Stjórnarráð Íslands

Fimmtudaginn 11. febrúar 1999, kl. 18:55:57 (3554)

1999-02-11 18:55:57# 123. lþ. 64.3 fundur 475. mál: #A Stjórnarráð Íslands# (aðsetur ríkisstofnana) frv., forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 123. lþ.

[18:55]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins ítreka að eingöngu er verið að veita ráðherra það vald sem almennt var talið að hann hefði haft í áratugi og almennt er talið við svipuð skilyrði, svipuð réttarkerfi að ráðherra hafi, ekkert annað. Það er bara verið að leysa þann vanda sem kom upp eftir að Hæstiréttur byggði á þessu ákvæði sem hefur ekki verið athugað að gekk út á það að hægt væri að flytja ráðherra Íslands heim frá Kaupmannahöfn.