Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 11. febrúar 1999, kl. 16:34:39 (3524)

1999-02-11 16:34:39# 123. lþ. 64.1 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 123. lþ.

[16:34]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég sagði áðan tel ég rétt að nefndir Alþingis verði við því þegar aðilar biðja um að koma á fund þeirra. Mér vitanlega hafa ekki aðrir beðið um það. Ef það væri staðreyndin tel ég að sjálfsögðu rétt að ræða við fleiri aðila. Það var farið út um allt land til þess að kynna frv. Ég taldi samt eða það var minn skilningur að sæmileg sátt væri orðin um málið. Ákveðin ósk liggur fyrir frá Reykjavíkurborg og þess vegna tel ég rétt að verða við henni.

Meginmálið í þessu öllu saman er þó það að hvort sem rætt verður við Reykjavíkurborg eða einhverja fleiri aðila á milli 2. og 3. umr. verði það ekki til þess að fresta afgreiðslu frv. Þetta mál er svo mikilvægt, mikilvæg réttarbót finnst mér, fyrir fólkið í landinu í lýðræðisátt. Aðalatriðið er að þessu máli verði lokið og það samþykkt áður en þinginu lýkur.