Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 13. janúar 1999, kl. 15:59:18 (3087)

1999-01-13 15:59:18# 123. lþ. 55.1 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, Frsm. minni hluta SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 123. lþ.

[15:59]

Frsm. minni hluta sjútvn. (Svanfríður Jónasdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég tók einmitt eftir því að hæstv. ráðherra hafði ákveðnar efasemdir um þessa aðferð, einkum vegna þess að þá færi markaðskerfið að vinna og það gæti verið svo slæmt, t.d. gæti Eimskipafélagið farið að kaupa veiðiheimildir. Því vildi ég spyrja hæstv. ráðherrann: Er honum kunnugt um hvað Burðarás, eignarhaldsfélag Eimskipafélags Íslands, á stóran hlut í mörgum fyrirtækjum og hversu stórum hluta aflaheimilda á Íslandsmiðum þessi fyrirtæki síðan hafa yfirráð yfir? Mér sýnist að úlfurinn sem ráðherra var hér að siga sé þegar byrjaður að stanga úr tönnunum.