Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 13. janúar 1999, kl. 17:25:36 (3109)

1999-01-13 17:25:36# 123. lþ. 55.1 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 123. lþ.

[17:25]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla bara að minna hv. þm. á að flokkur hans hefur ekki flutt neinar tillögur í umræðunni og af hálfu stjórnarandstöðunnar hefur engin önnur tillaga verið flutt en að fresta afgreiðslu málsins eða fresta því að taka afstöðu til málsins í fjögur ár og talsmenn flokks hans hafa margsinnis lýst því yfir að þeir hafi ekki mikið annað fram að færa en að fresta því að taka þessa afstöðu í þennan tíma.