Heilbrigðisþjónusta í Hafnarfirði

Þriðjudaginn 02. febrúar 1999, kl. 13:57:30 (3134)

1999-02-02 13:57:30# 123. lþ. 57.96 fundur 221#B heilbrigðisþjónusta í Hafnarfirði# (umræður utan dagskrár), KPál
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 123. lþ.

[13:57]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Hv. málshefjandi, Guðmundur Árni Stefánsson, kemur með mál á dagskrá, á fyrsta fundi eftir nokkurt hlé, sem er alveg ótrúlega illa undirbúið. Það er til þess eins, eins og komið hefur fram, að ala á tortryggni gagnvart aðgerðum bæjaryfirvalda í málefnum sjúkrastofnana í Hafnarfirði. Það er hreint með ólíkindum að menn skuli leyfa sér að blanda prófkjöri samfylkingarinnar inn inn í svona mál og gera það tortryggilegt sem allir sem um þessi mál fjalla á vegum bæjarins eru sammála um. Það að hv. þm. skuli leyfa sér svona framkomu er hvorki honum né samfylkingunni sjálfri til framdráttar og hefur ekkert með heilbrigðismál á svæðinu að gera.

Ég mundi segja að hv. þm. ætti að draga þetta til baka og ræða við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði um það sem er að gerast. Að efast um að bæjarstjórinn hafi heimild til þess að ræða um rekstur opinberra stofnana við ríkisvaldið er náttúrlega fyrir neðan allar hellur.