Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 16:14:44 (3687)

1999-02-16 16:14:44# 123. lþ. 66.42 fundur 174. mál: #A stjórnarskipunarlög# (nytjastofnar í hafi) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 123. lþ.

[16:14]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég er með þrjár spurningar til hv. þm. Guðnýjar Guðbjörnsdóttur. Í fyrsta lagi: Hvað þýðir sameign í þessum skilningi? Í öðru lagi: Hvað þýðir íslenska þjóðin? Eru það þeir sem eru með ríkisborgararétt þó að þeir hafi aldrei komið til Íslands, kunni ekki íslensku og viti ekkert um Ísland, séu jafnvel með annan ríkisborgararétt jafnframt? Er það fólk sem býr á Íslandi, líka útlendingar sem hafa búið hérna í 20 ár eða er það íslenska ríkið? Í þriðja lagi stendur í greinargerð og hv. þm. sagði það líka í framsögunni að nytjastofnarnir væru langmikilvægasta auðlind íslensku þjóðarinnar, og því er spurning mín þessi: Hvernig metur hv. þm. menntun og mannauð íslensku þjóðarinnar? Er mannauður minna virði en fiskarnir í sjónum?