Klám

Mánudaginn 15. febrúar 1999, kl. 15:26:34 (3572)

1999-02-15 15:26:34# 123. lþ. 65.1 fundur 248#B klám# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 123. lþ.

[15:26]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Ef grunur er fyrir hendi um refsiverða háttsemi ber lögregluyfirvöldum að rannsaka þau mál og hugsanlega eftir atvikum jafnvel ríkissaksóknara að kveða á um rannsókn eða ákæru í einstökum tilvikum. Lögum samkvæmt er það hlutverk lögregluyfirvalda og ákæruvalds að annast rannsókn og eftir atvikum ákæru þegar slík mál koma upp en ekki dómsmrn.