Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 14:23:51 (3661)

1999-02-16 14:23:51# 123. lþ. 66.8 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 123. lþ.

[14:23]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Ég styð þetta frv. og tel það vera skref í átt að því að landið verði eitt kjördæmi. Ég tel hins vegar að kjósa ætti strax næsta haust eftir hinni nýju skipan. Þar sem niðurstaða hefur náðst um miklar breytingar á kjördæmaskipan og meira jafnvægi atkvæðisréttar, þá er réttlátt að fólk njóti sem fyrst nýrra réttinda og bíði ekki í fjögur ár eins og ætlunin er. Að mínu mati ber því að kjósa eftir hinni nýju kjördæmaskipan sem fyrst.