Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 14:14:23 (3653)

1999-02-16 14:14:23# 123. lþ. 66.8 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 123. lþ.

[14:14]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Áður en atkvæðagreiðslan hefst vill forseti geta þess að útbúið hefur verið atkvæðagreiðsluskjal til hagræðis fyrir þingmenn við atkvæðagreiðsluna. Í skjalinu hafa málsgreinar innan frumvarpsgreinanna verið merktar, svo og málsliðir, þannig að betur megi afmarka einstök atriði sem atkvæði eru greidd um. Forseti hefur jafnframt ákveðið að skipta atkvæðagreiðslunni þannig að greidd verði atkvæði um hverja málsgrein frumvarpsgreinanna. Það eru tilmæli forseta að þeir hv. alþm., sem vilja gera grein fyrir atkvæði sínu og afstöðu sinni til málsins í heild, geri það við fyrstu atkvæðagreiðsluna.