Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 11. febrúar 1999, kl. 10:52:33 (3483)

1999-02-11 10:52:33# 123. lþ. 64.1 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 123. lþ.

[10:52]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki hvort þetta sé mjög merkilegt innlegg í þessa umræðu hjá hv. þm. Ég vek athygli á því að annars vegar er um að ræða reglur sem stjórnmálaflokkarnir sjálfir setja sér. Þær eru með ýmsu móti. Hins vegar erum við að ræða hér stjórnarskipunarlög, hvernig tryggja megi jafnan rétt þegna landsins í þessu stóra máli. Það er auðvitað kjarni málsins. Ég held ég hafi ekki neina nennu til þess, herra forseti, að vera í einhverjum útúrsnúningum og smámálum þegar jafnstórt og viðamikið og stórpólitískt mál er á ferðinni og hér um ræðir.

Ég vil vekja athygli hv. þm. á því að það var nú ekki sá sem hér stendur sem fann upp þetta slagorð, þessa fyrirsögn um að stórpólitískt mál væri á ferðinni. Ég held að það hafi verið hæstv. forsrh., formaður Sjálfstfl., þess flokks sem hv. þm. er í.