Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 11. janúar 1999, kl. 16:00:32 (2968)

1999-01-11 16:00:32# 123. lþ. 52.1 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, Frsm. minni hluta SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 123. lþ.

[16:00]

Frsm. minni hluta sjútvn. (Svanfríður Jónasdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Fólkið í byggðarlögunum, sem hv. þm. vísar til, á rétt á réttlátara kerfi. Það á rétt á jafnrétti. Það á ekki að þurfa að búa við úthlutunarkerfi sem byggir á mismunun og einhverju sem það sjálft hefur ekkert með að gera. Fólkið á rétt á kerfi sem byggir á jafnræði og 1. gr. laganna um stjórn fiskveiða en ekki á því ákvæði laganna sem undirbyggir nánast fullkominn einkaeignarrétt á þeim veiðirétti sem er hér á Íslandsmiðum. Þarna greinir okkur sannarlega á.

Varðandi hitt, þá vil ég vekja athygli þingmannsins á þeim tillögum sem fram koma í nál.: ,,Það er tillaga minni hlutans að Alþingi endurskoði lögin,`` o.s.frv., en þar segir í IV. kafla, 2. tölul. :

,,Því sem segir í dómi Hæstaréttar um sambærilega hlutdeild í sameigninni verði mætt með auðlindagjaldi sem getur myndast við uppboð veiðiheimilda eða veiðileyfagjaldi sem lagt yrði á með öðrum hætti.``

Þar liggur það fyrir, herra forseti.