Endurskoðun laga um stjórn fiskveiða

Mánudaginn 15. febrúar 1999, kl. 15:18:22 (3566)

1999-02-15 15:18:22# 123. lþ. 65.1 fundur 246#B endurskoðun laga um stjórn fiskveiða# (óundirbúin fsp.), SighB
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 123. lþ.

[15:18]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Formaður sjútvn. Alþingis er ekki bara einhver þingmaður. Hann er málsvari stjórnarflokkanna á Alþingi í sjávarútvegsmálum. Og nú hefur hæstv. sjútvrh. upplýst að hann er að fara með fals. Hann er að gefa sjómönnum og útgerðarmönnum kvótalítilla skipa falskar vonir og væntingar um fyrirgreiðslu og aðstoð hér á Alþingi, sem ekkert stendur á bak við. Það finnst mér mjög ámælisverð tíðindi frá forustumanni stjórnarflokkanna í sjávarútvegsmálum á Alþingi nú rétt fyrir þinglok.