Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 14:37:03 (3669)

1999-02-16 14:37:03# 123. lþ. 66.8 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., ÖJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 123. lþ.

[14:37]

Ögmundur Jónasson (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Alþingi Íslendinga er að greiða atkvæði um breytingar á stjórnarskrá Íslands. Ég vil vekja athygli Alþingis og hæstv. forseta á því að 70% ráðherra í ríkisstjórninni eru fjarverandi við þessa atkvæðagreiðslu. Ég vil vekja athygli þingsins á þessu og ítreka það við forseta þingsins.