Ferill 520. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1331 – 520. mál.Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á lögreglulögum, nr. 90 13. júní 1996 (eftirlit með meðferð áfengis).

Frá allsherjarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið samhliða umfjöllun um 478. mál, frumvarp til áfengislaga. Fékk nefndin til sín fjölda gesta og vísast um það til upptalningar í nefndaráliti í 478. máli. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Sýslumannafélagi Íslands, lögreglustjóranum í Reykjavík, Lögregluskóla ríkisins og ríkislögreglustjóra.
    Í frumvarpi til áfengislaga er lagt til að ríkislögreglustjóri hafi yfirumsjón með og annist skipulagningu áfengiseftirlits á landsvísu. Gert er ráð fyrir að innan embættisins verði sett upp sérstök deild til að hafa yfirumsjón með þessu hlutverki og veita sérhæft eftirlit auk þess sem ríkislögreglustjóri mun halda heildarskrá yfir birgðageymslur, áfengisveitingahús og áfengisútstölustaði og heildarskrá yfir handhafa leyfa til innflutnings, framleiðslu, sölu og veitinga áfengis. Um er að ræða viðbót við það hlutverk sem ríkislögreglustjóra er nú þegar falið í lögreglulögum og verður aukið fjármagn veitt til embættisins vegna þessara verkefna og eru vonir bundnar við að eftirlit með meðferð áfengis verði í kjölfar breytinganna virkara og öflugra en nú er.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.

Alþingi, 28. apríl 1998.Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Jón Kristjánsson.Jóhanna Sigurðardóttir.
Árni R. Árnason.Bryndís Hlöðversdóttir.Hjálmar Jónsson.Kristján Pálsson.Gunnlaugur M. Sigmundsson.Guðný Guðbjörnsdóttir.