Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 14:26:35 (3664)

1999-02-16 14:26:35# 123. lþ. 66.8 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 123. lþ.

[14:26]

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Eins og kom fram við 1. umr. málsins er verið að stíga skref til að jafna atkvæðisréttinn sem ég tel að sé óhjákvæmilegt. Það er samkomulag á milli forustumanna flokkanna að gera það á þann hátt sem hér er lagt til. Ég tel að þetta sé stórt skref í þá átt að gera landið að einu kjördæmi og ég mun greiða atkvæði með frv.