Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 12. janúar 1999, kl. 15:33:12 (3054)

1999-01-12 15:33:12# 123. lþ. 53.1 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, SvanJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 123. lþ.

[15:33]

Svanfríður Jónasdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Samandregin eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar þessi: Að öll veiðiréttindi, aflahlutdeild og sóknardagar skuli verða framseljanleg sérréttindi þeirra sem eru fyrir í kerfinu. Að endurnýjunar- og úreldingarreglur þurfi að afnema strax, þó ekki nema í hluta flotans. Og að setja þurfi upp tímabundna millifærslusjóði, þar af einn til úthlutunar hjá stjórn Byggðastofnunar.

Þingflokkur jafnaðarmanna telur að þessi viðbrögð ríkisstjórnarinnar gangi ýmist þvert á eða hafi ekkert með dóm Hæstaréttar að gera. Þessi viðbrögð, herra forseti, tryggja hvorki réttlæti né vinnufrið í greininni. Rétt er að ríkisstjórnarflokkarnir beri einir ábyrgð á viðbrögðum sínum. Við munum því sitja hjá við afgreiðslu frv. og brtt. meiri hluta sjútvn.