Brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Mánudaginn 08. febrúar 1999, kl. 16:09:47 (3331)

1999-02-08 16:09:47# 123. lþ. 60.6 fundur 9. mál: #A brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar# þál., ÁMM (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 123. lþ.

[16:09]

Árni M. Mathiesen:

Herra forseti. Ég tel raunar ástæðulaust að vísa þessu máli til nefndar. Það er þess eðlis að hér inni eiga allir að hafa afstöðu til þess, hvort hér eigi að vera varnarlið og hvort Ísland eigi að vera í NATO. Ég tel að með því að eyða miklum tíma í að fjalla um þetta mál í þinginu gefum við röng skilaboð um hvað við teljum nauðsynlegast að gera á vettvangi NATO. NATO stendur á tímamótum. Það eru miklar breytingar fram undan. Að fjalla um hvort við eigum að vera í NATO eða ekki eru röng skilaboð þegar við erum að aðstoða aðrar þjóðir við að ganga í NATO.

Hins vegar, með virðingu fyrir þeirri hefð sem ríkir í þinginu um að öll mál fari til nefndar, mun ég greiða atkvæði með því að málinu verði vísað til hv. utanrmn. og treysti því að málið verði afgreitt bæði fljótt og vel frá nefndinni.