Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 13. janúar 1999, kl. 11:31:34 (3070)

1999-01-13 11:31:34# 123. lþ. 55.1 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, Frsm. meiri hluta KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 123. lþ.

[11:31]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Kristinn H. Gunnarsson) (andsvar):

Herra forseti. Það liggur fyrir eins og margoft hefur komið fram að það er ásetningur meiri hluta sjútvn. að gera sem minnstar breytingar á stjórnkerfi fiskveiða umfram það sem dómur Hæstaréttar kveður á um eða leiðir af sér. Hins vegar veit hv. þm. eins og fleiri að viðræður hafa verið milli ráðuneytisins og Landssambands smábátaeigenda um ákveðin atriði sem tengjast hagsmunamálum þeirra og nokkur atriði í frv. eru tekin samhliða þessu frv. sem viðbragð við hæstaréttardómnum. Það er ekkert nýtt. Það hefur legið fyrir allan tímann.