Ferill 460. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1360 – 460. mál.



Svar



heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Ísólfs Gylfa Pálmasonar um fóstur eyðingar.

     1.      Hve margar fóstureyðingar hafa verið framkvæmdar hér á landi á hverju ári, síðastliðin fimm ár?

Fjöldi fóstureyðinga.


1991 1992 1993 1994 1995 1996* 1997*
Fjöldi
658 743 827 775 807 858 920
     * Bráðabirgðatala.

    Tölur fyrir árin 1996 og 1997 eru ekki endanlegar þar sem úrvinnslu upplýsinga er ekki að fullu lokið. Hér eru látnar fylgja með tölur frá árunum 1991 og 1992 til að gefa fyllri mynd.

     2.      Hve margar þeirra voru á grundvelli félagslegra ástæðna, sbr. 1. tölul. 9. gr. laga nr. 25/1975?

Fóstureyðingar heimilaðar af félagslegum ástæðum
eða bæði félagslegum og læknisfræðilegum ástæðum.

1991 1992 1993 1994 1995 1996* 1997*
Einvörðungu félagslegar ástæður 595 681 749 697 739
Bæði félagslegar og læknis fræðilegar ástæður 17 16 16 26 22
    * Upplýsingar liggja ekki fyrir.

     3.      Hve mörgum konum var á þessum árum synjað um fóstureyðingu sem þær sóttu um á grundvelli félagslegra ástæðna?
    Þegar umsókn um fóstureyðingu er synjað (t.d. á aðgerðarstað) er hægt að vísa málinu til úrskurðar hjá nefnd skv. 28. gr. laga nr. 25/1975. Er það gert í mörgum tilvikum en ekki öll um. Sama nefnd fær og til úrskurðar umsóknir varðandi fóstureyðingar sem sótt er um af læknisfræðilegum ástæðum þegar meðgöngulengd er komin um eða yfir 16 vikur.
    Er hér gerð grein fyrir synjunum af hálfu þessarar nefndar. Ástæður synjunar eru í flestum tilvikum lengd meðgöngu eða að tilgreindar félagslegar ástæður eru ekki taldar réttlæta fóstureyðingu.

Fjöldi umsókna sem hafnað var af hálfu nefndar skv. 28. gr. laga nr. 25/1975.

1993 1994 1995 1996 1997
Fjöldi
2 2 4 - 1

     4.      Hve margar konur hættu við að gangast undir fóstureyðingu sem þær sóttu um á grundvelli félagslegra ástæðna?
    Eingöngu liggja fyrir upplýsingar frá kvennadeild Landspítalans en þar eru framkvæmd um 80% fóstureyðinga í landinu. Upplýsingar um ástæður umsóknar um fóstureyðingu þeirra sem hættu við liggja ekki fyrir.

Fjöldi kvenna sem hættu við að gangast undir fóstureyðingu
á kvennadeild Landspítalans.

1993 1994 1995 1996 1997
Fjöldi
35 41 14 13 35

     5.      Hve margar konur gengust undir fleiri en eina fóstureyðingu á tímabilinu?
    Hér er greint frá því hve margar þeirra kvenna sem fóru í fóstureyðingu á ákveðnu ári höfðu gengist undir slíka aðgerð áður. Ekki liggja hins vegar fyrir upplýsingar um hve langt var liðið frá fyrri fóstureyðingu/fóstureyðingum.

Fjöldi kvenna sem gengust undir fóstureyðingu
og höfðu áður gengist undir slíka aðgerð.

Fjöldi fyrri fóstureyðinga 1991 1992 1993 1994 1995 1996* 1997*
1
114 144 177 160 170
2
26 31 28 27 30
3
6 7 6 5 13
     * Upplýsingar liggja ekki fyrir.

     6.      Hvernig er aldursdreifing þeirra kvenna sem gengust undir fóstureyðingu?

Aldursskipting kvenna sem gengust undir fóstureyðingu.


Aldur 1991 1992 1993 1994 1995 1996* 1997**
Yngri en 15 ára
2 3 3 8
15–19 ára
132 146 159 155 158 207
20–24 ára
185 207 215 221 263 233
25–29 ára
142 147 175 148 143 167
30–34 ára
89 119 137 120 115 108
35–39 ára
61 78 93 91 90 102
40–44 ára
42 43 43 35 34 29
45 ára og eldri
5 3 2 2 4 4
     *Bráðabirgðatölur. **Upplýsingar liggja ekki fyrir.