Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 11. janúar 1999, kl. 15:48:18 (2958)

1999-01-11 15:48:18# 123. lþ. 52.1 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, Frsm. minni hluta SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 123. lþ.

[15:48]

Frsm. minni hluta sjútvn. (Svanfríður Jónasdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Það liggur ljóst fyrir að við erum að ræða stjórnarfrv. þar sem gert er ráð fyrir tilteknum viðbrögðum við dómi Hæstaréttar.

Við viljum fara allt aðra leið og henni er lýst nákvæmlega í því nál. sem liggur fyrir. Niðurstaða mín er sú að við séum kannski ekki miklu bættari með því að fella þá tillögu sem minni hlutinn vildi leggja til. Hins vegar er búið að dreifa hér tillögu sem er nokkuð í þá veru.

En, herra forseti, ég met það svo að fyrir hæstv. ráðherra ætti að vera nóg að hann lesi síðasta hluta nál. minni hlutans og þar liggur fyrir, bæði fyrir hann og aðra, mjög nákvæmlega útskrifað hvernig við viljum að farið sé í þetta. Ég veit ekki hvort það bætir okkur mikið þó við bærum fram tillögu sem væri nákvæmlega um þetta, en það getum við auðvitað gert hvenær sem er þegar við viljum fá umræðu um okkar mál en erum ekki bundin af því að ræða út frá forsendum sem ráðherrann hefur sjálfur lagt.