Dagskrá fundarins

Miðvikudaginn 06. janúar 1999, kl. 13:57:30 (2928)

1999-01-06 13:57:30# 123. lþ. 50.95 fundur 196#B dagskrá fundarins# (aths. um störf þingsins), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 123. lþ.

[13:57]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill í lok umræðunnar svara fyrirspurnum sem til hans hefur verið beint. Hv. 4. þm. Vestf., Sighvatur Björgvinsson, spurði hvort þess væri að vænta að tillögur sjútvn. kæmu á borð þingmanna í dag. Á útbýtingarskjali forseta eru þessar tillögur ekki og því er þess ekki að vænta að þeim verði dreift í dag. Hv. þm. spurði einnig hvort svo yrði á morgun. Því getur forseti ekki svarað en vonast auðvitað til þess að svo verði.

Þá spurði hv. þm. hvort Alþingi hefði verið kvatt saman í þeim eina tilgangi að ræða frumvörpin um stjórn fiskveiða og svo er. Það hélt forseti að öllum væri ljóst. Þingið er kallað saman nú til þess að ræða þau mál og þau mál ein. Það fer því eftir því hvenær hv. sjútvn. lýkur störfum sínum hvenær 2. umr. um þessi stjórnarfrumvörp hefst. Annað getur forseti ekki sagt á þessari stundu um málið.