Endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga

Mánudaginn 15. febrúar 1999, kl. 15:11:14 (3561)

1999-02-15 15:11:14# 123. lþ. 65.1 fundur 245#B endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 123. lþ.

[15:11]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég væri nú hræddari við að sumir þeir sem ég mundi skipa í nefndina núna ættu ekki afturkvæmt á þingið eftir kosningar. Ég er hræddari um það en nýju þingflokkana. Ég er ekki svo hræddur um að þeir komi til með að eiga mikla viðdvöl á næsta kjörtímabili.

Á það er einnig að líta að þessi nefnd verður með fulltrúa frá sveitarfélögunum. Ég geri ráð fyrir því að þar verði breidd í pólitísku sjónarmiðum. Sveitarstjórnarmennirnir eru líka stjórnmálamenn þó þeir séu ekki á Alþingi. Ég teldi hins vegar óheppilegt að hafa þessa nefnd mjög fjölmenna.