Skipun hæstaréttardómara

Miðvikudaginn 17. febrúar 1999, kl. 15:03:53 (3749)

1999-02-17 15:03:53# 123. lþ. 68.7 fundur 426. mál: #A skipun hæstaréttardómara# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 123. lþ.

[15:03]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Herra forseti. Vegna orða hæstv. ráðherra um nýsamþykkt dómstólalög vil ég taka fram sem þáverandi nefndarmaður í allshn. að mjög mikið var rætt um skipun hæstaréttardómara í nefndinni í tengslum við setningu laganna og einnig hér í umræðum. Þetta var eitt af þeim stóru málum sem voru mjög mikið rædd, bæði í þinginu og í nefndinni. Ég t.d. bað um skriflegar upplýsingar um hvernig þessum málum væri háttað í nágrannalöndunum en því miður náðist ekki eining um það í nefndinni að breyta þessu ákvæði þannig að það fór því í gegn eins og það er núna í lögunum.