Útboð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Miðvikudaginn 10. febrúar 1999, kl. 13:53:36 (3415)

1999-02-10 13:53:36# 123. lþ. 63.1 fundur 313. mál: #A útboð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 123. lþ.

[13:53]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Ég vil taka undir það að vel hafi tekist með útboðsleiðina sem valin var. Í rauninni þarf ekki að kanna það frekar. Nú þegar liggur fyrir hve mörg störf hafa þar orðið til. Það vekur líka athygli að í fyrsta sinn hefur verið gengið frá fjármögnun á Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Ég vil taka undir það sem hv. þm. og fyrirspyrjandi, Einar K. Guðfinnsson, nefndi þegar hann vakti athygli á framgöngu hv. þingmanna jafnaðarmanna þegar útboðið átti sér stað. Þá kom hver á fætur öðrum og gekk jafnvel inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og boðaði að þar með yrði atvinnuleysi, fólk mundi missa störf sín og þar fram eftir götunum. En eins og spáð var þá hefur annað komið á daginn. Störfum hefur fjölgað og rekstrargrunnur stöðvarinnar er treystur.