Rannsóknir á rjúpnastofninum á Suðvesturlandi

Miðvikudaginn 03. febrúar 1999, kl. 16:10:36 (3271)

1999-02-03 16:10:36# 123. lþ. 58.15 fundur 307. mál: #A rannsóknir á rjúpnastofninum á Suðvesturlandi# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., ÖS
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 123. lþ.

[16:10]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Ég þakka fyrir þær fsp. sem hér hafa komið fram og þær fróðlegu upplýsingar sem hæstv. ráðherra veitti. Það sló mig í svari hæstv. ráðherra þegar hann talaði um það fjármagn sem á að veita til rannsókna á rjúpu, að gert er ráð fyrir því að í Veiðikortasjóð renni einungis 11 millj. á næsta ári. Þær hafa hins vegar verið allt að 17 millj., taldi ég. Ég spyr því hæstv. ráðherra: Hvað veldur því að svo miklu minna fé rennur í sjóðinn en áður og hvaða áhrif mun það hafa á þær rjúpnarannsóknir sem standa nú yfir? Í máli hæstv. ráðherra kom fram að veittar eru u.þ.b. 4,5--6 millj. kr. í slíkar rannsóknir. Þegar sjóðurinn var settur upp á sínum tíma var það samkomulag millum mín, sem þá var umhvrh., og rjúpnaveiðimanna að ráðist yrði í tilteknar rannsóknir, sem síðan var ýtt úr vör. En nú sýnist mér miðað við þetta að fjármagnið sem eigi að fara í framhald þessara rannsókna hrökkvi ekki til, og ég spyr því hæstv. ráðherra: Hvernig hyggst hann bregðast við?