Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 14:29:25 (3666)

1999-02-16 14:29:25# 123. lþ. 66.8 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 123. lþ.

[14:29]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Þessi brtt. fjallar um að í stjórnarskrá séu sett ákvæði um að kjördæmunum sé hægt að fjölga miðað við það samkomulag sem orðið hefur úr sex í sjö án þess að það sé með nokkrum hætti skýrt hvernig sú fjölgun er hugsuð. Mér hefði fundist nær að opna fyrir þá leið, virðulegi forseti, að fækka kjördæmunum úr sex í fimm þannig að menn geti endurskoðað þá ákvörðun að skipta Reykjavíkurkjördæmi upp í tvö kjördæmi. Mér finnst þetta ekki skynsamlega orðað og hefði gjarnan viljað frekar sjá tillögu frá stjórnarskrárnefnd um að kjördæmin gætu verið fimm til sex heldur en kjördæmin gætu verið sex til sjö. Ég mun þó ekki beita mér gegn þessari grein í atkvæðagreiðslu.