Námskrárgerð

Miðvikudaginn 03. febrúar 1999, kl. 14:58:26 (3243)

1999-02-03 14:58:26# 123. lþ. 58.9 fundur 318. mál: #A námskrárgerð# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., Fyrirspyrjandi SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 123. lþ.

[14:58]

Fyrirspyrjandi (Svanfríður Jónasdóttir):

Herra forseti. Þetta ferli við styttingu framhaldsskólans kemur nokkuð á óvart. Þegar stytta á framhaldsskólann um eitt ár hljóta menn einnig að gæta að því hvernig náminu verði háttað, ekki síst í elstu bekkjum grunnskólans. Því hefði verið tilvalið við gerð nýrrar námskrár að miða hana við það að skólarnir samræmdu störf sín, annars vegar grunnskólinn á síðustu stigum og hins vegar fyrstu ár framhaldsskólans. Ég átta mig ekki á því hvernig þetta á að gerast. Fróðlegt væri að heyra ráðherra ræða frekar um hvað eigi að gerast þegar fram líða stundir, hvað þetta varðar. Hafa menn sett sér markmið í þessu og þá bæði fyrir grunnskólann og framhaldsskólann? Hvernig sér hann fyrir sér að það verði þegar einhverjir skólar bjóða upp á þriggja ára nám en aðrir bara fjögur? Hvernig á námskráin að nýtast þeim báðum? Hver á þáttur grunnskólans að vera í því ferli?