki yrði gert að fylgja ákveðnum reglum.
    Ástæða er til að vekja athygli á umræðum sem urðu um a- og b-lið 4. tölul. 2. gr. samþykktarinnar. Samkvæmt upphaflegri tillögu var gert ráð fyrir að aðildarríki væri heimilt að undanskilja tiltekna hópa starfsmanna eða starfsgreinar frá gildissviði 1. gr. Af hálfu fulltrúa alþjóðavinnumálaskrifstofunnar var þetta rökstutt með því að aukinn sveigjanleiki gerði fleiri aðildarríkjum kleift að fullgilda samþykktina. Hins vegar væri á sá ágalli að orða lagið gæfi kost á ólíkum túlkunum. Þannig mætti komast að þeirri niðurstöðu að aðildar ríkjunum væri heimilt að banna vinnumiðlunarskrifstofum nánar skilgreinda starfsemi með tilliti til ákveðinna hópa launafólks. Af annarri túlkun gæti leitt að aðildarríkin teldu heimilt að takmarka gildissvið samþykktarinnar þannig að reglur hennar næðu ekki til starfsemi tengdrar ákveðnum hópi launafólks eða tilteknum starfsgreinum. Fulltrúar alþjóðavinnumála skrifstofunnar lögðu á það áherslu að samkvæmt áliti þeirra heimilaði orðalagið ekki að undanþiggja vinnumiðlun og útleigu starfsmanna frá gildissviðinu. Niðurstaðan sem samstaða tókst um felur í sér að aðildarríkjunum er heimilt, eftir að hafa haft samráð við helstu samtök á vinnumarkaði, að láta ákvæði samþykktarinnar ná til, sem og undanskilja frá gildissviðinu, hópa starfsmanna og starfsgreina. Samtímis var bætt inn nýju ákvæði í 3. mgr. 2. gr. þar sem tekið er fram að tilgangur samþykktarinnar sé að heimila rekstur einkarekinna vinnumiðlunarskrifstofa og stuðla að vernd starfsmanna sem notfæra sér þjónustu þeirra innan þess ramma sem hún setur. Af þessu leiðir að starfsemi sem víkur frá ákvæðum sam þykktarinnar er ólögleg.
    Þriðja grein samþykktarinnar er mjög almennt orðuð. Samkvæmt henni skal lagaleg staða einkarekinna vinnumiðlunarskrifstofa ákveðin í samræmi við lög og venjur hvers ríkis að höfðu samráði við helstu samtök aðila vinnumarkaðarins. Í þessu sambandi má benda á að löggjöf sem einungis heimilar opinbera vinnumiðlun er ekki í samræmi við samþykktina. Í 21. gr. laga nr. 13/1997, um vinnumarkaðsaðgerðir, er fyrirtækjum, einstaklingum og félaga samtökum heimilt að annast milligöngu um ráðningar, enda sé það gert á kostnað atvinnu rekenda.
    Í sjöttu greininni er fjallað um meðhöndlun persónulegra upplýsinga um skráða atvinnu leitendur hjá einkareknum vinnumiðlunarskrifstofum. Með þessar upplýsingar skal fara sem trúnaðarmál og skulu þær takmarkast við starfshæfni og starfsreynslu hlutaðeigandi og aðrar viðeigandi upplýsingar.
    Í tillögu alþjóðavinnumálaskrifstofunnar var sú skylda lögð á aðildarríkin að skipan eða stjórnsýsla tryggði að kærur vegna starfsemi einkarekinna vinnumiðlunarskrifstofa fengju afgreiðslu. Í þingnefndinni komu fram hugmyndir um breytingar. Samstaða tókst um að bæta við ákvæði um að aðildarríki skuli hafa í lögum eða reglugerðum ákvæði með refsiákvæðum sem m.a. banni starfsemi einkarekinna vinnumiðlunarskrifstofa sem gerast sekar um sviksam lega starfshætti eða illa meðferð á farandverkafólki, sbr. 8. gr.
    Í 13. gr. er kveðið á um skyldu aðildarríkis að móta, stofna til og endurskoða reglulega aðstæður í því skyni að stuðla að samstarfi opinberrar vinnumiðlunarþjónustu og einkarekinna vinnumiðlunarskrifstofa. Hliðstætt ákvæði er að finna í 2. tölul. 2. gr. samþykktar nr. 2, um ráðstafanir gegn atvinnuleysi. Ísland fullgilti samþykktina 17. febrúar 1958.
    Samþykkt nr. 181, um einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur, er birt sem fylgiskjal I.
    Með samþykktinni afgreiddi Alþjóðavinnumálaþingið tillögu. Í henni er að finna ítarleg ákvæði sem fyrst og fremst eru leiðbeinandi um vernd atvinnuleitenda að því er varðar ráðn ingarkjör, aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað og önnur vinnuskilyrði. Enn fremur er nánar kveðið á um skipulag samstarfs á milli opinberrar vinnumiðlunar og einkarekinna vinnumiðlunarskrifstofa. Það skal tekið fram að aðildarríkin eru ekki skuldbundin af tillög unni.
    Tillaga nr. 188 er birt sem fylgiskjal II.

2.7. ATVINNUSKÖPUN Í SMÁUM OG MEÐALSTÓRUM FYRIRTÆKJUM

    Eðli málsins samkvæmt lætur Alþjóðavinnumálastofnunin sig miklu skipta atvinnuleysi og atvinnusköpun. Á 85. Alþjóðavinnumálaþinginu var það atvinnusköpun í smáum og meðal stórum fyrirtækjum sem var á dagskrá. Um þetta málefni var fjallað í þingnefnd sem í áttu sæti 219 fulltrúar, 84 ríkisstjórnarfulltrúar, 69 atvinnurekendafulltrúar og 68 fulltrúar launafólks.
    Nefndin kaus Danuta Mozdenka-Mrozek, fulltrúa ríkisstjórnar Póllands, formann nefnd arinnar. Varaformenn voru kosnir A. Jeetun, fulltrúi atvinnurekenda á Máritíus, og C. A. Appiah Agyei, fulltrúi launafólks í Gana. Ritari nefndarinnar var valinn J. Ott, fulltrúi ríkis stjórnar Hollands.
    Viðfangsefni nefndarinnar fólst í að fara yfir skýrslu sem alþjóðavinnumálaskrifstofan hafði tekið saman og ber heitið : General conditions to stimulate job creation in small and medium-sized enterprises. Nefndinni var einkum falið að fjalla um niðurstöður skýrslnanna sem hafa að geyma tillögur sem samdar voru á grundvelli upplýsinga sem aflað hafði verið frá aðildarríkjunum. Samtök atvinnurekenda og launafólks höfðu tekið þátt í samningu til lagnanna. Markmiðið var að Alþjóðavinnumálaþingið afgreiddi leiðbeiningarreglur, væntan lega tillögu, fyrir aðildarríkin um leiðir til að styrkja stöðu smárra og meðalstórra fyrirtækja og þar með skapa fleiri störf. Gert er ráð fyrir lokaafgreiðslu á 86. Alþjóðavinnumálaþinginu. Nefndin hélt samtals 16 fundi á þingtímanum. Á fyrstu fundunum fór fram almenn umræða um þýðingu smárra og meðalstórra fyrirtækja að því er varðar atvinnusköpun. Því næst var fjallað um tillögur í skýrslu alþjóðavinnumálaskrifstofunnar og gerðar á þeim breytingar í samræmi við afstöðu þingnefndarinnar.
    Í almennu umræðunum kom m.a. fram að alþjóðavinnumálaskrifstofan hefur á síðustu árum lagt áherslu á áætlun sem skapar aðstæður sem stuðla að vexti og viðgangi smárra og meðalstórra fyrirtækja. Til dæmis hefur stofnunin staðið fyrir fræðslu á þessu sviði undir yfirskriftinni: Stofnun fyrirtækja og: Bættu reksturinn!
    Talsmaður fulltrúa launafólks gerði einkum að umtalsefni vinnuskilyrði starfsmanna í þessum flokki fyrirtækja. Reglur um það efni yrðu að vera hluti af heildarstefnu um eflingu smárra og meðalstórra fyrirtækja.
    Í máli fulltrúi atvinnurekenda kom fram að vaxandi áhugi væri fyrir þessari stærð fyrir tækja, einkum í ríkjum sem búa við mikið atvinnuleysi. Hann sagði að smá og meðalstór fyrirtæki væri að finna í öllum greinum atvinnulífsins, þau væru mannaflafrek og notuðu staðbundnar auðlindir. Af þessu leiði að með eflingu þeirra megi skapa ný störf tiltölulega fljótt. Enn fremur sé kostur þeirra sá að þau lagi sig fljótt að breyttum aðstæðum, séu framsækin og komi með nýstárlegar lausnir á aðsteðjandi vandamálum. Hann lagði áherslu á að þessum fyrirtækjum yrði ekki íþyngt með ýmsum aðgerðum sem hindruðu vöxt þeirra. Í þessu sambandi kvað fulltrúi atvinnurekanda það mikilvægt að almennt viðhorf til reksturs fyrir tækja óháð stærð þeirra væri vinsamlegt. Það væri forsenda þess að störfum yrði fjölgað, ekki síst í smáum og meðalstórum fyrirtækjum.
    Meðal fulltrúa ríkisstjórna ríkti einhugur um mikilvægi smárra og meðalstórra fyrirtækja, að því er varðar fjölgun starfa. Fjölmargir ræðumenn lýstu þessu með dæmum frá heimahög um. Margir lögðu áherslu á gildi stöðugleika í efnahagsmálum fyrir rekstur allra fyrirtækja, jafnt smárra sem stórra.
    Niðurstaða nefndarinnar var að leggja til að næsta Alþjóðavinnumálaþing afgreiddi tillögu um aðgerðir til að efla smá og meðalstór fyrirtæki. Í niðurstöðunum er að finna ábendingar um helstu þætti tillögunnar en þeir verða til frekari umræðu á næsta þingi.

2.8. VERKTAKA EINSTAKLINGA — LAUNAVERKTAKA

    Eitt vandasamasta verkefni 85. Alþjóðavinnumálaþingsins var umfjöllun um drög að al þjóðasamþykkt og tillögu um verktöku einstaklinga eða launaverktöku (contract labour). Um málefnið var fjallað í þingnefnd. Formaður hennar var kosin L. Mishra, ríkisstjórnarfulltrúi frá Indlandi, varaformenn B. Noakes, fulltrúi atvinnurekenda í Ástralíu, og J. C. Parrot, fulltrúi launafólks í Kanada.
    Á síðustu árum hefur töluvert verið um þetta málefni fjallað, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Nefna má bókun sem gerð var við kjarasamning Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands 1. febrúar 1990. Í henni segir m.a. að það hafi færst í vöxt að samskipti launamanna og atvinnurekenda hafi verið færð í búning verktakastarfsemi þar sem launamaður hafi verið talinn undirverktaki vinnuveitenda. Af þessu hafi risið mörg deilumál vegna óljósra reglna um réttarstöðu aðila, ábyrgð þeirra í milli og gagnvart þriðja aðila, auk þess sem grunsemdir hafi vaknað um undirboð. Í bókuninni er bent á að þessi skipan dragi úr gildi félagslegra réttinda samkvæmt kjarasamningum og lögum, henni fylgi vanhöld á greiðslu á gjöldum og sköttum og hún veiki samkeppnisstöðu raunverulegra atvinnurekenda. Segja má að bókun ASÍ og VSÍ lýsi í hnotskurn viðfangsefni þingnefndar Alþjóða vinnumálaþingsins sem fjallaði um verktöku einstaklinga.
    Í þingnefndinni lágu frammi skýrslur Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um stöðu málefnis ins í aðildarríkjunum. Í þeim var gerð grein fyrir svörum við spurningaskrá sem Alþjóðavinnu málastofnunin hafði sent aðildarríkjunum og drög að samþykkt og tillögu um verktöku einstaklinga.
    Þess má geta að ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa verið vantrúaðar á réttmæti þess að settar yrðu alþjóðareglur um verktöku einstaklinga. Af þeim leiddi nýjan hóp á vinnumarkaði sem að hluta til væri í hlutverki atvinnurekanda en að öðru leyti hefði stöðu launamanns. Ráðast yrði í breytingar á fjölmörgum lögum og reglum til að mæta þörfum þessa nýja hóps fyrir vernd á vinnumarkaði, m.a. breytingar á vinnuverndarlögum og lögum um atvinnu- og slysabætur. Skynsamlegra væri að stefna að alþjóðareglum sem skilgreindu annars vegar atvinnurekanda og einyrkja og hins vegar hverjir væru launamenn. Drög Alþjóðavinnumála stofnunarinnar gætu valdið auknum útgjöldum hins opinbera vegna ýmiss konar tryggingar bóta og kölluðu á breytingar á lögum um eignarskatt og tekjuskatt.
    Þótt ríkisstjórnir Norðurlanda hefðu ákveðinn fyrirvara um ágæti þess að settar yrðu al þjóðareglur um verktöku einstaklinga lýsti meiri hluti annarra ríkisstjórna sem á annað borð tjáði sig stuðningi við það að Alþjóðavinnumálastofnunin beitti sér í þessu máli. Fjölmargir bentu þó á að leysa yrði ýmis vandamál sem einkum lúta að orðskýringum og skilgreiningum.
    Almennar umræður í þingnefndinni hófust á kynningu á tillögum alþjóðavinnumála skrifstofunnar. Lögð var áhersla á að draga fram ýmis lögfræðileg álitaefni og vekja athygli á ýmsum erfiðleikum í framkvæmd á reglum um verktöku einstaklinga, einkum gagnkvæmum samskiptum atvinnurekanda og einstaklings, en einnig þeirri stöðu sem upp getur komið sé um undirverktöku að ræða. Fulltrúi alþjóðavinnumálaskrifstofunnar taldi að höfuðviðfangsefni nefndarinnar væri að ræða samningsbundna stöðu einstaklingsverktaka og ákveða að hve miklu leyti réttarreglur vinnumarkaðarins skuli gilda um þennan hóp.
    Varaformaður nefndarinnar og talsmaður atvinnurekenda lýsti því yfir við almennu um ræðurnar að umbjóðendur hans væru andvígir því að Alþjóðavinnumálastofnunin setti reglur um þetta efni. Með hliðsjón af tiltækum skýrslum og upplýsingum væri vandséð að árangurinn gæti orðið ásættanlegur. Atvinnurekendur mundu ekki setja sig á móti því að einstaklingar sem litið væri á sem atvinnurekendur á grundvelli hlutlægra reglna nytu virkrar verndar. Að mati atvinnurekenda væri ljóst að fyrirliggjandi drög alþjóðavinnumálaskrifstofunnar mundu ekki leiða til þeirrar niðurstöðu.
    Talsmaður fulltrúa launafólks setti fram nokkuð önnur sjónarmið. Hann lagði áherslu á nauðsyn þess að settar yrðu reglur á þessu sviði. Hann vísaði til skýrslna ILO en í þeim væri lýst vandamálum sem koma upp þegar störf eru endurskipulögð með verktöku einstaklinga í huga. Bein verktaka einstaklinga eða undirverktaka þeirra væri vaxandi vandamál sem nauð synlegt væri að bregðast við.
    Talsmenn ríkisstjórna, þar á meðal fulltrúar ríkisstjórna Norðurlanda, vöktu á því athygli að tillögur alþjóðavinnumálaskrifstofunnar virtust leiða til þess að fram kæmu nýir aðilar á vinnumarkaðinn sem ekki hefði stöðu atvinnurekenda en yrðu launamenn með skert félagsleg réttindi. Fulltrúi ILO mótmælti þessari túlkun og kvað tillögurnar ekki miða að myndun slíks „þriðja hóps“.
    Eftir þessi skoðanaskipti virtist ríkja um það samstaða í nefndinni að ekki væri æskilegt að nýr hópur einyrkja skapaðist á vinnumarkaðinum sem hefði óljósa réttarstöðu sem skapaðist af blöndu af reglum sem fram að þessu giltu annaðhvort um atvinnurekendur eða launamenn.
    Í samræmi við sjónarmið alþjóðavinnumálaskrifstofunnar, fulltrúa launafólks og nokkurra fulltrúa ríkisstjórna var ákveðið að þingnefndin mundi í störfum sínum stefna að afgreiðslu alþjóðasamþykktar og tillögu um verktöku einstaklinga. Fulltrúar atvinnurekenda voru þessu mjög andvígir og bentu máli sínu til stuðnings á fjölmörg vandamál að því er varðar orð skýringar sem gerðu framkvæmd slíkrar samþykktar erfiða ef ekki útilokaða. Þeir töldu að það væri ekki enn tímabært að setja alþjóðasamþykkt um þetta málefni. Atvinnurekendur bentu einnig á að gildi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar fælist ekki í fjölda alþjóðasamþykkta heldur í því hversu almennrar viðurkenningar þær nytu. Í því sambandi skiptu mestu full gildingar aðildarríkjanna og hvernig þau stæðu að framkvæmd samþykktanna.
    Eftir þessa niðurstöðu tók nefndin til umfjöllunar drög að væntanlegri alþjóðasamþykkt. Stærsti hluti af tíma nefndarstarfsins fór í að ræða orðið „verktakavinna“. Mörgum ræðu manna fannst snúið að fjalla um réttindi hóps sem var lítið sem ekkert skilgreindur. Talsmaður aðildarríkja Evrópusambandsins kom fram með tillögu sem virtist opna leið úr vandanum og var samþykkt. Samkvæmt henni skal sambandið á milli einstaklingsverktaka og þess sem nýtur þjónustu hans byggjast á því að annar aðilinn er greinilega háður hinum á hliðstæðan hátt og um væri að ræða hefðbundin tengsl á milli atvinnurekanda og launamanns. Ein staklingsverktakinn getur haft samning beint við verkkaupa eða verið samningsbundinn þriðja aðila. Í þeim tilvikum sem um er að ræða beinan samning við verkkaupa er einstak lingsverktakinn persónulega ábyrgur fyrir að inna af hendi umsamda þjónustu. Það var einkum hlutur þriðja aðilans sem skapaði umræður í nefndinni og er ljóst að sá þáttur mun valda umtalsverðum erfiðleikum í mörgum aðildarríkjum. Ekki bætti heldur úr skák að upp komu vandamál tengd mismunandi orðnotkun í enskumælandi löndum og ríkjum þar sem töluð eru tungumál sem eiga rætur að rekja til latínu.
    Fyrirliggjandi drög að alþjóðasamþykkt snúast fyrst og fremst um að einstaklingsverktaki skuli njóta verndar á grundvelli reglna um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum. Enn fremur ber að tryggja að í gildi séu réttarreglur sem geri einstaklingsverktaka kleift að fá greiðslu fyrir vinnu sína, að hann njóti almannatrygginga og slysatrygginga.
    Ljóst er að mjög mörg álitamál bíða úrlausnar og er við því að búast að seinni umræða um viðfangsefnið sem er á dagskrá 86. Alþjóðavinnumálaþingsins árið 1998 verði lífleg.

2.9. BREYTING Á STOFNSKRÁ ALÞJÓÐAVINNUMÁLASTOFNUNARINNAR


    Á Alþjóðavinnumálaþinginu var kosin nefnd til að fjalla um tillögur stjórnarnefndar alþjóðavinnumálaskrifstofunnar um breytingar á stofnskrá ILO. Nefndinni var einnig falið að fjalla um nauðsynlegar breytingar á þingsköpum vinnumálaþingsins sem leiðir af breytingum á stofnskránni.
    Formaður nefndarinnar var kosinn fulltrúi ríkisstjórnar Namibíu, Bro-Matthew Shingu adja. Varaformenn voru valdir Daniel Funes de Rioja, fulltrúi atvinnurekenda í Argentínu, og Khursid Ahmed, fulltrúi launafólks í Pakistan.
    Rökin fyrir breytingum á stofnskránni felast í ósveigjanlegum reglum sem gera það nær ókleift að nema úr gildi úreltar alþjóðasamþykktir. Á undanförnum árum hefur vinnuhópur á vegum stjórnarnefndar ILO farið yfir fjölda eldri alþjóðasamþykkta stofnunarinnar. Hann komst að þeirri niðurstöðu að margar samþykktanna eigi ekki lengur við og þær beri að nema úr gildi. Af þessari ástæðu samþykkti stjórnarnefndin að leggja til við Alþjóðavinnumála þingið að bætt yrði nýrri málsgrein við 9. gr. stofnskrárinnar. Samkvæmt henni getur stjórnar nefnd ILO lagt til við Alþjóðavinnumálaþingið að felldar séu úr gildi alþjóðasamþykktir sem eru úreltar eða koma ekki lengur að gagni við að ná markmiðum stofnunarinnar. Tillaga um þetta efni þarf að njóta stuðnings 2/ 3 hluta greiddra atkvæða þingfulltrúa til að ná fram að ganga. 85. Alþjóðavinnumálaþingið samþykkti með miklum meiri hluta tillöguna um framan greinda breytingu á stofnskránni. Það samþykkti einnig breytingar á þingsköpum sem kveða á um meðferð tillagna um þetta efni á vinnumálaþinginu.
    Þess skal getið að samráðsnefnd félagsmálaráðuneytisins og helstu samtaka á vinnumark aði (ASÍ og VSÍ) um samskipti Íslands við Alþjóðavinnumálastofnunina fjallaði um þetta málefni á fundi sínum 12. nóvember sl. Nefndin samþykkti að mæla með því við félagsmála ráðherra að breytingin á stofnskrá ILO verði sem fyrst fullgilt af hálfu Íslands.
    Í framhaldi af samþykkt samráðsnefndarinnar lagði félagsmálaráðherra til við utanríkis ráðuneytið 26. nóvember 1997 að breytingin verði fullgilt af hálfu Íslands og að það ráðuneyti annist þá framkvæmd með lögformlegum hætti.
    Gerð um breytingu á stofnskrá Alþjóðavinnumálastofnunarinnar er birt sem fylgiskjal III.

2.10. ÖNNUR MÁLEFNI
Samstarf við fulltrúa annarra ríkja.

    Alþjóðavinnumálaþingið er meðal umfangsmeiri alþjóðaþinga sem haldin eru. Í þessari skýrslu kemur fram að þingstörfum er fram haldið samtímis á allsherjarþingi og í fjölmörgum þingnefndum. Ljóst er að það er borin von fyrir litla sendinefnd eins og þá íslensku að fylgjast með öllu sem fram fer. Þess vegna skiptir samstarf við aðra miklu máli. Þar vega þyngst vikulegir samráðsfundir fulltrúa ríkisstjórna Norðurlandanna. Á þeim fer fram kynning á stöðu málefna í einstökum nefndum og lagt er á ráðin um sameiginlegt ræðuhald Norður landanna á allsherjarþinginu og í nefndum.
    Annað atriði, sem er til þess fallið er létta sendinefndinni þingstörfin, er samráðsfundir fulltrúa vestrænna iðnríkja (IMC). Þessir fundir eru haldnir daglega og á þeim er farið yfir þau málefni sem eru efst á baugi hverju sinni. Með þátttöku í þessum fundum má fá gott yfirlit yfir það sem er að gerast á þessu fjölmenna alþjóðaþingi. Fundirnir eru einnig góður vettvangur til að kynna tillögur sem fulltrúar einstakra ríkja ráðgera að flytja í þingnefndum. Á þeim er einnig fjallað um mál sem eru til umfjöllunar í nefnd um framkvæmd alþjóðasamþykkta, einkum ef þau snerta ríki sem eiga aðild að hópnum. Loks eru oft og tíðum tekin til umfjöllunar drög að ræðum sem fulltrúar einstakra ríkja hyggjast flytja, annaðhvort í eigin nafni eða fyrir hönd fleiri ríkja eða hópsins í heild.


Fylgiskjal I.

Samþykkt nr. 181, um einkareknar
vinnumiðlunarskrifstofur.

    Allsherjarþing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, sem kom saman til 85. þingsetu sinnar í Genf 3. júní 1997 eftir kvaðningu stjórnarnefndar alþjóðavinnumálaskrifstofunnar,
    tekur tillit til endurskoðaðrar Samþykktar um vinnumiðlunarskrifstofur sem taka laun fyrir störf sín, frá 1949, og
    gerir sér grein fyrir mikilvægi sveigjanleika á vinnumörkuðum, og
    minnist þess að Alþjóðavinnumálaþingið var þeirrar skoðunar í 81. þingsetu sinni, 1994, að þingið skyldi gera breytingar á endurskoðaðri Samþykkt um vinnumiðlunarskrifstofur sem taka laun fyrir störf sín, frá 1949, og
    tekur tillit til þess að einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur starfa við allt aðrar aðstæður en þær sem voru ríkjandi þegar framangreind Samþykkt var gerð, og
    viðurkennir það hlutverk sem einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur kunna að hafa með höndum á virkum vinnumarkaði, og
    minnist þess að nauðsynlegt er að vernda starfsmenn fyrir misneytingu, og
    viðurkennir þörfina fyrir að tryggja rétt til félagafrelsis og stuðla að gerð almennra kjarasamninga og þjóðfélagslegri umræðu sem nauðsynlegra þátta í virku samskiptakerfi aðila vinnumarkaðarins, og
    tekur tillit til ákvæða Samþykktar um vinnumiðlunarþjónustu frá 1948, og
    minnist ákvæða Samþykktar um nauðungarvinnu frá 1930, Samþykktar um félagafrelsi og verndun þess frá 1948, Samþykktar um beitingu grundvallarreglnanna um réttinn til að stofna félög og semja sameiginlega frá 1949, Samþykktar um mismunun (við ráðningu og störf) frá 1958, Samþykktar um stefnu í atvinnumálum frá 1964, Samþykktar um lágmarksaldur við vinnu frá 1973, Samþykktar um atvinnuuppbyggingu og vernd gegn atvinnuleysi frá 1988, og ákvæða endurskoðaðrar Samþykktar um farandverkafólk um ráðningu og vinnumiðlun frá 1949 og viðbótarákvæða Samþykktar um farandverkamenn frá 1975, og
    hefur samþykkt tilteknar ábendingar um endurskoðun endurskoðaðrar Samþykktar um vinnumiðlunarskrifstofur sem taka laun fyrir störf sín, frá 1949, sem er fjórða mál á dagskrá þessa þings, og
    þar eð þingið hefur ákveðið að þessar ábendingar skuli gerðar í formi alþjóðasamþykktar,
    gerir þingið í dag, 19. júní 1997, svohljóðandi samþykkt sem nefna má Samþykkt um einka reknar vinnumiðlunarskrifstofur frá 1997:


1. gr.

    1. Í samþykkt þessari merkir hugtakið „einkarekin vinnumiðlunarskrifstofa“ sérhvern einstakling eða lögpersónu sem er óháð opinberum stjórnvöldum og veitir einn eða fleiri þætti eftirgreindrar þjónustu á vinnumarkaði:
    a. þjónustu varðandi samanburð tilboða og umsókna um atvinnu án þess að eiga aðild að þeim atvinnutengslum sem af því kunna að leiða;
    b. þjónustu sem er fólgin í því að ráða starfsmenn til vinnu í því skyni að þeir séu til reiðu fyrir þriðja aðila, sem kann að vera einstaklingur eða lögpersóna (hér eftir nefnt „fyrirtæki sem þjónustu nýtur“) sem felur þeim störf og hefur eftirlit með framkvæmd slíkra starfa;
    c. aðra þjónustu í tengslum við atvinnuleit samkvæmt fyrirmælum hlutaðeigandi stjórn valds í samráði við helstu samtök aðila vinnumarkaðarins, svo sem upplýsingagjöf sem er ekki fólgin í því að samhæfa tiltekin tilboð og umsóknir um vinnu.
    2. Í samþykkt þessari merkir hugtakið „starfsmenn“ einnig þá sem eru að leita sér að vinnu.
    3. Í samþykkt þessari merkir hugtakið „meðhöndlun persónulegra upplýsinga um starfs menn“ öflun, varðveislu, dreifingu og hvers konar aðra notkun upplýsinga um tiltekinn starfs mann.

2. gr.

    1. Samþykkt þessi á við um allar einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur.
    2. Samþykkt þessi á við um alla flokka starfsmanna og allar atvinnugreinar. Hún á ekki við um ráðningu skipverja og vinnumiðlun þeim til handa.
    3. Einn tilgangur samþykktar þessarar er að heimila rekstur einkarekinna vinnumiðlunar skrifstofa og stuðla að vernd starfsmanna sem notfæra sér þjónustu þeirra innan ramma ákvæða hennar.
    4. Að höfðu samráði við helstu samtök aðila vinnumarkaðarins er aðildarríki heimilt:
    a. að banna við sérstakar aðstæður einkareknum vinnumiðlunarskrifstofum að starfa í þágu tiltekinna hópa starfsmanna eða innan tiltekinna starfsgreina varðandi veitingu eins eða fleiri þátta þeirrar þjónustu sem tilgreind er í 1. mgr. 1. gr.;
    b. að undanþiggja við sérstakar aðstæður starfsmenn í tilteknum starfsgreinum eða hluta tiltekinna starfsgreina gildissviði samþykktar þessarar eða tilteknum ákvæðum hennar, svo fremi hlutaðeigandi starfsmönnum sé tryggð viðunandi vernd með öðrum hætti.
    5. Aðildarríki, sem staðfestir samþykkt þessa, skal tilgreina í skýrslum sínum samkvæmt 22. gr. stofnskrár Alþjóðavinnumálastofnunarinnar hvers konar bann eða undanþágur sem það nýtir sér samkvæmt 4. mgr. og tilgreina ástæður fyrir því.

3. gr.

    1. Lagaleg staða einkarekinna vinnumiðlunarskrifstofa skal ákveðin í samræmi við lög og venjur hvers ríkis að höfðu samráði við helstu samtök aðila vinnumarkaðarins.
    2. Aðildarríki skal ákveða þær aðstæður sem ríkja um rekstur einkarekinna vinnumiðlunar skrifstofa samkvæmt kerfi um heimildir eða löggildingu, nema um slíkt gildi aðrar reglur eða slíkt sé ákveðið í viðeigandi lögum og samkvæmt venju.

4. gr.

    Gera skal ráðstafanir til að tryggja að þeim starfsmönnum sem vinnumiðlunarskrifstofur, sem veita þá þjónustu sem tilgreind er í 1. gr., ráða til starfa sé ekki meinað um rétt til félagafrelsis og rétt til að gera almenna kjarasamninga.

5. gr.

    1. Í því skyni a stuðla að jöfnum tækifærum og meðferð varðandi aðgang að vinnu og tilteknum starfsgreinum ber aðildarríki að tryggja að einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur mismuni ekki starfsmönnum á grundvelli kynþáttar, litarháttar, kynferðis, trúarskoðana, stjórnmálaskoðana, þjóðernis, þjóðfélagsstéttar eða með öðrum hætti sem lög hvers aðildar ríkis eða venjur ná til, svo sem vegna aldurs eða fötlunar.
    2. 1. mgr. þessarar greinar má ekki framkvæma með þeim hætti að það komi í veg fyrir að einkareknum vinnumiðlunarskrifstofum sé kleift að veita sérhæfða þjónustu eða móta sérhannaðar áætlanir í því skyni að aðstoða þá sem helst standa höllum fæti í atvinnuleit.

6. gr.

    Meðhöndlun persónulegra upplýsinga um starfsmenn á vegum einkarekinna vinnumiðl unarskrifstofa skal:
    a. vera með þeim hætti að vernda slíkar upplýsingar og fara með þær sem trúnaðarmál samkvæmt lögum og venjum hvers ríkis;
    b. takmörkuð við starfshæfni og starfsreynslu starfsmanna og aðrar viðeigandi upplýsingar.

7. gr.

    1. Einkareknum vinnumiðlunarskrifstofum er ekki heimilt að krefja starfsmenn um þóknun eða kostnað að öllu eða nokkru leyti, hvorki beint né óbeint.
    2. Að höfðu samráði við helstu samtök aðila vinnumarkaðarins er hlutaðeigandi stjórnvaldi heimilt, í þágu viðkomandi starfsmanna, að veita undanþágur frá ákvæðum 1. mgr. hér að framan varðandi tiltekna flokka starfsmanna, svo og hvað varðar tiltekna þjónustu sem einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur veita.
    3. Aðildarríki, sem hefur heimilað undanþágur samkvæmt 2. mgr. hér að framan, skal í skýrslum sínum samkvæmt 22. gr. stofnskrár Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, gefa upp lýsingar um slíkar undanþágur og tilgreina ástæður fyrir þeim.

8. gr.

    1. Að höfðu samráði við helstu samtök aðila vinnumarkaðarins skal aðildarríki gera allar nauðsynlegar og viðeigandi ráðstafanir, bæði innan lögsagnarumdæmis síns og, þar sem það á við, í samvinnu við önnur aðildarríki, til að veita farandverkafólki viðeigandi vernd og koma í veg fyrir misneytingu þess farandverkafólks sem einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur hafa ráðið til starfa eða útvegað störf innan lögsagnarumdæmis þess. Þetta skal m.a. gert með lögum eða reglugerðum með refsiákvæðum, m.a. banni á starfsemi einkarekinna vinnu miðlunarskrifstofa sem gerast sekar um sviksamlega starfshætti og illa meðferð á farandverkafólki.
    2. Nú eru starfsmenn ráðnir í einu ríki til starfa í öðru ríki og skulu viðkomandi ríki þá íhuga gerð tvíhliða samninga til að koma í veg fyrir illa meðferð og sviksamlega starfshætti við ráðningu, vinnumiðlun og störf.

9. gr.

    Aðildarríki ber að gera ráðstafanir til að tryggja að einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur hvorki noti né útvegi börn til starfa.

10. gr.

    Hlutaðeigandi stjórnvald skal tryggja að fyrir hendi séu viðeigandi aðstæður og aðferðir með þátttöku helstu samtaka aðila vinnumarkaðarins, eftir því sem við verður komið, til að kanna kvartanir, meinta misneytingu og sviksamlegar starfsaðferðir af hálfu einkarekinna vinnumiðlunarskrifstofa.

11. gr.

    Aðildarríki er skylt, samkvæmt landslögum og venjum, að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja viðeigandi vernd starfsmanna sem einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur ráða til vinnu, svo sem lýst er í b-lið 1. mgr. 1. gr. hér að framan, hvað varðar:
    a. félagafrelsi;
    b. gerð almennra kjarasamninga;
    c. lágmarkslaun;
    d. vinnutíma og aðrar vinnuaðstæður;
    e. lögbundnar almannatryggingabætur;
    f. aðgang að þjálfun;
    g. öryggi og heilbrigði við störf;
    h. bætur vegna vinnuslyss eða atvinnusjúkdóma;
    i. bætur vegna gjaldþrots og vernd krafna starfsmanna;
    j. mæðravernd og fæðingarstyrk, svo og foreldravernd og foreldrastyrk.

12. gr.

    Aðildarríki ber að ákveða og úthluta, samkvæmt landslögum og venjum, hinum ýmsu hlutverkum einkarekinna vinnumiðlunarskrifstofa, sem veita þá þjónustu sem tilgreind er í b-lið 1. mgr. 1. gr., og fyrirtækja sem þjónustu njóta varðandi:
    a. gerð almennra kjarasamninga;
    b. lágmarkslaun;
    c. vinnutíma og aðrar vinnuaðstæður;
    d. lögbundnar almannatryggingabætur;
    e. aðgang að þjálfun;
    f. öryggi og heilbrigði við störf;
    g. bætur vegna vinnuslyss eða atvinnusjúkdóma;
    h. bætur vegna gjaldþrots og vernd krafna starfsmanna;
    i. mæðravernd og fæðingarstyrk, svo og foreldravernd og foreldrastyrk.


    13. gr.

    1. Aðildarríki er skylt, samkvæmt landslögum og venjum og að höfðu samráði við helstu samtök aðila vinnumarkaðarins, að móta, stofna til og endurskoða reglulega aðstæður í því skyni að stuðla að samstarfi opinberrar vinnumiðlunarþjónustu og einkarekinna vinnumiðl unarskrifstofa.
    2. Þær aðstæður sem tilgreindar eru í 1. mgr. skulu byggjast á þeirri meginreglu að hið opinbera hafi endanlegt úrskurðarvald varðandi:
    a. mótun vinnumarkaðsstefnu;
    b. nýtingu og ráðstöfun opinbers fjár sem ætlað er til framkvæmdar slíkrar stefnu.
    3. Einkareknum vinnumiðlunarskrifstofum er skylt, með þeim fresti sem hlutaðeigandi stjórnvald ákveður, að veita slíku stjórnvaldi þær upplýsingar sem það óskar eftir, að teknu tilliti til þess að slíkar upplýsingar kunna að vera trúnaðarmál:
    a. til þess að gera hlutaðeigandi stjórnvaldi kleift að fylgjast með uppbyggingu og starfsemi einkarekinna vinnumiðlunarskrifstofa í samræmi við aðstæður og venjur í hverju landi;
    b. í því skyni að taka saman staðtölur.
    4. Hlutaðeigandi stjórnvaldi er skylt að taka saman slíkar upplýsingar og birtar þær opinberlega með reglulegu millibili.

14. gr.

    1. Ákvæðum samþykktar þessarar skal hrundið í framkvæmd með lögum eða reglugerðum eða með öðrum hætti samkvæmt venjum í hverju landi, svo sem með dómsúrskurði, úrskurði gerðardóms eða almennum kjarasamningum.
    2. Eftirlit og framkvæmd ákvæða, sem sett eru í því skyni að tryggja framkvæmd sam þykktar þessarar, skal vera í höndum Vinnueftirlitsins eða annars hlutaðeigandi stjórnvalds.
    3. Ef ákvæði samþykktar þessarar eru brotin skulu vera fyrir hendi viðeigandi úrræði, þar með talin refsiákvæði, og skal þeim beitt með virkum hætti.

15. gr.

    Samþykkt þessi hefur ekki áhrif á hagstæðari ákvæði samkvæmt öðrum alþjóðlegum vinnu málasamþykktum varðandi starfsmenn sem einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur hafa ráðið til starfa eða miðlað vinnu.

16. gr.

    Samþykkt þessi kemur í stað (endurskoðaðrar) Samþykktar um vinnumiðlunarskrifstofur sem taka laun fyrir störf sín, frá 1949, og Samþykktar um vinnumiðlunarskrifstofur sem taka laun fyrir störf sín, frá 1933.

17. gr.

    Formlegar fullgildingar samþykktar þessarar skulu sendar forstjóra alþjóðavinnumála skrifstofunnar til skrásetningar.

18. gr.

    1. Samþykkt þessi skal einungis vera bindandi fyrir þau aðildarríki Alþjóðavinnumála stofnunarinnar sem hafa látið forstjórann skrá fullgildingar sínar.
    2. Samþykktin gengur í gildi 12 mánuðum eftir að fullgildingar tveggja aðildarríkja hafa verið skráðar hjá forstjóranum.
    3. Síðan gengur samþykktin í gildi að því er snertir hvert aðildarríki 12 mánuðum eftir að fullgilding þess hefur verið skráð.

19. gr.

    1. Aðildarríki, sem fullgilt hefur samþykkt þessa, getur sagt henni upp að liðnum tíu árum frá fyrstu gildistöku hennar. Tilkynningu um uppsögn skal senda forstjóra alþjóðavinnumála skrifstofunnar til skrásetningar. Slík uppsögn öðlast ekki gildi fyrr en ár er liðið frá skrásetn ingardegi hennar.
    2. Sérhvert aðildarríki, sem fullgilt hefur samþykkt þessa en notfærir sér ekki innan árs frá lokum tíu ára tímabilsins, sem um getur í fyrri tölulið, rétt þann til uppsagnar sem kveðið er á um í þessari grein, skal bundið af henni í annað tíu ára tímabil, en getur síðan sagt henni upp að loknu hverju tíu ára tímabili í samræmi við ákvæði þessarar greinar.

20. gr.

    1. Forstjóri alþjóðavinnumálaskrifstofunnar skal tilkynna öllum aðildarríkjum Alþjóða vinnumálastofnunarinnar skráningu allra fullgildinga og uppsagna sem aðildarríki stofnun arinnar hafa sent honum.
    2. Þegar forstjórinn tilkynnir aðildarríkjum stofnunarinnar skrásetningu annarrar full gildingarinnar, sem honum berst, skal hann vekja athygli þeirra á því hvaða dag samþykktin gangi í gildi.

21. gr.

    Forstjóri alþjóðavinnumálaskrifstofunnar skal senda aðalritara Sameinuðu þjóðanna til skrásetningar, skv. 102. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna, allar upplýsingar um fullgildingar og uppsagnir sem hann hefur skrásett í samræmi við ákvæði undanfarandi greina.

22. gr.

    Þegar stjórnarnefnd alþjóðavinnumálaskrifstofunnar kann að álíta það nauðsynlegt skal hún leggja fyrir Alþjóðavinnumálaþingið skýrslu um framkvæmd samþykktar þessarar og at huga jafnframt hvort æskilegt sé að setja á dagskrá þingsins endurskoðun hennar allrar eða hluta hennar.

23. gr.

    1. Ef þingið gerir nýja samþykkt, sem breytir samþykkt þessari að öllu eða nokkru leyti, og sú samþykkt mælir ekki fyrir um á annan veg, skal:
    a.     fullgilding aðildarríkis á hinni nýju samþykkt ipso jure hafa í för með sér tafarlausa uppsögn samþykktar þessarar, þrátt fyrir ákvæði 19. gr. hér fyrir framan, ef hin nýja samþykkt öðlast gildi og þá frá þeim tíma þegar það gerist;
    b.     aðildarríkjum ekki heimilt að fullgilda samþykkt þessa eftir að hin nýja samþykkt hefur öðlast gildi.
    2. Samþykkt þessi skal, hvað sem öðru líður, halda gildi sínu hvað varðar form og efni í þeim aðildarríkjum sem hafa fullgilt hana en ekki hina nýju samþykkt.

24. gr.

    Enskur og franskur texti samþykktar þessarar eru jafngildir.
Fylgiskjal II.


Tillaga nr. 188, um einkareknar
vinnumiðlunarskrifstofur.

    Allsherjarþing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, sem kom saman til 85. þingsetu sinnar í Genf 3. júní 1997 eftir kvaðningu stjórnarnefndar alþjóðavinnumálaskrifstofunnar,
    hefur samþykkt tilteknar ábendingar um endurskoðun endurskoðaðrar Samþykktar um vinnumiðlunarskrifstofur sem taka laun fyrir störf sín, frá 1949, sem er fjórða mál á dagskrá þessa þings, og
    þar eð þingið hefur ákveðið að þessar ábendingar skuli gerðar í formi tillögu sem kemur til viðbótar Samþykkt um einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur frá 1997,
    samþykkir þingið í dag, 19. júní 1997, svohljóðandi tillögu sem nefna má Tillögu um einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur frá 1997:

I. ALMENN ÁKVÆÐI

    1. Ákvæði þessarar tillögu koma til viðbótar ákvæðum Samþykktar um einkareknar vinnu miðlunarskrifstofur frá 1997 (hér eftir nefnd „samþykktin“) og skyldi beitt ásamt þeim.
    2. (1) Fulltrúar þriggja hlutaðeigandi aðila eða samtök aðila vinnumarkaðarins ættu að taka þátt í mótun og framkvæmd ákvæða til að stuðla að virkri beitingu samþykktarinnar.
    (2) Þar sem það á við skyldu tæknilegir staðlar, viðmiðunarreglur, siðareglur, innra eftir litskerfi eða önnur úrræði sem samrýmast venjum í hverju ríki koma til viðbótar landslögum og reglugerðum um einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur.
    3. Aðildarríkin skyldu, eftir því sem kann að vera viðeigandi og framkvæmanlegt, skiptast á upplýsingum og reynslu um framlög einkarekinna vinnumiðlunarskrifstofa til framdráttar vinnumarkaðnum og tilkynna slíkt alþjóðavinnumálaskrifstofunni.

II. VERND STARFSMANNA

    4. Aðildarríkin skyldu gera allar nauðsynlegar og viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir og hindra ósiðlega starfshætti af hálfu einkarekinna vinnumiðlunarskrifstofa. Slíkar ráðstafanir kunna að vera fólgnar í lögum eða reglugerðum sem innihalda refsiákvæði, m.a. þar sem lagt er bann við því að einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur viðhafi ósiðlega starfs hætti.
    5. Starfsmenn, sem einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur ráða til starfa samkvæmt skil greiningu í b-lið 1. mgr. 1 gr. samþykktarinnar skyldu, þar sem það á við, fá í hendur skrif legan samning þar sem tilgreind eru kjör þeirra og ráðningarskilmálar. Lágmarksskilyrði ætti að vera að slíkir starfsmenn fái vitneskju um ráðningarskilmála sína áður en þeir hefja störf.
    6. Einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur skyldu ekki útvega atvinnurekanda starfsmenn í stað starfsmanna sem eru í verkfalli.
    7. Hlutaðeigandi stjórnvald skyldi berjast gegn ósanngjörnum starfsháttum við auglýsingar og villandi auglýsingum, þar með töldum auglýsingum um störf sem eru ekki fyrir hendi.
    8. Einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur skyldu:
    a. ekki vísvitandi ráða til starfa eða útvega starfsmönnum störf sem hafa í för með sér óviðunandi hættu eða þar sem þeir kunna að verða fyrir illri meðferð eða hvers konar mismunun;
    b. kynna farandverkamönnum, á þeirra eigin tungumáli ef því verður við komið eða á tungumáli sem þeir kunna, eðli starfs þess sem í boði er, svo og hver kjörin og ráðningar skilmálarnir eru.
    9. Einkareknum vinnumiðlunarskrifstofum skyldi bannað, eða komið í veg fyrir slíkt með öðrum hætti, að semja og birta auglýsingar um laus störf eða atvinnutilboð með þeim hætti sem beint eða óbeint leiðir til mismununar á grundvelli kynþáttar, litarháttar, kynferðis, aldurs, trúarskoðana, stjórnmálaskoðana, þjóðernis, þjóðfélagsstéttar, ættkvíslar, fötlunar, hjúskaparstöðu, fjölskyldustöðu, kynhneigðar eða aðildar að stéttarfélagi.
    10. Einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur skyldu hvattar til að stuðla að jafnrétti til starfa með því að beita jákvæðri mismunun.
    11. Einkareknum vinnumiðlunarskrifstofum skyldi bannað að hafa í skrám sínum eða listum persónulegar upplýsingar sem ekki er þörf fyrir við mat á færni umsækjenda til þeirra starfa sem koma eða kunna að koma til greina fyrir þá.
    12. (1) Einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur skyldu aðeins varðveita persónulegar upp lýsingar um starfsmann á meðan slíkt er réttlætanlegt í þeim tilgangi sem þeirra var aflað eða á meðan starfsmaður óskar eftir að vera á lista yfir þá sem koma hugsanlega til greina til starfa.
    (2) Ráðstafanir skyldu gerðar til að tryggja að sérhver starfsmaður hafi aðgang að öllum persónulegum upplýsingum um sig eins og þær eru skráðar í sjálfvirkum kerfum eða raf eindakerfum eða handunnum skrám. Í slíkum ráðstöfunum skyldi vera fólginn réttur sérhvers starfsmanns til að fá í hendur og skoða eintak af slíkum upplýsingum og réttur til að krefjast þess að röngum eða ófullkomnum upplýsingum verði eytt eða þær leiðréttar.
    (3) Einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur skyldu ekki krefjast, viðhalda eða nota upp lýsingar um heilsu starfsmanns eða nota slíkar upplýsingar til að ákvarða færni starfsmanns til starfa nema slíks sé beinlínis krafist vegna tiltekins starfs og hlutaðeigandi starfsmaður hafi heimilað það sérstaklega.
    13. Einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur og hlutaðeigandi stjórnvald skyldu gera ráð stafanir til að stuðla að eðlilegum, sanngjörnum og virkum aðferðum til að velja á milli starfsmanna.
    14. Einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur skyldu hafa á að skipa starfsfólki sem hefur öðl ast menntun og þjálfun við hæfi.
    15. Með hliðsjón af þeim réttindum og skyldum sem fyrir er mælt í landslögum varðandi uppsögn starfssamninga skyldu einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur sem veita þá þjónustu sem tilgreind er í b-lið 1. mgr. 1. gr. samþykktarinnar:
    a. ekki koma í veg fyrir að fyrirtæki sem þjónustu nýtur ráði til starfa starfsmann þeirrar vinnumiðlunarskrifstofu sem hefur með mál þess að gera;
    b. ekki takmarka möguleika starfsmanns til að flytjast á milli starfa;
    c. ekki beita starfsmann refsingum fyrir að þiggja starf hjá öðru fyrirtæki.

III. TENGSL MILLI OPINBERRA VINNUMIÐLUNARSKRIFSTOFA OG EINKAREKINNA VINNUMIÐLUNARSKRIFSTOFA

    16. Hvatt skyldi til samvinnu milli opinberra vinnumiðlunarskrifstofa og einkarekinna vinnumiðlunarskrifstofa varðandi framkvæmd opinberrar stefnu um skipulagningu vinnu markaðarins; í þessu skyni er heimilt að stofna nefndir sem í sitja fulltrúar opinberra vinnu miðlunarskrifstofa, fulltrúar einkarekinna vinnumiðlunarskrifstofa og fulltrúar aðila vinnu markaðarins.
    17. Ráðstafanir til að stuðla að samvinnu opinberra vinnumiðlunarskrifstofa og einka rekinna vinnumiðlunarskrifstofa gætu m.a. verið fólgnar í því:
    a. að skiptast á upplýsingum og nota sams konar orðfæri í því skyni að auka skilning á starfsháttum vinnumarkaðarins;
    b. að skiptast á upplýsingum um laus störf;
    d. að standa fyrir sameiginlegum verkefnum, t.d. á sviði þjálfunar;
    e. að koma á samningum milli opinberra vinnumiðlunarskrifstofa og einkarekinna vinnumiðlunarskrifstofa um framkvæmd tiltekinna verkefna, t.d. um aðlögun þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengi;
    f. að þjálfa starfsmenn;
    g. að hafa reglulegt samráð í því skyni að bæta starfshætti.Fylgiskjal III.


GERÐ UM BREYTINGU Á STOFNSKRÁ
ALÞJÓÐAVINNUMÁLASTOFNUNARINNAR

    Allsherjarþing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar kom saman til 85. þingsetu sinnar í Genf 3. júní 1997 eftir kvaðningu stjórnarnefndar alþjóðavinnumálaskrifstofunnar, og
    þar eð þingið hefur samþykkt breytingu á stofnskrá Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, sem er hluti af 7. máli á dagskrá þessa þings,
    samþykkir þingið í dag, 19. júní 1997, eftirfarandi gerð um breytingu á stofnskrá Alþjóða vinnumálastofnunarinnar sem nefna má gerð um breytingu á stofnskrá Alþjóðavinnumála stofnunarinnar:

1. gr.

    Frá þeim degi þegar þessi gerð um breytingu tekur gildi skal breyta 19. gr. stofnskrár Alþjóðavinnumálastofnunarinnar með því að bæta eftirfarandi nýrri málsgrein á eftir 8. mgr.:
    „9. Samkvæmt tillögu stjórnarnefndarinnar getur þingið með 2/ 3 hlutum greiddra atkvæða þingfulltrúa ógilt sérhverja þá alþjóðasamþykkt sem sem samþykkt hefur verið samkvæmt ákvæðum þessarar greinar ef í ljós kemur að samþykktin hefur engan tilgang lengur eða kemur ekki lengur að gagni við að ná markmiðum stofnunarinnar.“

2. gr.

    Forseti þingsins og framkvæmdastjóri alþjóðavinnumálaskrifstofunnar skulu staðfesta gerðina um breytinguna. Annað eintakið skal varðveitt í skjalasafni Alþjóðavinnumálastofn unarinnar en hitt skal sent aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til skráningar skv. 102. gr. stofnskrár Sameinuðu þjóðanna. Framkvæmdastjóri alþjóðavinnumálaskrifstofunnar sendir staðfest afrit af gerðinni til allra aðildarríkja Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.

3. gr.

    1. Formlegar fullgildingar eða viðurkenningar á þessari gerð um breytingu skulu sendar forstjóra alþjóðavinnumálaskrifstofunnar, en hann tilkynnir aðildarríkjum stofnunarinnar um móttöku þeirra.

    2. Þessi gerð um breytingu tekur gildi samkvæmt ákvæðum 36. gr. stofnskrár Alþjóða vinnumálastofnunarinnar.
    3. Þegar þessi gerð tekur gildi skal forstjóri alþjóðavinnumálaskrifstofunnar tilkynna það öllum aðildarríkjum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

    Ofangreint er réttur texti gerðar þeirrar sem 85. þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar samþykkti í 85. þinghaldi sínu sem fram fór í Genf og lauk 19. júní 1997.Fylgiskjal IV.


Ræða fulltrúa ríkisstjórnar Íslands á 85. Alþjóðavinnumálaþinginu.
(Flutt 12. júní 1997 af Gylfa Kristinssyni,
deildarstjóra í félagsmálaráðuneytinu.)


    Frú þingforseti.
    Ég vil hefja mál mitt á því að óskað yður til hamingju þann heiður sem felst í því að hljóta kosningu sem forseti 85. Alþjóðavinnumálaþingsins. Ég vil taka undir orð fyrri ræðumanna og sem hafa látið í ljós fullvissu um að þér munið leysa þetta ábyrgðarfulla starf vel af hendi og þar með stuðla að því að árangur þingsins verði sem allra mestur.
    Frú, þingforseti, ráðherrar og þingfulltrúar.
    Ræðu þessa flyt ég í nafni félagsmálaráðherra Íslands, hr. Páls Péturssonar, sem að þessu sinni sá sér ekki fært að taka þátt í Alþjóðavinnumálaþinginu. Ég flyt yður frú þingforseti, forstjóra ILO, Michel Hansenne, og þingheimi kveðjur ráðherrans.
    Skýrsla forstjóra til 81. Alþjóðavinnumálaþingsins árið 1994 bar yfirskriftina: Til varnar gildum, hvatt til breytinga. Félagslegt réttlæti í hagkerfi án landamæra: Viðfangsefni Alþjóða vinnumálastofnunarinnar.
    Í skýrslunni til þingsins varar forstjórinn við þeirri þróun að nota yfirstandandi efnahags kreppu sem ástæðu til að skerða félagslegt réttlæti í heiminum. Hann leggur áherslu á að alþjóðavæðing efnahagsmála hafi skapað nýjan vanda á sviði félagsmála. Ójöfnuður innan ríkja og á milli ríkja hefur aukist vegna mismunandi getu þjóða til að laga sig að og standast aukna samkeppni í heimsviðskiptum.
    Niðurstaða 81. Alþjóðavinnumálaþingsins var sú að fela forstjóra og stjórnarnefnd að fjalla frekar um þetta málefni.
    Líta má svo á að skýrsla forstjóra alþjóðavinnumálaskrifstofunnar til Alþjóðavinnumála þingsins að þessu sinni sé að einhverju leyti niðurstaðan af þeim umræðum sem hafa farið fram á vettvangi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um viðbrögð við víðtækum viðskiptasamn ingum síðari ára sem fela í sér afnám tolla og annarra viðskiptahindrana. Í skýrslunni er að finna fjölmargar athyglisverðar tillögur og ábendingar sem taka mið af aðvörunarorðum sem koma fram í skýrslu sérfræðinganefndar ILO um framkvæmd alþjóðasamþykkta og tillagana til Alþjóðavinnumálaþingsins.
    Í skýrslu sinni til 85. Alþjóðavinnumálaþingsins varar sérfræðinganefndin við því að verði hún svipt tækifæri til eftirlits með framkvæmd mikilvægra alþjóðasamþykkta í nafni aukinnar framleiðni og áherslu á samkeppni mundi slíkt stofna í hættu heilsusamlegu vinnuumhverfi, stöðugleika á vinnumarkaði og sjálfsvirðing og frelsi launamanna yrði stórlega skert. Lakari staða launamanna gæti orðið niðurstaðan. Full ástæða er taka undir þessi varnaðarorð sérfræðinganefndarinnar.
    Það er nauðsynlegt að hafa í huga umræður á 81. Alþjóðavinnumálaþinginu og varnaðar orða sérfræðinganefndar ILO um framkvæmd alþjóðasamþykkta og tillagna þegar skýrsla forstjórans til 85. Alþjóðavinnumálaþingsins er lesin. Heildarniðurstaða skýrslunnar er sú að breytingar í atvinnu- og efnahagslífi heimsins gera það nauðsynlegt að taka starfshætti Alþjóðavinnumálastofnunarinnar til endurmats með það að markmiði að laga þá að breyttum tímum. Hins vegar ber að leggja á það áherslu að markmið ILO eins og það er skilgreint í stofnskránni og Fíladelfíuyfirlýsingunni er í fullu gildi.
    Það er hins vegar rétt að tryggja verður betur framkvæmd samþykkta um grundvallar mannréttindi launafólks hvar sem er í heiminum. Spurningin er hvernig það verður gert. Ljóst er af yfirlýsingum fundar Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í mars 1995 og nýlegum fundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að full samstaða er um það að hér er um að ræða viðfangsefni sem er á starfssviði Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Í þessu sambandi er rétt að geta um mikilvægt framlag OECD í rannsókn á tengslum viðskipta og alþjóðlegra reglna á sviði félags- og vinnumála.
    Ástæða er til þess að lýsa yfir sérstökum stuðningi við það viðhorf að af stofnskrá og aðild að ILO leiði skuldbindingar til að virða ákveðin grundvallarréttindi launafólks ekki eingöngu á landsvísu heldur hvar sem er í heiminum. Þessi réttindi eru tryggð í nokkrum grund vallarsamþykktum ILO. Fagna ber aðgerðum forstjórans á þessu sviði. Í þessu sambandi er rétt að upplýsa að Ísland hefur fullgilt allar umræddar samþykktir utan eina, nr. 138, um lág marksaldur við vinnu. En mér er það sérstök ánægja að geta greint frá því að í maí sl. afgreiddi Alþingi Íslendinga frumvarp til laga um vinnuvernd barna og unglinga. Þar með var brautin rudd fyrir það að Íslendingar geti einnig fullgilt þessa samþykkt.
    Í skýrslu forstjórans er sett fram tillaga um að Alþjóðavinnumálaþingið samþykki sérstaka yfirlýsingu sem felur í sér að aðildarríkin árétti skuldbindingar sínar sem leiðir af aðild að stofnuninni. Hér er um að ræða athyglisverða tillögu sem ástæða er til að styðja. Ég vil taka undir orð þeirra sem hafa látið í ljósi von um að slík yfirlýsing verði samþykkt á næsta Al þjóðavinnumálaþingi.
    Ég þakka yður frú forseti.Fylgiskjal V.


Skýrsla um starf nefndar sem fer með málefni Alþjóðavinnumálastofnunarinnar


og framkvæmd félagsmálasáttmála Evrópu árið 1997.


    Samstarf milli ríkisstjórna og aðila vinnumarkaðarins skapa Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) sérstöðu þegar skipulag hennar er borið saman við skipulag annarra stofnana sem starfa innan vébanda Sameinuðu þjóðanna. Í öllum nefndum og ráðum stofnunarinnar eiga sæti fulltrúar ríkisstjórna, atvinnurekenda og launafólks. Þessi skipan á samstarfi ríkisvaldsins og aðildarsamtaka vinnumarkaðarins hefur verið tekin upp í aðildarríkjum ILO og löguð að aðstæðum í hverju landi fyrir sig. Stofnunin hefur með ýmsu móti stuðlað að slíku þríhliða samstarfi á landsvísu. Árið 1976 afgreiddi Alþjóðavinnumálaþingið alþjóðasamþykkt nr. 144, um samstarf ríkisvalds og aðila vinnumarkaðarins um framkvæmd alþjóðlegra reglna á sviði vinnumála, sem Ísland fullgilti árið 1981. Í anda samþykktar nr. 144 var skipuð 16. apríl 1982 samstarfsnefnd ríkisvaldsins og aðila vinnumarkaðarins sem fjallar um samskipti Íslands við Alþjóðavinnumálastofnunina. Á árinu 1997 skipuðu eftirtaldir nefndina: Fulltrúi Alþýðusambands Íslands, Ástráður Haraldsson, lögræðingur ASÍ, fulltrúi Vinnuveitenda sambands Íslands, Hrafnhildur Stefánsdóttir, lögfræðingur VSÍ, og fulltrúi félagsmálaráðu neytisins og jafnframt formaður nefndarinnar, Gylfi Kristinsson deildarstjóri.
    Verkefni nefndarinnar á árinu 1997 voru svipuð og næstu ár á undan, þ.e. að fara yfir drög að skýrslum til alþjóðavinnumálaskrifstofunnar í Genf um framkvæmd fullgiltra alþjóðasamþykkta, svara spurningaskrám sem skrifstofan sendir aðildarríkjunum þegar undirbúin eru drög að nýjum samþykktum og fjalla um athugasemdir sem sérfræðinganefnd ILO gerir við framkvæmd á alþjóðasamþykktum. Nefndin ræðir einnig framkvæmd Íslands á ákvæðum félagsmálasáttmála Evrópu.
    Nefnd um samskipti Íslands við Alþjóðavinnumálastofnunina hélt á árinu 1997 samtals 16 fundi. Helstu viðfangsefni nefndarinnar voru:

a.     Skýrslur um framkvæmd alþjóðasamþykkta á sviði vinnumála.
    Samkvæmt 22. gr. stofnskrár Alþjóðavinnumálastofnunarinnar er aðildarríki skylt að gefa stofnuninni skýrslur um framkvæmd alþjóðasamþykkta. Þessi skylda er tvíþætt. Í fyrsta lagi skulu aðildarríkin gefa ILO reglulega skýrslur um framkvæmd þeirra samþykkta sem þau hafa fullgilt. Í öðru lagi getur stjórnarnefnd ILO falið alþjóðavinnumálaskrifstofunni að óska eftir skýrslum frá aðildarríkjunum um framkvæmd ákvæða í öðrum samþykktum sem þau hafa ekki fullgilt. Lagt er til í 5. gr. tillögu nr. 152, um samstarf um framkvæmd alþjóðlegra reglna á sviði vinnumála, að stjórnvöld hafi samráð við aðila vinnumarkaðarins um samningu þessara skýrslna.
    Á árinu 1997 undirbjó ILO-nefndin skýrslur ríkisstjórnarinnar um framkvæmd eftirfarandi alþjóðasamþykkta sem Ísland hefur fullgilt:          
    Nr. 58, um lágmarksaldur barna við sjómennsku.
    Nr. 91, um orlof með launum fyrir farmenn.
    Nr. 98, um réttinn til að stofna félög og semja sameiginlega.
    Nr. 102, um lágmark félagslegs öryggis.
    Nr. 105, um afnám nauðungarvinnu.
    Nr. 111, um misrétti með tilliti til atvinnu eða starfs.
    Nr. 144, varðandi samstarf um framkvæmd alþjóðlegra reglna á sviði vinnumála.

b.     Yfirferð yfir ófullgiltar alþjóðasamþykktir.
    Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. samþykktar nr. 144, c-lið, skulu stjórnvöld beita sér fyrir samráði um reglubundna athugun á ófullgiltum samþykktum til að kanna hvað gera megi til að stuðla að framkvæmd þeirra eða fullgildingu. Í samræmi við þetta ákvæði fór ILO-nefndin á árinu yfir eftirtaldar samþykktir:
    Nr. 175, um réttindi þeirra sem vinna hlutastörf.
    Nr. 174, um ráðstafanir til að koma í veg fyrir meiri háttar iðnaðarslys.
    Nr. 173, um verndun launakrafna starfsmanna við gjaldþrot atvinnurekanda.
    Nr. 172, um vinnuaðstæður á hótelum, veitingastofum og svipuðum stofnunum.
    Nr. 171, um næturvinnu.
    Nr. 170, um öryggi við notkun efna við vinnu.
    Þessar samþykktir eru enn til umfjöllunar í nefndinni.

c.     Skýrsla um 83. og 84. Alþjóðavinnumálaþingið 1996.
    Aðild að Alþjóðavinnumálastofnuninni fylgir sú skylda að kynna löggjafarsamkomu þær samþykktir sem Alþjóðavinnumálaþingin hafa afgreitt. Á Íslandi er þetta ákvæði uppfyllt þannig að félagsmálaráðherra gefur Alþingi skýrslu um Alþjóðavinnumálaþingin. Í skýrslun um eru birtar í íslenskri þýðingu þær samþykktir, tillögur og ályktanir sem þingin hafa af greitt. Á árinu 1997 var haft samráð við ILO-nefndina um skýrslu félagsmálaráðherra um 83. og 84. Alþjóðavinnumálaþingið sem haldin voru 1996. Þetta ár var þar af leiðandi viðburða ríkt í sögu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Reglulegt þing var haldið dagana 4.–20. júní og var það hið 83. í röðinni. Aukaþing, 84. Alþjóðavinnumálaþingið, sem helgað var málefnum skipverja, var haldið dagana 8.–22. október 1996.
    83. þingið afgreiddi nýja alþjóðasamþykkt og tillögu um aðstæður þeirra sem stunda það sem hlotið hefur nafnið heimastörf. Það tekur m.a. til þess þegar launamaður vinnur tiltekin verkefni fyrir atvinnurekanda á heimili sínu. Markmiðið er að gera stöðu heimastarfsmanna sem líkasta stöðu annarra starfsmanna.
    Aukaþingið, sem haldið var í október 1996, var mjög afkastamikið og afgreiddi eftirtaldar samþykktir, tillögur og bókun:
     1.      Samþykkt nr.178, um vinnueftirlit um borð í skipum.
     2.      Samþykkt nr. 179, um skiprúmssamninga skipverja.
     3.      Samþykkt nr. 180, um vinnutíma og mönnun skipa.
     4.      Bókun við samþykkt nr. 147, um lágmarkskröfur á kaupskipum.
     5.      Tillaga nr. 185, um vinnueftirlit um borð í skipum.
     6.      Tillaga nr. 186, um skiprúmssamninga skipverja.
     7.      Tillaga nr. 187, um vinnutíma og mönnun skipa.

d.     Undirbúningur fyrir þátttöku í 85. Alþjóðavinnumálaþinginu 1997.
    ILO-nefndin fjallaði á fundum sínum fyrri hluta árs 1996 um dagskrármál 81. Alþjóða vinnumálaþingsins. Á fundunum var farið yfir drög að alþjóðasamþykkt um vinnumiðlun á vegum einkaaðila. Enn fremur var farið yfir skýrslur sem alþjóðavinnumálaskrifstofan hafði tekið saman til undirbúnings umræðum um helstu dagskrármál vinnumálaþingsins, t.d. verk töku einstaklinga.     

e.     Félagsmálasáttmáli Evrópu.
    Umfjöllun um aðild Íslands að félagsmálasáttmála Evrópu er meðal verkefna sem falin hafa verið ILO-nefndinni. Með sama hætti og árið áður voru það einkum þrjú atriði sem voru á dagskrá nefndarinnar og snerta félagsmálasáttmálann.

Skýrsla um framkvæmd á ákvæðum félagsmálasáttmálans.

    Haustið 1997 fjallaði nefndin um drög að skýrslu Íslands um framkvæmd á eftirtöldum ákvæðum félagsmálasáttmála Evrópu á árunum 1994–96:
    1. gr., um vinnumál.
    5. gr., um félagafrelsi.
    6. gr., um samningafrelsi.
    12. gr., um rétt til félagslegs öryggis.
    13. gr., um rétt til félagslegrar aðstoðar og læknishjálpar.
    16. gr., um rétt fjölskyldunnar til félagslegrar, lagalegar og efnahagslegrar verndar.
    Skýrslan var send Evrópuráðinu í lok nóvember 1997.

Athugasemdir við framkvæmd Íslands á ákvæðum félagsmálasáttmálans.

    Á fundum ILO-nefndarinnar er farið yfir athugasemdir sem nefnd óháðra sérfræðinga á vegum Evrópuráðsins gerir við framkvæmd Íslands á ákvæðum félagsmálasáttmála Evrópu. Athugasemdirnar eru birtar í skýrslum sérfræðinganefndarinnar sem bera heitið: European Social Charter, Committee of Independent Experts of the European Social Charter, Con clusions. Ekki verður fjölyrt um athuga sérfræðinganna en í þess stað vísað í viðauka við þessa skýrslu.

Endurskoðun félagsmálasáttmálans.

    Á árinu 1994 var lokið því verki sem hafið var árið 1990 þegar fundur evrópskra félagsmálaráðherra samþykkti tillögu frú Lalumiere, framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, um endur skoðun á ákvæðum félagsmálasáttmálans. Í framhaldi af samþykkt tillögunnar var hafin end urskoðun sáttmálans af sérstakri nefnd á vegum Evrópuráðsins.
    Nefndin afgreiddi árið 1991 drög að bókun við félagsmálasáttmálann þar sem skýrar er kveðið á um hlutverk sérfræðinganefndar Evrópuráðsins. Í henni er einnig kveðið skýrar á um verkefni nefndar sem í eiga sæti fulltrúar aðildarríkja sáttmálans.
    Endurskoðun sáttmálans lauk í október 1994 með afgreiðslu endurskoðunarnefndarinnar á nýjum félagsmálasáttmála. Í nýja sáttmálanum er að finna fjölda nýmæla sem m.a. fjalla um rétt launafólks til upplýsinga og að haft sé samráð við það, vernd launa við gjaldþrot at vinnurekanda, aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislegt áreiti á vinnustað eða í tengslum við vinnu, réttindi starfsmanna með fjölskylduábyrgð, rétt til húsnæðis og um aðgerðir til að koma í veg fyrir fátækt og útskúfun úr þjóðfélaginu. Ráðherraráð samþykkti á fundi sínum í apríl 1996 að opna þessa nýju gerð til undirritunar.
    Árið 1995 var annað skjalið sem endurskoðunarnefndin sem hóf störf árið 1991 afgreiddi opnað til undirritunar. Hér er um að ræða bókun sem felur í sér að aðildarríki sáttmálans heimilar tilteknum samtökum að kæra til Evrópuráðsins framkvæmd á ákvæðum hans. Samkvæmt bókuninni er alþjóða- og landssamtökum samtaka aðila vinnumarkaðarins heimil að að senda Evrópuráðinu kæru um framkvæmd sáttmálans, enn fremur tilteknum viður kenndum alþjóðasamtökum frjálsra félagasamtaka og í vissum tilvikum tilteknum landssam tökum frjálsra félagasamtaka (2.gr.). Kærur byggðar á þessari bókun munu fá sérstaka og skjóta afgreiðslu hjá Evrópuráðinu.
    Fullgilding Íslands á framangreindum skjölum hefur verið til umfjöllunar hjá ILO-nefndinni. Þeirri umfjöllun er ekki lokið. Einnig hefur nefndin farið yfir íslenska þýðingu á endurskoðaðri gerð félagsmálasáttmálans og framangreindum bókunum.


Viðauki.

Athugasemdir sérfræðinganefndar Evrópuráðsins við skýrslu Íslands
um framkvæmd
félagsmálasáttmála Evrópu á árunum 1992–94.

    Í þessum viðauka er komið á framfæri athugasemdum sem nefnd óháðra sérfræðinga á vegum Evrópuráðsins hefur gert við framkvæmd Íslands á ákvæðum félagsmálasáttmála Evrópu á árunum 1992 til 1994. Athugasemdirnar eru birtar í skýrslum sérfræðinganefnd arinnar European Social Charter, Committee of Independent Experts of the European Social Charter, Conclusions XIII-3 og XIII-4 Strasbourg 1997. Það skal tekið fram að athugasemdir sérfræðinganefndarinnar eru ekki tilfærðar orðrétt heldur er um að ræða efnislega samantekt nema annað sé tekið fram. Tilvitnuð ákvæði sáttmálans eru einnig stytt. Það skal einnig tekið fram að á því tímabili sem hér um ræðir hafa verið gerðar breytingar á reglum um skýrslugjöf um framkvæmd félagsmálasáttmálans. Af því leiðir að athugasemdum sem birtar eru í skýrslum sérfræðinganefndarinnar nr. XIII-1 og nr. XIII-2 er sleppt í þeim tilvikum sem þær eru endurteknar í skýrslum XIII-3 og XIII-4. Þeim er einnig sleppt séu þær úreltar vegna breytinga á lögum eða framkvæmd. Eigi þær enn við eru þær birtar með tilvísun til skýrslunúmers.
    Framsetningin er í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum er að finna almennar athugasemdir sér fræðinganefndarinnar sem sérstaklega snerta Ísland og athugasemdir við framkvæmd einstakra greina. Í seinni hlutanum er samantekt þar sem gerð er grein fyrir því hvaða ákvæði Ísland telst að mati sérfræðinganefndarinnar framfylgja í samræmi við ákvæði sáttmálans og í hvaða tilvikum nauðsynlegt er að endurskoða framkvæmdina.

Almennar athugasemdir sérfræðinganefndarinnar.
Atvinna og starfsþjálfun.

    Fram kemur í skýrslunni að nokkur aðildarríki sáttmálans hafi mótað umgjörð um starf- og endurmenntun í nánum tengslum við atvinnulífið með það að markmiði að auka framleiðni með betri hæfni starfsmanna til að takast á við ný verkefni innan fyrirtækja. Ísland og Írland eru sérstaklega nefnd í þessu sambandi (Conclusions XIII-3).

Réttur barnsins.

    Sérfræðingarnir geta þess að með lögum frá árinu 1992 hafi reglur um ættleiðingu verið skýrðar með því að veita öllum aðilum betri réttarvernd (Conclusions XIII-2).

Vinnumál – samskipti aðila vinnumarkaðarins.

    Í niðurstöðum nefndarinnar frá árinu 1994 gerir sérfræðinganefndin að umtalsefni 5. gr. sáttmálans um félagafrelsi, þ.e. rétt manna til að stofna og vera í félögum. Hún minnir á það álit sitt að ákvæði greinarinnar verndi einnig rétt til að standa utan félaga og kveðst hafa verið þeirrar skoðunar að fyrirkomulag sem byggi á forgangsrétti til vinnu takmarki samtakarétt og rétt til að ganga í félög. Sérfræðinganefndin lýsir yfir ánægju sinni með ákvörðun Mann réttindadómstólsins í máli Sigurðar Sigurjónssonar gegn íslenska ríkinu [mál nr. 24/1992/ 369/443] þar sem dómstóllinn á grundvelli 11. gr. mannréttindasáttmálans verndar rétt manna til að standa utan félaga. Dómstóllinn tekur fram að málið snerti rétt leigubifreiðastjóra til að standa utan félags, aðstæður sem nefndin hafi árum saman gagnrýnt (Conclusions XIII-1).
    

Athugasemdir sérfræðinganefndarinnar við framkvæmd einstakra greina sáttmálans.


1. gr.
Réttur til vinnu.

     1. mgr., um að allir menn skuli eiga þess kost að vinna fyrir sér í starfi sem þeir hafa sjálfir valið.
    * Fram kemur í skýrslu sérfræðinganefndarinnar að hagvöxtur hafi lítillega aukist á því tímabili sem skýrslan tekur til. Atvinnuleysi hafi hins vegar minnkað úr 1,7% 1990 í 1,5% 1991. Hún kveðst veita því athygli að atvinnuleysi meðal kvenna hafi minnkað úr 2,3% í 1,7% á þessu tímabili (Conclusions XIII-1).
    * Í niðurstöðum nefndarinnar XIII-3 vekur nefndin á því athygli að samkvæmt skýrslu Íslands og öðrum heimildum hafi atvinnuleysi á milli áranna 1992 og 1993 aukist úr 3% í 4,3%.
    Hún óskar eftir upplýsingum um árangur af aðgerðum til að fjölga störfum fyrir konur á svæðum þar sem atvinnuleysi meðal þeirra hafi verið mikið í framhaldi af því að 60 milljónum króna hafi verið varið til ráðstafana í þessu skyni.
    Sérfræðingarnir kveðjast enn fremur gefa því gaum að samtals verði 500 milljónir króna veittar sveitarfélögum sem setji fram tillögur um atvinnusköpun, einkum til vegamála til að viðhalda atvinnu á því sviði.
    Nefndin kveðst einnig gefa gaum spám um aukið atvinnuleysi á árinu 1994, einkum vegna samdráttar í fiskvinnslu, og óskar eftir áframhaldandi upplýsingum um framvinduna í þessari atvinnugrein.
    Sérfræðinganefndin óskar eftir að næsta skýrsla hafi að geyma athugasemdir ríkisstjórn arinnar við fullyrðingu Bandalags háskólamanna um að ofmenntun og hækkun vaxta hafi haft neikvæð áhrif á atvinnustig.
     2. mgr., um að réttur verkafólks til að vinna fyrir sér í starfi sem það hefur valið sér sé verndaður á raunhæfan hátt.
    * Nefndin gerir að umtalsefni upplýsingar í skýrslu Íslands um þingsályktun Alþingis í maí 1993 um fjögurra ára framkvæmdaáætlun sem hafi að markmiði að koma á jafnrétti karla og kvenna. Þingsályktunin byggist á 17. gr. laga nr. 28/1991, um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla. Við yfirferð yfir áætlunina kveðst nefndin veita sérstaka athygli eftirfarandi atriðum:
          við auglýsingu starfa skuli hvetja konur til að senda umsóknir,
          við ráðningu í starf skuli veita þeim umsækjanda forgang sem sé af því kyni sem er í minni hluta á hlutaðeigandi vinnustað, enda sé jafnræði að því er varðar menntun og reynslu,
          við starfsmenntun og leiðbeiningar um starfsframa skuli lögð áhersla á tækifæri beggja kynjanna til að bæta starfshæfni sína,
          eitt af markmiðum ríkisstjórnarinnar sé að auka hlut kvenna í opinberum nefndum (30%),
          grípa skuli til aðgerða í því skyni að auðvelda starfsmönnum með fjölskylduábyrgð þátttöku í atvinnulífinu,
          komið skuli í veg fyrir misrétti byggt á kynferði að því er varðar kaupauka,
          hæfni umsækjanda skuli ekki eingöngu metin með hliðsjón af starfsreynslu heldur skuli tekið tillit til hæfni sem fengin er á öðrum sviðum, t.d. með uppeldi barna, umönnun og heimilisstjórn.
    Nefndin óskar eftir upplýsingum um framkvæmd áætlunarinnar og um þann árangur sem kann að nást.
    * Sérfræðingarnir vísa til fyrri óska um upplýsingar um aðgerðir til að afnema misrétti í atvinnulífinu sem byggist á kynferði, félagslegum uppruna, þjóðerni, stjórnmálaskoðunum, trú eða kynþætti, svo og upplýsingar um aðgerðir til að stuðla að jöfnum tækifærum í sambandi við atvinnuleit eða starf. Þess er farið á leit við stjórnvöld að þau upplýsi í næstu skýrslu um aðgerðir á þessu sviði. Sérfræðingarnir staðfesta fyrri niðurstöðu um að aðstæður séu í samræmi við ákvæði mgr. (Conclusions XIII-1.)
    3. mgr., um ókeypis vinnumiðlun fyrir allt verkafólk.
    * Sérfræðinganefndin kveðst sakna þess að í skýrslu Íslands sé ekki að finna hagtölur um starfsemi vinnumiðlana á vegum opinberra og einkaaðila sem hún hafði óskað eftir. Nefndin kvaðst ekki vera í aðstöðu til að meta þjónustu ókeypis vinnumiðlunar og frestaði því ákvörð un um framkvæmd Íslands á mgr. (Conclusions XIII-1.)
    4. mgr., um tækifæri til að njóta viðeigandi starfsfræðslu, þjálfunar og endurhæfingar.
    * Nefndin kveðst veita athygli í skýrslu Íslands og í viðauka við hana upplýsingum um setningu laga um starfsmenntun í atvinnulífinu 15. maí 1992. Með lögunum er hvatt til starfs þjálfunar með það að markmiði að stuðla að aukinni framleiðni, bæta gæði framleiðslu og þjónustu, greiða fyrir tækifærum starfsmanna til að auka hæfni og takast á við ný verkefni. Sama gildi um launafólk sem tímabundið er utan vinnumarkaðar.
    Sérfræðingarnir gefa því gaum að skipað hafi verið starfsmenntaráð sem styrki starfs menntunarnámskeið og sé ráðgefandi fyrir stjórnvöld að því er varðar stefnumörkun á þessu sviði. Nefndin lætur í ljós ósk um upplýsingar um árangur af lagasetningunni og kveðst vilja fá almennt yfirlit yfir alla starfsmenntun á Íslandi.
    Nefndin vísar til spurningar um jafnrétti fatlaðra einstaklinga frá öðrum aðildarríkum sátt málans og óskar eftir upplýsingum um það efni í næstu skýrslu.
    Sérfræðingarnir staðfesta fyrra mat um fullnægjandi framkvæmd á þessu ákvæði sáttmál ans (Conclusions XIII-1).

2. gr.
Réttur til sanngjarnra vinnuskilyrða.

    1. mgr., um skyldu samningsaðila til að sjá til þess að daglegur og vikulegur vinnustundafjöldi sé hæfilegur og stefna markvisst að styttingu vinnuvikunnar.
    * Sérfræðinganefndin vísar til fyrri niðurstöðu sinnar og kveðst gefa því gaum í íslensku skýrslunni að kjararannsóknarnefnd sé í samvinnu við Háskóla Íslands að taka saman hagtölur um vinnutíma og beiti til þess aðferðum sem mælt sé með af alþjóðavinnumálaskrifstofunni í Genf. Gert sé ráð fyrir niðurstöður liggi fyrir að tveimur árum liðnum. Þess vegna vonist hún til þess að í næstu skýrslu Íslands verði að finna hagtölur um raunverulegan vinnutíma, þar með talda yfirvinnu í hverri starfsgrein, auk upplýsinga um vinnutíma sjómanna. Hún kveðst þó taka eftir í upplýsingum í samantekt alþjóðavinnumálaskrifstofunnar um vinnumarkaðsmál árið 1994 að meðalvinnutími á Íslandi hafi verið 46 stundir árið 1993.
    * Sérfræðingarnir óska á ný eftir upplýsingum um viðbrögð við tillögum nefndar sem skip uð var árið 1987 um aðgerðir til að stytta vinnutíma.
    * Nefndin ákvað að fresta ákvörðun um mat á framkvæmd á ákvæði mgr. meðan beðið væri frekari upplýsinga um vinnutíma á Íslandi (Conclusions XIII-1).
    3. mgr., um að veitt sé a.m.k. tveggja vikna árlegt orlof með kaupi.
    5. mgr., um vikulegan hvíldartíma.

3. gr.
Réttur til öryggis við störf og heilsusamlegra vinnuskilyrða.

     1. mgr., um útgáfu öryggis- og heilbrigðisreglugerða.
    2. mgr., um eftirlit með framkvæmd öryggis- og heilbrigðisreglugerða.
    3. mgr., um samráð við aðila vinnumarkaðarins um ráðstafanir sem ætlað er að bæta öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.

4. gr.
Réttur til sanngjarns kaups.

     1. mgr., um rétt verkafólks til kaups sem veiti því og fjölskyldum þess sómasamleg lífskjör.
    2. mgr., um rétt verkafólks til hærra kaups fyrir yfirvinnu.
    3. mgr., um viðurkenningu á rétti karla og kvenna til sama kaups fyrir jafnverðmæt störf.
    * Í niðurstöðum sínum segjast sérfræðingarnir gefa gaum svari við spurningu í fyrri skýrslulotu þar sem fram komi að sönnunarbyrði í jafnréttismálum hafi verið snúið í málum sem séu kærð til kærunefndar jafnréttismála og snerti meint misrétti byggt á kynferði. Sam kvæmt skýrslunni séu engin mörk á bótum, dæmdum starfsmanni sem hefur orðið fyrir ólög mætri uppsögn. Mat á því sé hjá dómstólum. Við þessar aðstæður sé nefndin ekki í stöðu til að leggja á það dóm hvort aðstæður séu í samræmi við fordæmisrétt hennar sem gerir ráð fyrir að sé endurráðning útilokuð verði bætur að verka letjandi á atvinnurekanda og starfsmaður fái miska bættan. Hún óskar eftir því að í næstu skýrslu verði dæmi um niðurstöður dómsmála eða aðrar hliðstæðar upplýsingar sem geti varpað ljósi á stöðuna að þessu leyti. Nefndin ákvað að fresta því að taka afstöðu meðan beðið sé eftir nánari upplýsingum frá Íslandi (Conclusions XIII-1).
    4. mgr., um rétt verkafólks til hæfilegs uppsagnarfrests.
    5. mgr., um heimild til takmarkaðs launafrádráttar.

5. gr.
Réttur til að stofna félög.

    * Sérfræðinganefndin kveðst gefa gaum skýrslu Íslands. Enda þótt hún telji hana veita frekari upplýsingar um þann grunn sem vinnulöggjöfin hvíli á hafi ekki orðið nein breyting á aðstæðum sem nefndin hafi áður gagnrýnt fyrir að vera ekki í samræmi við gildandi for dæmisrétt. Hún kveðst veita því sérstaka athygli að bæði ríkisstjórnin og Alþýðusamband Íslands hafni því að 5. grein sáttmálans taki jafnt til réttar til að vera í félögum og réttar til að standa utan félaga. Hins vegar styðji Vinnuveitendasamband Íslands skoðun nefndarinnar.
    Að því er varðar atvinnuleysisbætur kveðst nefndin veita því athygli að nefnd hafi verið skipuð til að endurskoða rétt til atvinnuleysisbóta. Sérfræðinganefndin lætur í ljósi ósk um að fá upplýsingar um endurskoðunina og álítur enn að ákvæði sem útiloka launamenn utan stéttarfélaga frá atvinnuleysisbótum, sem fjármagnaðar eru af opinberu fé og launaskatti, ekki vera í samræmi við ákvæði 5. gr. sáttmálans.
    Hún kveðst einnig veita athygli svari við almennri spurningu um alþjóðlega skipaskrá. Samkvæmt skýrslunni sé slík skrá ekki til á Íslandi (Conclusions XIII-1).

6. gr.
Réttur til að semja sameiginlega.

     1. mgr., um að stuðlað sé að sameiginlegum viðræðum milli verkafólks og atvinnurekenda,
    2. mgr., um að stuðlað sé að frjálsum samningaumleitunum milli vinnuveitenda og verkalýðsfélaga til að ákvarða laun og vinnuskilyrði með heildarsamningum.
    * Sérfræðinganefndin kveður það vekja athygli sína að í skýrslu Íslands komi fram að í framhaldi af samráði og samningaviðræðum hafi ríkisstjórnin og ýmis samtök á vinnumarkaði gert samning í því skyni að draga úr launahækkunum á tímum aukinnar verðbólgu og vaxandi atvinnuleysis.
    Fram kemur að nefndin hafi tekið eftir því að þessir þjóðarsáttarsamningar eigi að gilda til september 1991 með það höfuðmarkmið að stuðla að efnahagslegri viðreisn með hógværum kauphækkunum og með ákvæði um sérstaka launanefnd.
    Hún kveðst veita því athygli að í ágúst 1990, í framhaldi af því að Bandalag háskólamennt aðra ríkisstarfsmanna hafi hafnað ákvæðum þjóðarsáttarsamninganna, hafi ríkisstjórnin sett bráðabirgðalög þar sem frestað var launahækkun sem koma átti til framkvæmdar á grundvelli kjarasamnings á milli ríkisstjórnarinnar og BHMR í því augnamiði að forðast víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags og á þann hátt vernda efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Hún kveðst einnig taka eftir niðurstöðu sérfræðinganefndar ILO í kæru BHMR þar sem mótmælt er stjórnskipulegu gildi laganna. Nefndin kveðst sérstaklega gefa því gaum að eftirlitsaðilar ILO hafa viðurkennt að ef ríkisstjórn telur rétt, vegna brýnna ástæðna í efnahagsmálum þjóðar innar, geti reynst nauðsynlegt að leggja hömlur á samningaviðræður um kaup og kjör sem vari um takmarkaðan tíma og slíkum aðgerðum fylgi fullnægjandi varnaðarráðstafanir í því skyni að vernda lífskjör launafólks.
    Nefndin kveðst einnig gefa því gaum í heimildum frá ILO að í desember 1992, þ.e. utan skýrslutímabilsins, hafi Hæstiréttur Íslands komist að þeirri niðurstöðu að enda þótt bráða birgðalögin hafi ekki brotið ákvæði stjórnarskrárinnar hafi þau að vissu marki verið ósam rýmanleg jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og að þessu leyti ætti BHMR rétt á bótum. Nefndin (ILO) óskar eftir því að í næstu skýrslu verði upplýsingar um framvindu og þróun samningaviðræðna um gerð kjarasamnings við þessi nefndu samtök.
    Sérfræðinganefnd Evrópuráðsins minnir á fordæmisrétt sem síðast er vísað til í skýrslu XXII-1 að teknu tilliti til tímabils samráðs sem lauk með almennu samkomulagi aðila vinnu markaðarins sem hafði að markmiði að hemja kauphækkanir á ákveðnu tímabili til að stuðla að efnahagsþróun. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin hefði haldið áfram að fara að ákvæðum þessa ákvæðis sáttmálans. Hins vegar óskar hún eftir staðfestingu þess að bráðabirgðalögin falli úr gildi í samræmi við ákvæði samkomulagsins.
    Loks kveðst nefndin veita athygli svari Íslands við almennri spurningu til aðildarríkjanna varðandi framkvæmd 5. gr. sáttmálans um alþjóðlega skipaskrá. Samkvæmt svarinu er slík skrá eða skráning ekki tíðkuð á Íslandi (Conclusions XIII-1).
    * Í skýrslu XIII-3 vísar sérfræðinganefndin til skýrslu Íslands þar sem svarað er spurning um um framvindu kjarasamninga Bandalags háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins. Nefndin segir að þar komi fram að öll aðildarfélög BHMR hafi undirritað kjarasamning fyrir tímabilið 1. maí 1992 til 28. febrúar 1993 sem síðan hafi verið endurnýjaður með gildistíma til 31. des ember 1994. Nefndin kveðst einnig veita athygli undirritun kjarasamninga við önnur stéttar félög 21. maí 1993 sem einnig var framlengdur til 31. desember 1994.
    Nefndin óskar eftir upplýsingum í næstu skýrslu um framvindu kjarasamninga. Hún óskar eftir staðfestingu á því að bráðabirgðalög um aðgerðir í efnahagsmálum séu ekki lengur í gildi.
    Hún gerir einnig að umtalsefni 2. gr. laga nr. 15/1993 þar sem kveðið er á um að Hæsti réttur Íslands skuli tilnefna gerðardóm hafi ekki tekist samningar um kaup og kjör um borð í ms. Herjólfi fyrir 1. júní 1993. Nefndin óskar eftir ítarlegum upplýsingum um þetta málefni þannig að hún geti lagt mat á aðstæður. Sérfræðingarnir geta þess að í skýrslunni komi fram upplýsingar um að Alþýðusamband Íslands hafi kært lagasetninguna til Alþjóðavinnumála stofnunarinnar. Þeir óska eftir upplýsingum um framvindu kærumálsins.
    Meðan beðið er nánari upplýsinga kveðst nefndin staðfesta fyrri jákvæðu niðurstöðuna um framkvæmd mgr.
     3. mgr., um skipulag sáttafyrirkomulags og gerðardóma eftir samkomulagi við lausn vinnudeilna.
    * Sérfræðinganefndin gefur gaum að því í skýrslu Íslands að í kjarasamningum bæði á al mennum vinnumarkaði og á milli ríkisins og starfsmanna þess sé að finna ákvæði um úr skurðarnefndir gerðardóma. Að auki séu lögbundin ákvæði um sáttastörf og gerðardóma til að setja niður deilur á milli aðila vinnumarkaðarins sem upp kunna að koma í tengslum við kjarasamninga. Nefndin kveðst veita því athygli að samtök aðila vinnumarkaðarins geti sett niður ágreining með eigin gerðardómum en að sú leið sé sjaldan farin. Nefndin staðfestir fyrri ákvörðun um jákvæða niðurstöðu varðandi framkvæmd greinarinnar (Conclusions XIII-1).
     4. mgr., um rétt verkafólks og vinnuveitenda á sameiginlegum aðgerðum þegar hagsmunaárekstrar verða.
    * Nefndin kveðst gefa gaum upplýsingum í skýrslu Íslands um skrá yfir störf sem gegna þurfi til að veita lágmarksþjónustu í því skyni að tryggja öryggi fasteigna og fólks. Af þessu leiði að þeir sem gegni þessum störfum hafi ekki rétt til að fara í verkfall. Nefndin lætur í ljós von um að hliðstæðar skrár verði sendar Evrópuráðinu í framtíðinni. Sérfræðingarnir óska eftir upplýsingum um það hvernig haft sé samráð við hlutaðeigandi samtök launafólks um ákvörðun á því á hvaða störfum þetta bitni og við mat á fjölda einstaklinga sem sé talinn nauðsynlegur til að viðhalda lágmarksþjónustu.
    Nefndin gerir verkfallsrétt opinberra starfsmanna að umtalsefni og bendir á að ákvæði laga nr. 94/1986 takmarki enn verkfallsrétt opinberra starfsmanna við þau tilvik að verkfall sé gert í þeim tilgangi að ná kjarasamningi. Hún minnir á fordæmisrétt og kveður slíkar takmarkanir óásættanlegar.
    Sérfræðinganefndin kveðst einnig harma að í skýrslu sinni staðfesti ríkisstjórnin að rétturinn til að boða verkfall sé eingöngu á valdi stéttarfélaga. Hún minnir á að samkvæmt þessu ákvæði sáttmálans verði launamönnum að vera heimilt að leggja niður vinnu jafnvel án aðildar stéttarfélags. Hún telur því að einnig að þessu leyti séu aðstæður á Íslandi ekki í samræmi við ákvæði 4. mgr. 6. gr. sáttmálans (Conclusions XIII-1).

11. gr.
Réttur til heilsuverndar.

    1. mgr., um aðgerðir til að útrýma heilsuspillandi aðstæðum.
    * Sérfræðinganefndin kveðst hafa veitt athygli upplýsingum í íslensku skýrslunni um aðstöðu til heilsugæslu sem sé að finna um land allt og væntir þess að í næstu skýrslu komi fram staðfesting á því að allir íbúar, þar með taldir þeir sem búi afskekkt, geti notið þjónustu í samræmi við þarfir.
    Nefndin getur þess að í framhaldi af Hvítbók ríkisstjórnarinnar hafi verið gripið til marg víslegra aðgerða til að vernda náttúruna. Sérfræðingarnir óska eftir upplýsingum um árangur á þessu sviði. Hún endurtekur óskir sínar um nánari upplýsingar um frumvarp til breytinga á lögum um varnir gegn tóbaksreykingum.
    Nefndin vekur athygli á því að samkvæmt nýjum reglum líði lengri tími á milli skýrslna um framkvæmd greinarinnar. Hún leggur því ríka áherslu á ítarleg svör við spurningum sínum í næstu skýrslu ríkisstjórnarinnar um framkvæmd mgr. Niðurstaða hennar er að framkvæmd Íslands sé í samræmi við ákvæðið.
    2. mgr., um ráðgjafar- og fræðsluaðstöðu til að stuðla að bættu heilsufari og efla ábyrgðartilfinningu einstaklinga í heilbrigðismálum.
    * Nefndin vekur á því athygli að engar upplýsingar séu veittar um þetta ákvæði en vísað til upplýsinga sem veittar eru í 1. mgr. greinarinnar. Þar komi fram að heilsugæslustöðvar séu ábyrgar fyrir heilsugæslu í skólum, sérstaklega að því er varðar eftirlit með heyrn og sjón. Sérfræðingarnir segjast taka eftir að skólar veiti ráðgjöf að því er varðar mataræði, tannvernd, kynlíf, reykingar og ávana- og fíkniefni.
    Nefndin vekur athygli á því að samkvæmt nýjum reglum líði lengri tími á milli skýrslna um framkvæmd greinarinnar. Hún leggur því ríka áherslu á að fá ítarleg svör við spurningum sín um í næstu skýrslu ríkisstjórnarinnar um framkvæmd mgr. Niðurstaða hennar er að framkvæmd Íslands sé í samræmi við ákvæðið.
    3. mgr., um varnir gegn farsóttum, landlægum sjúkdómum og öðrum sjúkdómum.
    * Sérfræðinganefndin segist veita athygli upplýsingum sem fram koma í skýrslu Íslands um aðgerðir til að hindra útbreiðslu AIDS. Hún kvartar undan því að ekki sé að finna upplýsingar í skýrslunni um nýjar aðgerðir til að koma í veg fyrir kynsjúkdóma eins og óskað hafi verið eftir. Nefndin kveðst vonast til þess að í næstu skýrslu Íslands verði að finna upplýsingar um bólusetningar, hvers konar bóluefni sé notað og um markhóp aðgerðanna, hvort þær séu skylda og hvort greiða þurfi fyrir þessa þjónustu. Nefndin endurnýjar það álit sitt að framkvæmd Íslands sé í samræmi við ákvæði málsgreinarinnar.

12. gr.
Réttur til félagslegs öryggis.

     1. mgr., um að almannatryggingum sé komið á eða þeim viðhaldið.
    2. mgr., um eflingu almannatrygginga þannig að þær jafnist á við það sem krafist er til fullgildingar alþjóðavinnumálasamþykkt nr. 102, um lágmark félagslegs öryggis.
    3. mgr., um markvissa eflingu almannatrygginga.
    * Sérfræðinganefndin kveðst veita athygli upplýsingum í skýrslu Íslands og upplýsingum í öðrum heimildum um framkvæmd mgr. Hún kveðst veita sérstaka athygli upplýsingum um að framlög til tryggingamála hafi hækkað úr 10,7% af þjóðarframleiðslu ársins 1972 í 18,2% árið 1992. Ríkissjóður hafi staðið undir 54% kostnaðar, sveitarfélög 8%, atvinnurekendur 32% og launafólk 8%.
    Nefndin kveðst einnig veita athygli upplýsingum um að einyrkjar geti nú fengið atvinnu leysisbætur í allt að 180 daga á hverju 12 mánaða tímabili.
    Niðurstaða sérfræðinganna er sú að Ísland framfylgi ákvæði mgr. á fullnægjandi hátt.
    4. mgr., um gerð gagnkvæmra eða fjölþjóðlegra samninga um tryggingabætur og aðgerðir til að koma í veg fyrir missi þeirra.
    Sérfræðinganefndin kveðst taka eftir því í íslensku skýrslunni að engir tryggingasamningar séu í gildi eða séu fyrirhugaðar við Möltu. Hún setur fram þá spurningu hvort ástæðan sé sú að engir fólksflutningar eigi sér stað á milli Íslands og Möltu. Sérfræðingarnir óska eftir staðfestingu á því að starfi maltneskir launamenn á Íslandi muni þeir njóta þeirrar verndar sem felist í ákvæði mgr. Nefndin frestaði ákvörðun um það hvort framkvæmd Íslands sé fullnægjandi þar til frekari upplýsingar berist.

13. gr.
Réttur til félagslegrar aðstoðar og læknishjálpar.

    1. mgr., um að sérhverjum manni sem hefur ónóg fjárráð og getur ekki aflað þeirra af eigin rammleik verði veitt næg aðstoð.
    * Orðrétt segir svo í skýrslu sérfræðinganefndarinnar: „Nefndin kynnti sér upplýsingar sem fram koma í skýrslu Íslands.
    1.     Félagsleg aðstoð.
    Hún kynnti sér ítarlegar upplýsingar um framkvæmd félagslegrar aðstoðar sem veitt er á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991.
    Hún veitir sérstaka athygli fjölgun styrkþega úr 3.666 árið 1989 í 3.841 árið 1992.
    Í raun leggur félagsþjónustan mat á raunverulegar þarfir einstaklings eða fjölskyldu og veitir grunnfjárhagsaðstoð sem nemur mun á tekjum og lágmarksframfærslukostnaði sem er ákveðinn af sérhverju sveitarfélagi samkvæmt leiðbeiningarreglum félagsmálaráðuneytisins.
    Hægt sé að bæta öðrum bótum við grunnfjárhagsaðstoð, þar með talin skyndiaðstoð vegna skemmda á húsnæði, útfararkostnaður o.fl. Sveitarfélögin eru skyldug til að veita margvíslega aðra félagslega aðstoð, t.d. heimilishjálp, dagvistarheimili fyrir börn og niðurgreitt húsnæði. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir þetta sé enginn raunverulegur réttur til viðbótarbóta við grunnfjárhagsaðstoðina sem eru veittar af sveitarfélögunum á grundvelli mats á hverju einstöku tilviki.
    Nefndin veitir athygli að í skýrslu Íslands um framkvæmd 4. mgr. 13. gr. kemur fram að ríkisborgarar annarra aðildarríkja sáttmálans, sem löglega dveljast á Íslandi, hafi rétt til jafns við Íslendinga til félagslegrar aðstoðar, án tillits til dvalartíma. Nefndin veitir því enn fremur athygli að nefnd hafi verið skipuð í nóvember 1994 til að taka þessi málefni til umfjöllunar. Hún kveðst þar af leiðandi óska eftir upplýsingum um starf [íslensku] nefndarinnar en minnir jafnframt á að kröfur um sérstakan dvalartíma geti brotið í bága við ákvæði 1. mgr. 13. gr.
    Nefndin veitir enn fremur athygli að á tilteknum svæðum eru móttakendur félagslegrar aðstoðar skuldbundnir til að leggja fram sannanir á því að þeir séu virkir leitendur atvinnu og hægt sé að synja um fjárhagsaðstoð neiti hlutaðeigandi að taka atvinnutilboði. Nefndin óskar eftir upplýsingum um fjölda fólks, jafnvel áætlaðan fjölda, sem hafi á ári hverju verið synjað um félagslega aðstoð á þessum grundvelli, einnig um þann fjölda tilvika um neitun atvinnutilboða og fjölda atvinnutilboða.
    Nefndin veitir athygli upplýsingum í skýrslunni um að hægt sé að áfrýja ákvörðunum fé lagsþjónustu sveitarfélaga til áfrýjunarnefndar félagsþjónustu sem skipuð hafi verið á grund velli laganna frá árinu 1991. Hún minnir á að samkvæmt fordæmisrétti nefndarinnar þurfi réttur til áfrýjunar til óháðs aðila að fylgja rétti til félagslegrar aðstoðar. Í því skyni að leggja mat á það hvort áfrýjunarnefnd félagsþjónustu geti talist slíkur óháður aðili óskar nefndin eftir upplýsingum um það hvernig fulltrúar í nefndinni séu tilnefndir, upplýsingum um skipunartíma og einnig upplýsingum um reglur nefndarinnar þannig að hægt sé að leggja á það mat hvort hún uppfylli skilyrði um nauðsynlegt sjálfstæði.
    Hún óskar einnig eftir upplýsingum um það hvort nefndin geti breytt ákvörðunum um að synja um félagslega aðstoð. Ef í ljós kemur að áfrýjunarnefndin uppfyllir ekki skilyrði um sjálfstæði óskar nefndin eftir upplýsingum um það hvort hægt sé að skjóta ákvörðunum hennar til dómstóla.
     2.     Læknishjálp.
    Nefndin tekur eftir að læknismeðferð er að stærstum hluta ókeypis og upphæð veitt innan ramma ákvæða um félagslega aðstoð nægir einnig fyrir þeim hluta sem einstaklingum er gert að greiða vegna læknisaðstoðar.
    Í fyrri niðurstöðum af athugun nefndarinnar á framkvæmd 4. mgr. 13. gr. hefur nefndin veitt athygli að útlendingar, sem eru búsettir á Íslandi, hafi rétt til læknisaðstoðar. Hún óskaði þar af leiðandi eftir skilgreiningu á orðinu „búsettur“ [domiciled]. Skýrsla Íslands vísar í þessu sambandi til upplýsinga sem eru veittar um framkvæmd 1. mgr. 12. gr. þar sem kemur fram að allir útlendingar búsettir á Íslandi í sex mánuði njóti sjúkratrygginga sem tryggi þeim læknismeðferð þeim að kostnaðarlausu. Þessar upplýsingar gerðu nefndinni ekki kleift að meta raunverulega stöðu ríkisborgara aðildarríkja sáttmálans sem löglega búa og starfa á Íslandi að því er varðar læknisaðstoð. Hún óskar þar af leiðandi eftir nánari upplýsingum sem varpa ljósi á þetta atriði.
    Nefndin ákvað að fresta því að leggja mat á framkvæmd Íslands á þessu ákvæði þar til nánari upplýsingar hafi borist.
     2. mgr., um tryggingu þess að fólk sem nýtur félagslegrar aðstoðar eða læknishjálpar bíði ekki fyrir þá ástæðu hnekki í sambandi við stjórnmálaleg eða félagsleg réttindi sín.
    3. mgr., um opinbera þjónustu, ráðleggingar eða félagslega aðstoð til að koma í veg fyrir skort.
    4. mgr., um að ákvæðum í 1., 2. og 3. mgr. greinarinnar sé beitt jafnt gagnvart eigin þegnum og þegnum annarra samningsaðila sem löglega dvelja í löndum þeirra í samræmi við skuldbindingar þeirra í Evrópusamþykktinni um félagslega aðstoð og læknishjálp sem undirrituð var í París hinn11. desember 1953.
    * Í skýrslunni kemur fram að sérfræðinganefndin kveðst veita því athygli í íslensku skýrsl unni að útlendingar, sem löglega dveljast á Íslandi, eigi rétt á félagslegri aðstoð. Þrátt fyrir þessar upplýsingar hafi nefndin ekki geta lagt mat á hvers konar félagslegri aðstoð ríkis borgarar annarra aðildarríkja eigi kost á, sem löglega dveljast á íslensku svæði án þess að eiga þar búsetu. Með hliðsjón af skorti á þessum upplýsingum óskar nefndin eftir því að í næstu skýrslu Íslands verði upplýsingar um læknisaðstoð sem ríkisborgarar annarra samningsaðila geti gert kröfu til að því tilskildu að þeir dvelji þar á löglegan hátt án þess að eiga þar búsetu. Sérfræðinganefndin kveðst veita því athygli að nýr norrænn samningur, sem hafi að geyma ákvæði um félagslega aðstoð, hafi verið saminn árið 1994. Nefndin óskar eftir því að í næstu skýrslu Íslands verði veittar skýringar á gildissviði þessa skjals með tilliti til 4. mgr. 13. gr. sáttmálans.
    Loks óskar nefndin eftir upplýsingum um það hvort ríkisborgarar annarra aðildarríkja sátt málans, sem löglega hafi dvalist á Íslandi án þess að hafa þar búsetu, hafi verið fluttir þaðan vegna þess að þeir hafi haft þörf fyrir félagslega aðstoð, og ef slíku sé til að dreifa, hvort og hvernig skilyrði sem sé að finna í 6. til 10. gr. samningsins frá árinu 1953 hafi verið virt í framkvæmd.

14. gr.
Réttur til að njóta góðs af félagslegri velferðarþjónustu.

     1. mgr., um eflingu félagslegrar þjónustu sem stuðlar að velferð og þroska einstaklinga og hópa í samfélaginu og aðlögun þeirra að félagslegu umhverfi.
    2. mgr., um aðgerðir sem hvetja einstaklinga og sjálfboðaliða til að koma á fót félagslegri þjónustu og efla hana.
    * Sérfræðinganefndin kvartar undan því að í skýrslu Íslands hafi ekki verið að finna upplýsingar um framkvæmd þessarar greinar. Nefndin krefst þess að í næstu skýrslu verði veittar upplýsingar um framkvæmd greinarinnar, einkum að því er varðar þjónustu við aldr aða, fjölda miðstöðva, stofnana o.s.frv. Hún óskar eftir því að ríkisstjórnin endurnýi upp lýsingar um alla aðila bæði einkaaðila og opinbera sem veita félagslega þjónustu. Nefndin frestaði því að leggja mat á framkvæmd Íslands á ákvæði greinarinnar þar til nánari upp lýsingar hafa borist.

16. gr.
Réttur fjölskyldunnar til félagslegrar,
lagalegrar og efnahagslegrar verndar.

     Greinin fjallar um rétt fjölskyldunnar til félagslegrar, lagalegrar og efnahagslegrar verndar.
    * Sérfræðinganefndin kveðst veita athygli upplýsingum í skýrslu Íslands í framhaldi af spurningum sem hún hafi sett fram í fyrri skýrslum sínum. Meðal þess sem hún veitir eftirtekt er að auk fjölskyldubóta, sem greiddar eru með börnum yngri en 16 ára, er hægt að veita eftir taldar bætur:
          barnabótaauka vegna allra barna yngri en 18 ára ef annað hvort foreldra er látið eða er á örorkubótum;
          bætur til einstæðra feðra eða mæðra vegna framfærslu barns yngra en 18 ára;
          styrk vegna menntunar ungmennis á aldrinum 18 til 20 ára ef annað eða bæði foreldra eru látin eða fá örorkustyrk.
    Í þessu sambandi óskar nefndin eftir upplýsingum um það í næstu skýrslu Íslands hvort nauðsynlegt sé að uppfylla einhver búsetuskilyrði til að geta notið framangreindra bóta, barnabætur þar með taldar.
    Sérfræðingarnir segjast taka eftir upplýsingum um að heilsugæslustöðvar veiti ráðlegg ingar varðandi fjölskyldumálefni. Um landið séu starfandi 80 slíkar stöðvar.
    Sérfræðinganefndin gerir að umtalsefni skýringar íslenskra stjórnvalda á takmörkuðu framboði á rýmum á dagvistarheimilum fyrir börn og vísar til þess að minna en 30% barna yngri en 10 ára eigi kost á rými. Hún segir að íslensk stjórnvöld bendi á hlutfallslega lágan skólaskyldualdur (sex ára), skipan fjölskyldumála og sterk fjölskyldubönd, en auk þess sé vakin á því athygli að úti á landi sé í flestum tilvikum stutt á milli vinnustaðar og heimilis.
    Sérfræðingarnir segjast hafa fengið upplýsingar um að starfsemi skóladagheimila í Reykja vík hafi reynst það vel að henni verði haldið áfram.
    Vakin er á því athygli að skýrsla Íslands hafi haft að geyma upplýsingar um aðgerðir til að auðvelda fólki að eignast eða komast í húsnæði. Þessar aðgerðir hafi m.a. falist í eftirfarandi:
          skattafslætti og húsnæðisbótum til fólks sem byggir eða á annan hátt er að koma yfir sig eigin húsnæði;
          greiðslumati vegna lána til að kaupa félagslegt húsnæði;
          aðstoð í húsnæðismálum, sem veitt er af sveitarfélögum, í því skyni að hafa til reiðu húsnæði, annaðhvort leiguhúsnæði eða eigin húsnæði, fyrir fjölskyldur eða einstaklinga sem eiga í erfiðleikum við að finna húsnæði; þar til viðbótar hafi sveitarfélögunum verið gert kleift frá janúar 1995 að veita sérstakan húsnæðisstuðning í reiðufé.
    Nefndin óskar eftir upplýsingum um það hvort og með hvaða skilyrðum ríkisborgarar annarra samningsaðila geti notið framangreinds stuðnings.
    Sérfræðingarnir samþykktu að fresta ákvörðun um það hvort framkvæmd Íslands sé í sam ræmi við ákvæði sáttmálans þar til framangreindar upplýsingar hafa borist og ný og tæmandi svör við spurningu D í leiðbeiningum um skýrslugerð um framkvæmd sáttmálans. Í spurningu D er óskað eftir upplýsingum um löggjöf sem sérstaklega verndi fjölskylduna, einkum að því er varðar samskipti innan hennar, eða miði að öðrum lausnum hjúskapardeilna en skilnaða.

18. gr.
Réttur til að stunda arðbært starf í landi annars samningsaðila.

     1. mgr., um að beita frjálslega gildandi reglum um veitingu atvinnuleyfa.
    2. mgr., um einföldun gildandi formsatriða varðandi veitingu atvinnuleyfa og niðurfellingu gjalda sem erlendu verkafólki og atvinnurekendum er gert að greiða.
    * Nefndin veitir því athygli í skýrslu Íslands að ný lög nr. 133/1994, um atvinnuréttindi útlendinga, hafi tekið gildi 1. janúar 1995 og leyst af hólmi eldri löggjöf frá árinu 1982.
    Hún kveðst taka eftir að 13. og 14. gr. laganna hafi að geyma skrá yfir útlendinga sem séu undanþegnir skyldu til að hafa atvinnuleyfi á Íslandi (ríkisborgarar aðildarríkja samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, útlendingar sem hafi verið íslenskir ríkisborgarar við fæðingu en glatað ríkisborgararétti hérlendis og tilteknir hópar útlendinga sem vinni á Íslandi skemur en í fjórar vikur á hverju 12 mánaða tímabili).
    Þessu til viðbótar sé kveðið á um tvenns konar atvinnuleyfi í 7. gr., þ.e. tímabundið at vinnuleyfi veitt atvinnurekanda til að ráða útlending til tiltekinna starfa og óbundið atvinnu leyfi veitt útlendingi. Í þessu sambandi vísar nefndin til niðurstöðu sinnar undir 3. mgr. 18. gr.
    Nefndin tekur eftir því að hvað varðar atvinnuleyfi námsmanna hafi staða þeirra orðið lakari með nýju lögunum þar sem þeim sé nú gert að hafa atvinnuleyfi hyggist þeir leita að vinnu á námstíma eða með námi, eða í námsleyfum. Hún óskar eftir upplýsingum um fjölda námsmanna sem hafi sótt um slík leyfi og fjölda veittra leyfa og hvort um hafi verið að ræða fækkun námsmanna sem hafi leitað eftir vinnu með námi eða í námsleyfum. Nefndin kveðst einnig veita því athygli að samkvæmt nýju lögunum hafi stéttarfélög rétt til að „gefa umsögn“ um umsóknir um atvinnuleyfi. Nefndin óskar eftir því að fá upplýsingar um það hvort neikvæð umsögn stéttarfélags hindri frjálslega framkvæmd gildandi reglna.
    Sérfræðingarnir veita því athygli að útlendingaeftirlitið er nú ábyrgt fyrir útgáfu sérstakra skírteina sem þjóna því hlutverki að sanna rétt til dvalar og atvinnu á Íslandi. Nefndin óskar upplýsinga um það hvort 500 kr. gjaldið sem sett sé upp fyrir skírteinin af útlendingaeftirlitinu vegna útgáfu skírteinis sé til viðbótar við önnur gjöld, t.d. fyrir að fá atvinnu- og dvalarleyfi, eða hvort það hafi komið í stað fyrri gjalda.
    Loks er óskað upplýsinga um það með hvaða hætti nýju lögin hafi falið í sér einföldun á formsreglum að því er varðar vinnu ríkisborgara annarra aðildarríkja sáttmálans, þ.e. annarra en þeirra sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.
    Nefndin frestaði því að taka afstöðu til framkvæmdar Íslands á framkvæmd ákvæðisins þar til frekari upplýsingar hafa borist. Sama gildir um framkvæmd Íslands á 3. mgr. 18. gr.
     3. mgr., um að slakað verði á gildandi reglum sem gilda um ráðningu erlends verkafólks.
    Sérfræðinganefndin gerir að umtalsefni ákvæði 7. gr. laga nr. 133/1994, um atvinnuréttindi útlendinga, sem gerir ráð fyrir tvenns konar atvinnuleyfum (!). Samkvæmt ákvæði greinar innar er hægt að veita atvinnurekanda atvinnuleyfi (tímabundið atvinnuleyfi) til að ráða útlending til tiltekinna starfa (fyrst til eins árs en hægt að framlengja það eftir það um allt að tvö ár í hvert sinn). Einnig sé hægt að veita útlendingnum „óbundið atvinnuleyfi“. Í seinna til vikinu er útlendingurinn óbundinn atvinnurekandanum og getur tekið vinnu hjá hvaða at vinnurekanda sem vera skal að því tilskildu að hann uppfylli kröfur um menntun og þjálfun ( 8. gr.). Nefndin óskar eftir því að í næstu skýrslu Íslands verði veittar upplýsingar um það hvað sé átt við með „tilteknu verkefni“ og hver sé réttarstaða útlendings með tímabundið atvinnuleyfi.
    Sérfræðingarnir fjalla um ákvæði 9. gr. þar sem kveðið er á um það að útlendingur búsettur á Íslandi geti sótt um „leyfi til að starfa sjálfstætt eða starfrækja fyrirtæki“ að uppfylltum tilteknum skilyrðum, þ.e. að hann sé fjárráða og hafi forræði á búi sínu. Nefndin óskar þess að verða upplýst um það hvort veiting atvinnuleyfis leiði af sér rétt til að starfa sjálfstætt, enda þótt útlendingurinn hafi ekki lögheimili á Íslandi.
    Loks er óskað upplýsinga um það með hvaða hætti nýju lögin hafi falið í sér einföldun á formsreglum að því er varðar vinnu ríkisborgara annarra aðildarríkja sáttmálans, þ.e. annarra en þeirra sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.
    Nefndin frestaði því að taka afstöðu til framkvæmdar Íslands á framkvæmd ákvæðisins með sama hætti og að því er varðar framkvæmd 2. mgr. 18. gr. þar til frekari upplýsingar hafa borist.

    Tekið skal fram að Ísland hefur ekki undirgengist skuldbindingar samkvæmt eftirtöldum greinum:

2. gr.

    2. mgr., um veitingu almennra frídaga með kaupi.
    4. mgr., um að verkafólki sem vinnur hættuleg eða óheilnæm störf séu veittir aukafrídagar eða vinnutími þess styttur.

7. gr.

    Greinin fjallar um rétt barna og ungmenna til verndar.

8. gr.

    Greinin fjallar um rétt vinnandi kvenna til verndar.

9. gr.

    Greinin fjallar um rétt til leiðbeininga um stöðuval.

10. gr.

    Greinin fjalla um rétt til starfsþjálfunar.

19. gr.

    Greinin fjallar um rétt farandverkafólks og fjölskyldna þess til verndar og aðstoðar.


     Niðurstaðan í skýrslu sérfræðinganefndarinnar XIII-1 (1990–91) var eftirfarandi:
    Framkvæmd í samræmi við ákvæði félagsmálasáttmála Evrópu:
    2.* og 3.* mgr. 1. gr.; 3. og 5. mgr. 2. gr.; 1.*, 2.* og 3.* mgr. 3. gr.; 2., 4. og 5. mgr. 4. gr.; 1., 2. og 3.* mgr. 6. gr.     
    Í skýrslu XIII-1 taldi nefndin sig ekki hafa nægilegar upplýsingar til að geta dæmt um framkvæmd eftirtalinna greina: 1.* mgr. 2. gr.; 1.* og 3.* mgr. 4. gr.; 1. og 4.* mgr. 13. gr. og 16.* gr.
    Í skýrslu XIII-1 taldi nefndin Ísland ekki standa við skuldbindingar sínar í sambandi við framkvæmd eftirtalinna ákvæða: 5.* gr.; 4.* mgr. 6. gr. og 2. og 3.* mgr. 18. gr.
    * ) Óskað er ítarlegri upplýsinga um framkvæmd hlutaðeigandi mgr. eða gr.

     Niðurstaðan í skýrslu sérfræðinganefndarinnar XIII-2 (1991–92) var eftirfarandi:
    Framkvæmd í samræmi við ákvæði félagsmálasáttmála Evrópu:
    1., 2., 3. og 4. mgr. 12. gr.; 2. og 3. mgr. 13. gr.; 16. gr.; 17. gr. og 1. og 4. mgr. 18. gr.
    Í skýrslu XIII-2 taldi nefndin sig ekki hafa nægilegar upplýsingar til að geta dæmt um framkvæmd eftirtalinna greina: 1. og 4. mgr. 13. gr. og 2. og 3. mgr. 18. gr.

     Niðurstaðan í skýrslu sérfræðinganefndarinnar XIII-3 (1991–93) var eftirfarandi:
    Framkvæmd í samræmi við ákvæði félagsmálasáttmála Evrópu:
    2. og 4. mgr. 1. gr.; 1., 2. og 3. mgr. 6. gr.; 1. og 2. mgr. 15. gr.
    Í skýrslu XIII-3 taldi nefndin sig ekki hafa nægilegar upplýsingar til að geta dæmt um framkvæmd eftirtalinna greina: 3. mgr. 1. gr.; 1. mgr. 2. gr.; 3. mgr. 4. gr.
    Í skýrslu XIII-3 taldi nefndin Ísland ekki standa við skuldbindingar sínar í sambandi við framkvæmd eftirtalinna ákvæða: 5. gr.; 4. mgr. 6. gr.

     Niðurstaðan í skýrslu sérfræðinganefndarinnar XIII-4 (1992–94) er eftirfarandi:
    Framkvæmd í samræmi við ákvæði félagsmálasáttmála Evrópu:
    1., 2. og 3. mgr. 11. gr.; 1. 2. og 3. mgr. 12. gr.; 2. og 3. mgr. 13. gr.
    Í skýrslu XIII-4 taldi nefndin sig ekki hafa nægilegar upplýsingar til að geta dæmt um fram kvæmd eftirtalinna greina: 4. mgr. 12. gr.; 1. og 4. mgr. 13. gr.; 1. og 4. mgr. 14. gr.; 16. gr. og 2. og 3. mgr. 18. gr.