Uppbyggingin á Eiríksstöðum í Haukadal

Miðvikudaginn 17. febrúar 1999, kl. 14:12:02 (3728)

1999-02-17 14:12:02# 123. lþ. 68.1 fundur 259. mál: #A uppbyggingin á Eiríksstöðum í Haukadal# fsp. (til munnl.) frá forsrh., StB
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 123. lþ.

[14:12]

Sturla Böðvarsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir fyrirspurnina. Það er ekki óeðlilegt að hv. þm. spyrji um þessi verkefni í Dalasýslu, ekki síst með tilliti til þeirra verkefna sem bíða hans innan skamms. Ég þakka jafnframt hæstv. forsrh. fyrir áhuga hans á þessu máli fyrr og síðar. Eins og fram kom hjá hæstv. forsrh. hefur Alþingi tekið myndarlega á þessu máli og orðið við óskum Dalamanna, bæði við afgreiðslu fjárlaga 1998 þegar veittar voru 7 millj. kr. til þessarar uppbyggingar og með 20 millj. á þessu ári.

Með þessum fjárframlögum er ljóst að þær stórhuga áætlanir í fornleifarannsóknum og uppbyggingu aðstöðunnar á staðnum sem heimamenn hafa lagt á ráðin um, munu ná fram að ganga fyrir árið 2000. Mér sýnist því engin ástæða til að kvíða því, enda eiga að vera til fjármunir þess að vinna verkið.