Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 14:19:43 (3657)

1999-02-16 14:19:43# 123. lþ. 66.8 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 123. lþ.

[14:19]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég styð frv. í grundvallaratriðum en ég vil að það komi fram að ég er andvíg því ákvæði í drögum að kosningalögum sem fylgja þessu stjórnarskipunarlagafrv. þar sem gert er ráð fyrir að Reykjavík verði skipt upp í tvö kjördæmi. Það er stefna okkar jafnaðarmanna að landið skuli vera eitt kjördæmi og þetta ákvæði stríðir gegn þeirri stefnu. Ég vil að það komi fram við þessa atkvæðagreiðslu.