Klám

Mánudaginn 15. febrúar 1999, kl. 15:27:13 (3573)

1999-02-15 15:27:13# 123. lþ. 65.1 fundur 248#B klám# (óundirbúin fsp.), GE
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 123. lþ.

[15:27]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég ræð af svörum hæstv. dómsmrh. að honum sé ókunnugt um að grunsemdir séu um vændi á Íslandi. Ég ræð það af svörum hans líka að hann telji að ekki sé vaxandi klámiðnaður á Íslandi. Ég spyr því: Mun hæstv. dómsmrh. í framhaldi af þessari fsp. beita sér fyrir því við lögregluyfirvöld að þau kanni hvernig staðan er í þessum málum úr því að hæstv. dómsmrh. virðist ekki vera kunnugt um að þetta er vaxandi vandamál? Það eru a.m.k. komnir sex staðir í Reykjavík þar sem erlendar nektardansmeyjar eru að störfum. Og ég spyr enn þá: Er ekki ástæða til að kanna hvort þarna sé eðlilega staðið að málum?