Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 14:22:45 (3660)

1999-02-16 14:22:45# 123. lþ. 66.8 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 123. lþ.

[14:22]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Eins og ég gerði grein fyrir við umræðu þessa máls mun ég styðja þau ákvæði frv. sem ég tel til bóta eða eðlileg en í öðrum tilvikum sitja hjá og í einu tilviki greiða atkvæði gegn efnisatriði, þ.e. 4. efnismgr. 1. gr.

Ég er í aðalatriðum sáttur við þá uppbyggingu stjórnarskrár og kosningalaga sem hér er fyrirhuguð, en ramminn sem settur er um afmörkun kjördæma er of þröngur. Ég er sérstaklega ósáttur við útfærslu á þröskuldi við úthlutun jöfnunarsæta og mun því greiða atkvæði gegn 4. efnismgr. 1. gr. frv.

Útfærslan á kjördæmamörkum samkvæmt fyrirliggjandi drögum að kosningalögum er meingölluð og bendi ég þar á t.d. þá tilhögun að kljúfa Norðurland upp í tvö kjördæmi í stað þess að hafa Norðlendingafjórðung eitt kjördæmi. Ég mun því hafa fyrirvara á um þá útfærslu málsins.