Brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Mánudaginn 08. febrúar 1999, kl. 16:10:47 (3332)

1999-02-08 16:10:47# 123. lþ. 60.6 fundur 9. mál: #A brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar# þál., ÁRÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 123. lþ.

[16:10]

Árni R. Árnason:

Herra forseti. Því er ekki að leyna að ég er algerlega ósammála innihaldi þessarar tillögu. Ég hef ávallt talið eðlilegt að þingmál fái umfjöllun og athugun í þingnefndum. Ég er hins vegar sannfærður um að eftir þá athugun sem fara mun fram í hv. utanrmn. Alþingis muni koma í ljós að örfáir þingmenn fylgi tillögunni efnislega. Ég er sannfærður um að í ljós muni koma að sú litla umræða sem er um þetta mál með þjóðinni í dag felur það í sér að í landinu ríkir sátt um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og þátttöku í varnarsamstarfinu.