KP fyrir ArnbS

Miðvikudaginn 06. janúar 1999, kl. 13:37:02 (2917)

1999-01-06 13:37:02# 123. lþ. 50.93 fundur 194#B KP fyrir ArnbS#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 123. lþ.

[13:37]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

,,Þar sem Arnbjörg Sveinsdóttir, 5. þm. Austurl., getur ekki vegna sérstakra anna sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþm. Sjálfstfl. í Austurl., Kristinn Pétursson, fiskverkandi á Bakkafirði, taki sæti á Alþingi í fjarveru hennar.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Sigríður Anna Þórðardóttir,

formaður þingflokks sjálfstæðismanna.``

Kristinn Pétursson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hann boðinn velkominn til starfa.