Dagskrá fundarins

Miðvikudaginn 06. janúar 1999, kl. 13:40:31 (2919)

1999-01-06 13:40:31# 123. lþ. 50.95 fundur 196#B dagskrá fundarins# (aths. um störf þingsins), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 123. lþ.

[13:40]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill vegna þessara orða hv. þm. taka fram að það er ekkert óeðlilegt við dagskrá fundarins. Það var ljóst að hér yrði á fyrsta fundi ekki annað en útbýting þingskjala en forseti hafði að sjálfsögðu gert sér vonir um að það yrðu fleiri þingskjöl en verða lesin þegar gengið verður til dagskrár eftir þessa umræðu um störf þingsins.

Forseti mun ræða það við þingflokksformenn frekar en hann hefur þegar gert hvað verður um framhald þingstarfa en gerir sér vonir um að hv. sjútvn. ljúki umfjöllun um þessi veigamiklu mál sem allra fyrst en forseti getur ekki kveðið nánar á um það hvenær það verður en vonast að sjálfsögðu til að það verði annaðhvort í dag eða á morgun.