Menningarhús á landsbyggðinni

Mánudaginn 15. febrúar 1999, kl. 15:44:25 (3584)

1999-02-15 15:44:25# 123. lþ. 65.1 fundur 250#B menningarhús á landsbyggðinni# (óundirbúin fsp.), GÁ
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 123. lþ.

[15:44]

Guðni Ágústsson:

Hæstv. forseti. Ég vil ítreka þá skoðun mína að samræmi er í því að nefna Ísafjörð, Sauðárkrók, Akureyri og Egilsstaði sem mikilvæga þjónustukjarna á landsbyggð og nefna þá til viðbótar Árborgarsvæði, Borgarnes/Akranes og Suðurnesin, Keflavík/Njarðvík. Ég held því að það hljóti nú að vera, þó að hæstv. menntmrh. negli sig furðufastan í það að þetta séu bara fimm staðir, að menn opni þessar dyr til samræmis og sátta við sterk byggðarsvæði sem eru að þróast og keppa um mannafla.