Fjarnám og fjarkennsla

Miðvikudaginn 03. febrúar 1999, kl. 14:43:13 (3236)

1999-02-03 14:43:13# 123. lþ. 58.8 fundur 268. mál: #A fjarnám og fjarkennsla# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., HjálmJ
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 123. lþ.

[14:43]

Hjálmar Jónsson:

Herra forseti. Mig langar að þakka fyrir þessa fsp. og það að hv. fyrirspyrjandi skuli vekja máls á þessu og einnig svör hæstv. menntmrh., sem hefur sýnt málinu mikinn áhuga og sett það í farveg, eins og fram er komið, samkvæmt skýrt mótaðri stefnu.

Það er gífurlega stórt hagsmunamál fyrir landsbyggðina að vel spilist úr þessu. Hv. fjárln. gerði tillögu sem svo var samþykkt við afgreiðslu fjárlaga þessa yfirstandandi árs um fjárveitingu í öll kjördæmi landsins. Nú er verið að móta þessa hluti og það að fjárveitingin nýtist vel og upphefji fjarlægðir og hægt sé að hefja fjarnám hvarvetna um landið og við þurfum ekki að keyra langar leiðir heldur getum talast við gegnum þessa tækni.