Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 13. janúar 1999, kl. 17:28:29 (3112)

1999-01-13 17:28:29# 123. lþ. 55.1 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 123. lþ.

[17:28]

Svavar Gestsson (andsvar):

Ég verð að fagna þessari yfirlýsingu alveg sérstaklega því að hæstv. sjútvrh. viðurkennir að hugsanlegt sé að kerfið sé ekki alveg fullkomið. Nú hefur hann haft átta ár til að rannsaka kerfið. Hæstiréttur er að vísu búinn að dæma af honum kerfið. Hann heldur samt áfram að berja höfðinu við stein Hæstaréttar. Ég ætla því að spyrja hann núna: Hvað er það helst í kerfinu sem hann teldi tímabært að breyta? Af hverju gerir hann ekki tillögu um að breyta kerfinu þannig frekar en gera tillögu um að vandanum sé frestað um ótiltekinn tíma? Hvað er það sem hann vill breyta í kerfinu?