Ferill 718. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1428 – 718. mál.
Fyrirspurn
til samgönguráðherra um vaxtatekjur Ferðamálasjóðs.
Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.
1. Hverjar voru vaxtatekjur Ferðamálasjóðs árið 1997 af útlánum sjóðsins í Bandaríkjadölum?
2. Hverjar voru dráttarvaxtatekjur Ferðamálasjóðs árið 1997 af útlánum sjóðsins í Bandaríkjadölum?
3. Hve hárra dráttarvaxta krafðist Ferðamálasjóður vegna vanskila af útlánum í Bandaríkjadölum á árinu 1997?
Skriflegt svar óskast.
Prentað upp.