Framhaldsfundir Alþingis

Miðvikudaginn 06. janúar 1999, kl. 13:34:24 (2915)

1999-01-06 13:34:24# 123. lþ. 50.91 fundur 192#B framhaldsfundir Alþingis#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 123. lþ.

[13:34]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir góðar óskir í garð okkar alþingismanna. Jafnframt vil ég nota þetta tækifæri, nú á fyrsta fundi Alþingis á þessu ári, til þess að óska alþingismönnum og starfsmönnum Alþingis gleðilegs árs.

Alþingi kemur nú saman óvenjusnemma eftir jólahlé. Ástæður þess eru öllum kunnar. Það er til að afgreiða mikilvæg þingmál um stjórn fiskveiða. Að lokinni afgreiðslu þeirra mála er ráðgert að gera á ný hlé á þingstörfum og verður ráðgast við formenn þingflokka um það mál þegar dregur að lokum þessarar fundalotu.