Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 11. febrúar 1999, kl. 17:36:53 (3531)

1999-02-11 17:36:53# 123. lþ. 64.1 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 123. lþ.

[17:36]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir það að kosningarréttur er mannréttindi. En það er bara alls ekkert innlegg í það mál sem hér er til umræðu. Íslendingar hafa kosningarrétt og það er ekkert innlegg í málið. Það er verið að tala um vægi atkvæða.

Vægi atkvæða er víða ójafnt og það hefur verið haft þannig til þess að tryggja ákveðnum hópum fulltrúa og til þess að tryggja ákveðnum landsvæðum fulltrúa. Ég held t.d. að kosningafyrirkomulagið í öldungadeild Bandaríkjaþings sé þannig vegna þess að verið er að tryggja fylkjunum í Bandaríkjunum það að þau hafi örugglega fulltrúa á löggjafarþinginu.

En við skulum vera sammála um það að kosningarréttur er mannréttindi og kosningarréttur allra hópa er mannréttindi. Það er ekkert innlegg í það mál sem hér er til umræðu.