Menningarhús á landsbyggðinni

Mánudaginn 15. febrúar 1999, kl. 15:43:16 (3583)

1999-02-15 15:43:16# 123. lþ. 65.1 fundur 250#B menningarhús á landsbyggðinni# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 123. lþ.

[15:43]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Varðandi fyrri liðinn um hótelið þá vil ég get þess að í þeim hópi sem gerði tillögurnar um uppbygginguna var m.a. fulltrúi frá einu hóteli hér og það voru kallaðir til erlendir sérfræðingar þannig að málið hefur þegar verið grandskoðað. En að sjálfsögðu þarf að skoða það betur og leita eftir samkomulagi við einkaaðila sem munu reisa þetta hótel því að ekki verður staðið að því af opinberri hálfu að reisa hótel hér í Reykjavíkurborg.

Varðandi síðari liðinn þá ætla ég ekki að segja annað en það sem ég sagði áðan, þ.e. að hugmyndin var sett fram, ríkisstjórnin ákvað að nefna fimm staði og sú tillaga stendur óbreytt frá ríkisstjórninni. En ætlunin er að nefnd verði sett í málið til þess að skoða það. En frá mínum bæjardyrum séð og menntmrn. þá er þarna um endurskoðun á lögunum um félagsheimili að ræða og spurningunni um það hvernig ríkisvaldið eigi að stuðla betur að menningarstarfsemi víðs vegar um landið.