Dagskrá fundarins

Miðvikudaginn 06. janúar 1999, kl. 13:49:19 (2924)

1999-01-06 13:49:19# 123. lþ. 50.95 fundur 196#B dagskrá fundarins# (aths. um störf þingsins), GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 123. lþ.

[13:49]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Herra forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Rannveigar Guðmundsdóttur hér áðan og fleiri um starfsáætlun þingsins og þá ósk hennar að þingfundum verði frestað nú og þingið verði kallað saman aftur 19. janúar. Ég hef setið fundi sjútvn. á undanförnum dögum eða frá því 29. desember þar sem verið er að fjalla um frv. sem átti að afgreiða í dag. Það er alveg ljóst að mjög mikil vinna er eftir í því máli og algerlega óraunhæft að ætla því einn eða tvo daga í viðbót í nefndinni. Í öðru lagi er ljóst að frv. tekur engan veginn á þeim hæstaréttardómi sem því er ætlað að vera svar við og því skiptir engu máli hvort það frv. kemur hingað inn í þingið 10., 20. eða 30. janúar enda hafa engin rök komið fram í nefndinni um að það sé mikilvægt að gera þetta fyrir 10. janúar, frekar en 20. eða 30. Þess vegna vil ég eindregið taka undir þau orð að nefndin fái góðan tíma til að vinna að þessu mikilvæga máli og að þingfundum verði frestað a.m.k. til 19. janúar.