Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 14:32:16 (3667)

1999-02-16 14:32:16# 123. lþ. 66.8 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 123. lþ.

[14:32]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Hér er gerð tillaga um breytingu á grunni sem að mínu mati er ótækur. Eftir að fyrir liggur samþykki um að kjördæmin geti mest orðið sjö er með þessari ákvörðun, um að festa þingmannatölu í hverju kjördæmi við minnst sex, verið að ákveða að kjördæmin verði afar stór landfræðilega. Það er t.d. ekki hægt að móta kjördæmi sem tæki frá Langanesi að Fúlalæk eða Sólheimasandi. Það gæfi fjóra þingmenn. Hér eru menn í raun að taka ákvörðun um að allur austurhelmingur landsins, hálft Ísland, verði eitt kjördæmi. Þessu er ég algerlega mótfallinn.