Menningarhús

Miðvikudaginn 03. febrúar 1999, kl. 15:31:14 (3257)

1999-02-03 15:31:14# 123. lþ. 58.12 fundur 420. mál: #A menningarhús# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., HjálmJ
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 123. lþ.

[15:31]

Hjálmar Jónsson:

Herra forseti. Ég fagna alveg sérstaklega þessum hugmyndum og tillögum hæstv. ríkisstjórnar og frumkvæði hæstv. menntmrh. í því að koma nú eftir tíu ára hlé af hálfu ríkisins til skjalanna og ætla að styðja kröftuglega við uppbyggingu menningarhúsa á landsbyggðinni með áherslu á menningunni, menningu sem er að sjálfsögðu fyrir hendi.

Við þekkjum það afar vel í fjárln. hversu litlar fjárhæðir geta skipt miklu máli til stuðnings því félags- og menningarlífi sem nú á sér stað. Félagsheimilin eru mörg og þau eru menningarhús og menningarmiðstöðvar út um landið. Þar vantar kannski svolítið upp á stuðning til rekstrar. Sums staðar vantar t.d. hljóðkerfi. Það vantar ljósabúnað. Það vantar ýmislegt sem gæti komið þessum húsum afar vel til að uppfylla hlutverk sitt, þ.e. félags- og menningarlíf vítt og breitt um landið.